Menntun kvenna lykill að velferð barna Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. maí 2011 06:00 Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum (á árinu 2009 var það 1,8 barn af 1000 fæddum) og það getum við vafalítið þakkað öflugu heilbrigðiskerfi og vel menntuðu fagfólki fyrir utan almenn lífskjör og aðstæður. Svo gott er það ekki alls staðar – fyrstu fjórar vikurnar eftir fæðingu eru hættulegur tími í lífi marga barna en þá deyja um 40% allra þeirra barna í heiminum sem deyja fyrir fimm ára aldur, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children, State of the World Mother‘s Report 2011, sem kynnt er í dag. Samkvæmt sömu skýrslu, deyja ríflega 8 milljónir barna árlega áður en þau ná fimm ára aldri. Sami tími reynist líka mæðrunum skeinuhættur en árlega fæða um 48 milljónir kvenna börn sín án nokkurrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna. Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children eru settar fram tillögur um hvernig megi fjölga þeim börnum og mæðrum sem lifa af. Þar er ábyrgð stjórnvalda um heim allan mikil en eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri í þessum efnum er að tryggja öllum aðgang að lágmarks heilbrigðisþjónustu í nærsamfélaginu, ekki síst aðstoð ljósmæðra. Eitt af lykilatriðunum til að ná þessu markmiði er að tryggja menntun kvenna – bæði menntun á heilbrigðissviði en líka almenna menntun mæðra sem geta þá orðið hæfari til að tryggja aðbúnað sinn og barna sinna. Íslendingar geta lagt sitt af mörkum, með því að vinna áfram að góðum árangri hér á landi, en líka með því að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og þar með búa mæðrum og börnum betri lífsskilyrði.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun