Hvaða valdi skal stjórnarskráin dreifa? Jón Þór Ólafsson skrifar 18. maí 2011 06:00 Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum. Hún er góð en ekki endanleg uppskrift af valddreifingu í ríkjum. Hún minnist ekki á að vald ríksins kemur frá fólkinu og því skuli eftir fremsta megni tryggja sjálfræði einstaklinga og beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli embætta stjórnkerfisins. Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“ Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu á byssu.“ Vald ríkisins felst því í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt til að beita þig ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er lykilatriði sem vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins. Þegar kemur að því að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá skulum við því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir þeim ekki ofbeldi?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum. Hún er góð en ekki endanleg uppskrift af valddreifingu í ríkjum. Hún minnist ekki á að vald ríksins kemur frá fólkinu og því skuli eftir fremsta megni tryggja sjálfræði einstaklinga og beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli embætta stjórnkerfisins. Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“ Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu á byssu.“ Vald ríkisins felst því í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt til að beita þig ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er lykilatriði sem vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins. Þegar kemur að því að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá skulum við því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir þeim ekki ofbeldi?“
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar