Takk! Erla Skúladóttir. skrifar 20. maí 2011 07:00 Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun