Frelsi fylgir ábyrgð – II Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2011 06:00 Í nýjum lögum um fjölmiðla er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá var kveðið á um skipan þverpólitískrar nefndar með fulltrúum allra þingflokka, sem hefur það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera eftir atvikum tillögur um einhverjar skorður í þeim efnum. Er hún nú að störfum og á að skila tillögum í sumar. Skráningarskylda fjölmiðlaSá misskilningur hefur komið upp að nýju fjölmiðlalögin geri bloggsíður og almennar vefsíður skráningarskyldar. Hið rétta er að aðeins þær vefsíður teljast til fjölmiðla sem hafa sérstaka ritstjórn skv. skilgreiningu laganna og afar umfangsmiklum skýringum í greinargerð. Þær byggjast að nokkru leyti á skilgreiningum og túlkunum á tilskipun ESB sem innleidd er í fjölmiðlalögunum. Skilgreiningar á ritstjórn ná einnig til prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Gert er ráð fyrir að hugtakið ritstjórn sé túlkað þröngt því starfsemi einstaklings sem rekur vefsíðu getur aðeins í undantekningartilvikum talist fjölmiðill miðað við þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi, t.d. hvort viðkomandi hafi það að atvinnu að miðla og bera ábyrgð á ritstjórnarlegri skipan efnis og hvort megintilgangur viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings sé að miðla fjölmiðlaefni. Af þessu leiðir að mikill meirihluti alls þess efnis sem miðlað er á vefnum fellur ekki undir hugtakið fjölmiðil. Þó verður að líta svo á að með breyttri fjölmiðlanotkun almennings verði að fella vefsíður, sem sannarlega geta talist fjölmiðlar, undir hugtakið þannig að þeir hljóti sömu réttindi og hafi sömu skyldur og prent- og ljósvakamiðlar. Fjölmiðlanefnd og hlutverk hennarFyrir bankahrunið var sú skoðun almenn að fjármálafyrirtæki væru ekki frábrugðin öðrum fyrirtækjum og því væri sérstakt eftirlit með starfsemi þeirra ónauðsynlegt, jafnvel óæskilegt. Þessi afstaða er nú á undanhaldi enda flestum ljóst að fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í gangverki efnahagslífs hvers samfélags. Með sama hætti gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræðisríkjum eins og hér hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er m.a. vikið að stöðu fjölmiðla og umfjöllun þeirra um fjármálamarkaðinn árin fyrir hrunið. Þar er mælt með að komið verði á „faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni“. Samkvæmt fjölmiðlalögum er fjölmiðlanefnd ætlað að sjá um þetta eftirlit auk þess að framfylgja markmiðum laganna, þ.á m. um gagnsæi eignarhalds og að fjölmiðlar fari að lögum, t.d. um efni sem getur verið skaðlegt börnum eða um aðgreiningu auglýsinga og ritstjórnarefnis. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Þetta fyrirkomulag er haft til að tryggja sjálfstæði hennar gagnvart framkvæmdavaldinu. Hér er því engin breyting frá því fyrirkomulagi sem verið hefur með útvarpsréttarnefnd, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart ljósvakamiðlum. Ákvörðunum hennar hefur ekki verið hægt að áfrýja til annars stjórnvalds. Breytingin felst hins vegar í því að fjölmiðlanefndin er fjölmennari auk þess sem hún mun hafa starfsfólk og er því fyrirkomulagi m.a. ætlað að auka sjálfstæði nefndarinnar. Útvarpsréttarnefndin heyrði beint undir ráðherra og öll stjórnsýsla hennar hefur farið fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þó að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum fjölmiðlanefndar til annars stjórnvalds er ávallt hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Nefndin verður skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefndum af Hæstarétti, einum tilnefndum af Blaðamannafélagi Íslands, einum tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins og einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðherra. Er þetta fyrirkomulag viðhaft til að tryggja sjálfstæði fjölmiðlanefndar með sem bestum hætti gagnvart pólitískum áhrifum. Ég vek sérstaka athygli á því að mörg ákvæði í frumvarpinu eru beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoðanaskipti. Hafa verður í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Er það æskilegt? Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi og er til þess fallið að auka traust almennings á fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í nýjum lögum um fjölmiðla er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá var kveðið á um skipan þverpólitískrar nefndar með fulltrúum allra þingflokka, sem hefur það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera eftir atvikum tillögur um einhverjar skorður í þeim efnum. Er hún nú að störfum og á að skila tillögum í sumar. Skráningarskylda fjölmiðlaSá misskilningur hefur komið upp að nýju fjölmiðlalögin geri bloggsíður og almennar vefsíður skráningarskyldar. Hið rétta er að aðeins þær vefsíður teljast til fjölmiðla sem hafa sérstaka ritstjórn skv. skilgreiningu laganna og afar umfangsmiklum skýringum í greinargerð. Þær byggjast að nokkru leyti á skilgreiningum og túlkunum á tilskipun ESB sem innleidd er í fjölmiðlalögunum. Skilgreiningar á ritstjórn ná einnig til prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Gert er ráð fyrir að hugtakið ritstjórn sé túlkað þröngt því starfsemi einstaklings sem rekur vefsíðu getur aðeins í undantekningartilvikum talist fjölmiðill miðað við þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi, t.d. hvort viðkomandi hafi það að atvinnu að miðla og bera ábyrgð á ritstjórnarlegri skipan efnis og hvort megintilgangur viðkomandi fyrirtækis eða einstaklings sé að miðla fjölmiðlaefni. Af þessu leiðir að mikill meirihluti alls þess efnis sem miðlað er á vefnum fellur ekki undir hugtakið fjölmiðil. Þó verður að líta svo á að með breyttri fjölmiðlanotkun almennings verði að fella vefsíður, sem sannarlega geta talist fjölmiðlar, undir hugtakið þannig að þeir hljóti sömu réttindi og hafi sömu skyldur og prent- og ljósvakamiðlar. Fjölmiðlanefnd og hlutverk hennarFyrir bankahrunið var sú skoðun almenn að fjármálafyrirtæki væru ekki frábrugðin öðrum fyrirtækjum og því væri sérstakt eftirlit með starfsemi þeirra ónauðsynlegt, jafnvel óæskilegt. Þessi afstaða er nú á undanhaldi enda flestum ljóst að fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í gangverki efnahagslífs hvers samfélags. Með sama hætti gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræðisríkjum eins og hér hefur verið lýst. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er m.a. vikið að stöðu fjölmiðla og umfjöllun þeirra um fjármálamarkaðinn árin fyrir hrunið. Þar er mælt með að komið verði á „faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni“. Samkvæmt fjölmiðlalögum er fjölmiðlanefnd ætlað að sjá um þetta eftirlit auk þess að framfylgja markmiðum laganna, þ.á m. um gagnsæi eignarhalds og að fjölmiðlar fari að lögum, t.d. um efni sem getur verið skaðlegt börnum eða um aðgreiningu auglýsinga og ritstjórnarefnis. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er því ekki hægt að kæra ákvarðanir hennar til ráðherra. Þetta fyrirkomulag er haft til að tryggja sjálfstæði hennar gagnvart framkvæmdavaldinu. Hér er því engin breyting frá því fyrirkomulagi sem verið hefur með útvarpsréttarnefnd, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart ljósvakamiðlum. Ákvörðunum hennar hefur ekki verið hægt að áfrýja til annars stjórnvalds. Breytingin felst hins vegar í því að fjölmiðlanefndin er fjölmennari auk þess sem hún mun hafa starfsfólk og er því fyrirkomulagi m.a. ætlað að auka sjálfstæði nefndarinnar. Útvarpsréttarnefndin heyrði beint undir ráðherra og öll stjórnsýsla hennar hefur farið fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þó að ekki sé hægt að skjóta úrskurðum fjölmiðlanefndar til annars stjórnvalds er ávallt hægt að fara með þá fyrir dómstóla. Nefndin verður skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefndum af Hæstarétti, einum tilnefndum af Blaðamannafélagi Íslands, einum tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins og einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðherra. Er þetta fyrirkomulag viðhaft til að tryggja sjálfstæði fjölmiðlanefndar með sem bestum hætti gagnvart pólitískum áhrifum. Ég vek sérstaka athygli á því að mörg ákvæði í frumvarpinu eru beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoðanaskipti. Hafa verður í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Er það æskilegt? Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi og er til þess fallið að auka traust almennings á fjölmiðlum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun