Hneisa í Hörpu Þröstur Ólafsson skrifar 12. maí 2011 06:00 Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun