Hlutverk RÚV og ESB-málið 17. maí 2011 09:30 Í lok júní hefjast hinar eiginlegu aðildarviðræður Íslands og ESB. Þá er lokið svokallaðri rýnivinnu, en í henni felst að löggjöf Íslands og ESB er borin saman á öllum sviðum. Því má segja að þá hefjist í raun nýr kafli í þessu ferli, sem hófst með umsókn Íslands að ESB í júlí árið 2009. Mikilvægi upplýsingar og opinnar umræðu um ESB má ekki vanmeta. Ísland er upplýsingasamfélag og fjölmiðlaumhverfið hefur breyst mjög mikið á undanförnum tveimur áratugum. Með almennri notkun á internetinu og þeim upplýsingum sem þar finnast, verður myndin enn margbreytilegri. Sá fjölmiðill sem hinsvegar hefur það hlutverk samkvæmt lögum að vera ,,fjölmiðill í þágu almennings“ (enska: public service), er Ríkisútvarpið. Í öðrum kafla laganna um RÚV eru 13 greinar og fjalla þær um hlutverk þess og skyldur: Þar segir meðal annars í greinum fjögur og fimm: ,,Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.“ Nú er hægt að slá því föstu að ESB-málið er mál sem snertir ,,málefni lands og þjóðar sérstaklega“ og ásamt EES-samningnum árið 1995 og aðild Íslands að NATO árið 1949, er þetta eitt mikilvægasta málið sem er á ,,dagskrá“ hjá þjóðinni. Vald fjölmiðla til að setja mál á dagskrá er óumdeilt. Almenningur talar um þau mál sem komast í fjölmiðla og eru þar til umfjöllunar. Þessvegna er hlutverk RÚV í ESB-málinu gríðarlega mikilvægt. Að upplýsa almenning um kosti og galla aðildar, framleiða efni um ESB og þess háttar hlýtur því að falla undir hlutverk RÚV sem almannafjölmiðils, fjölmiðils fyrir alla íslensku þjóðina. Það er okkar von, sem ritum þessa grein að RÚV rækti skyldur sínar við landsmenn í þessu mikilvæga máli og geri það á þann hátt að almenningur geti myndað sér skoðun út frá bestu mögulegu forsendum. Opin, málefnaleg og hreinskilin umræða hlýtur að teljast vera eitt af helstu einkennum lýðræðisins. ESB-málið verður svo að lokum lagt í dóm þjóðarinnar, þegar aðildarsamningur er tilbúinn. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá liggja fyrir mun íslenska þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu segja annaðhvort JÁ eða NEI. ESB-málið er mikil áskorun fyrir RÚV, hvort stofnunin nái að rækja skyldur sínar samkvæmt þeim lögum sem um hana gilda. Hvetjum við forsvarsmenn RÚV til þess að sjá til þess að svo verði, íslensku lýðræði til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Andrés Pétursson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í lok júní hefjast hinar eiginlegu aðildarviðræður Íslands og ESB. Þá er lokið svokallaðri rýnivinnu, en í henni felst að löggjöf Íslands og ESB er borin saman á öllum sviðum. Því má segja að þá hefjist í raun nýr kafli í þessu ferli, sem hófst með umsókn Íslands að ESB í júlí árið 2009. Mikilvægi upplýsingar og opinnar umræðu um ESB má ekki vanmeta. Ísland er upplýsingasamfélag og fjölmiðlaumhverfið hefur breyst mjög mikið á undanförnum tveimur áratugum. Með almennri notkun á internetinu og þeim upplýsingum sem þar finnast, verður myndin enn margbreytilegri. Sá fjölmiðill sem hinsvegar hefur það hlutverk samkvæmt lögum að vera ,,fjölmiðill í þágu almennings“ (enska: public service), er Ríkisútvarpið. Í öðrum kafla laganna um RÚV eru 13 greinar og fjalla þær um hlutverk þess og skyldur: Þar segir meðal annars í greinum fjögur og fimm: ,,Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.“ Nú er hægt að slá því föstu að ESB-málið er mál sem snertir ,,málefni lands og þjóðar sérstaklega“ og ásamt EES-samningnum árið 1995 og aðild Íslands að NATO árið 1949, er þetta eitt mikilvægasta málið sem er á ,,dagskrá“ hjá þjóðinni. Vald fjölmiðla til að setja mál á dagskrá er óumdeilt. Almenningur talar um þau mál sem komast í fjölmiðla og eru þar til umfjöllunar. Þessvegna er hlutverk RÚV í ESB-málinu gríðarlega mikilvægt. Að upplýsa almenning um kosti og galla aðildar, framleiða efni um ESB og þess háttar hlýtur því að falla undir hlutverk RÚV sem almannafjölmiðils, fjölmiðils fyrir alla íslensku þjóðina. Það er okkar von, sem ritum þessa grein að RÚV rækti skyldur sínar við landsmenn í þessu mikilvæga máli og geri það á þann hátt að almenningur geti myndað sér skoðun út frá bestu mögulegu forsendum. Opin, málefnaleg og hreinskilin umræða hlýtur að teljast vera eitt af helstu einkennum lýðræðisins. ESB-málið verður svo að lokum lagt í dóm þjóðarinnar, þegar aðildarsamningur er tilbúinn. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá liggja fyrir mun íslenska þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu segja annaðhvort JÁ eða NEI. ESB-málið er mikil áskorun fyrir RÚV, hvort stofnunin nái að rækja skyldur sínar samkvæmt þeim lögum sem um hana gilda. Hvetjum við forsvarsmenn RÚV til þess að sjá til þess að svo verði, íslensku lýðræði til framdráttar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar