
Engar heimildir fyrir niðurníðslu
Niðurníðslan hefur viðgengist árum saman. Ástæðurnar eru margvíslegar. Í sumum tilvikum stafar hún af hreinni og klárri vanrækslu. I öðrum tilvikum hafa menn ætlað sér um of. Þeir hafa keypt gömul hús á uppsprengdu verði í trausti þess að geta rifið þau og byggt stærra í staðinn. Það hefur ekki gengið eftir og við sitjum uppi með hús í niðurníðslu.
Það sannar sig líka enn og aftur að góð fyrirheit geta leitt til vondrar niðurstöðu. Fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Viðamikil þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar var samþykkt aldamótaárið 2000. Hún fól meðal annars í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall.
Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Í bók sinni 101 Tækifæri skrifar Snorri Freyr Hilmarsson að borgaryfirvöld hafi notað jarðýtur þar sem betra hefði verið að nota skóflur.
Eitt af því sem flækir málin er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem ríkir hér á landi. Hann hefur meðal annars leitt til þess að fjárfestar, sem fyrir nokkrum árum fengu vilyrði fyrir miklu byggingarmagni á tilteknum reitum, líta á vilyrðin sem ígildi fasteignar enn þann dag í dag, jafnvel þótt þeir hafi enga getu til að byggja og bæði borgarbúar og borgaryfirvöld telji byggingarmagnið allt of mikið. Hótanir um skaðabætur vofa yfir, verði byggingarmagnið minnkað. Flest þeirra svæða þar sem nýju miðborgarkjarnarnir áttu að rísa eru nú í pattstöðu. Meðan á því stendur grotna húsin niður sem áttu að víkja fyrir hinni nýju byggð. Það á ekki að viðgangast. Við töpum öll á því. Ágreiningur um byggingarmagn veitir enga heimild fyrir niðurníðslu.
Í borgarstjórninni eru allir sammála um að þetta megi ekki ganga lengur svona. Meirihluti í skipulagsráði lagði fram bókun og nokkurs konar stefnuyfirlýsingu á miðvikudaginn. Þar segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði „ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annarra áhrifaþátta enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki“.
Skoðun

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar