Vegtollavinir enn á ferð Ögmundur Jónasson skrifar 28. júní 2011 06:00 Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum í umræðunni um samgöngumál; flækja þeim ekki saman því það ruglar umræðuna. FÍB sjálfu sér samkvæmtEinn þráðurinn snýr að skattlagningu umferðarinnar, hvort halda eigi áfram að skattleggja eldsneytið, aðflutningsgjöld bifreiða og svo framvegis til að fjármagna samgöngukerfið eða skattleggja notkun vegakerfisins með veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun mun án vafa verða ofan á þegar fram líða stundir. Þarna stendur tæknin hins vegar í vegi enn sem komið er. Þannig hafa Evrópusambandsmenn ítrekað frestað breytingum á skattlagningarkerfinu í þessa veru vegna tæknilegra örðugleika. Annar þráður umræðunnar snýr að því hvort fyrrnefndir skattar af eldsneyti og aðflutningsgjöldum eigi allir að renna til samgöngumála eða einnig til annarra þátta. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur talað fyrir sjálfbæru samgöngukerfi á þessum nótum og hefur viljað annað tveggja: Fá meira fé til samgöngumála eða lægri bensíngjöld. Þetta kallaði hins vegar á niðurskurð í velferðarkerfinu því mikið af samgöngusköttunum rennur þangað inn. Þarna er ég ósammála FÍB en þetta er hins vegar fullkomlega málefnaleg og eðlileg umræða af hálfu samtakanna. Síðan er þriðji þráðurinn og hann snýr að því hvort ráðast eigi í flýti-stór-framkvæmdir á tilteknum leiðum sem yrðu fjármagnaðar með sérstökum vegtollum á þeim vegum. Fyrir þessu hafa Samtök atvinnulífsins talað en yfirleitt í felulitum. Þannig boðar SA ásamt vildarvinum til fundar nú í vikunni þar sem fjallað er „um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt“. Hér vantar það inn í að ég og þú eigum að bera enn meiri álögur í umferðinni – því verið er að tala um viðbótarfjármagn upp úr okkar vösum – fyrir framkvæmdir sem ég fullyrði að eru ekki besta leiðin til að ná fyrrgreindum markmiðum um öryggi og atvinnusköpun. Vegatollum mótmæltTugþúsundir Íslendinga hafa séð í gegnum þetta framtak vegtollavina og hafna áformum þeirra. Í mínum huga voru þau sett út af borðinu eftir fundi sem ég átti með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum, auk þess sem ég fékk í hendur yfir 40 þúsund undirskriftir sem mótmæltu vegtollaleiðinni til að fjármagna flýtiframkvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta á rök SA nú í vor að þeirra kröfu í tengslum við kjarasamninga og „reyna til þrautar“. En ný rök eða nýjar upplýsingar komu ekki fram af hálfu SA. Bara krafa um að ég breytti um kúrs, ella yrði ég látinn víkja úr embætti! Ég er talsmaður þess að verja þeim milljörðum sem við ráðstöfum til vegamála til að gera það allt í senn að bæta samgöngur, auka öryggi og skapa atvinnu í stað þess að fara þær slóðir sem eingöngu þjóna þröngum sérhagsmunum. Ég hef alla tíð verið efins um vegaframkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum nema í undantekningartilfellum. Þegar ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála síðastliðið haust fékk ég hins vegar slík áform í fangið og ákvað að láta reyna á vilja sveitarstjórnarmanna, alþingismanna og vegnotenda almennt. Ég held að allir þeir sem ég spurði álits á fjölmennum fundum um þetta efni geti borið vitni um að þetta gerði ég af fullum heilindum. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus. Trúboðar gærdagsinsÞessum áformum var hafnað. Fundir SA með trúboðum gærdagsins breyta þar engu um. Tölur sýna að umferð hefur minnkað um allt land sem ræðst af hækkuðu eldsneytisverði og lægri ráðstöfunartekjum en áður. Áform um vegtolla þessu til viðbótar, þar sem oftast er hvorki um styttingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa valkosti, þóknast almenningi alls ekki eins og við höfum ítrekað séð. Hér ber okkur skylda til að hlusta á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert og niðurstaðan er í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum í umræðunni um samgöngumál; flækja þeim ekki saman því það ruglar umræðuna. FÍB sjálfu sér samkvæmtEinn þráðurinn snýr að skattlagningu umferðarinnar, hvort halda eigi áfram að skattleggja eldsneytið, aðflutningsgjöld bifreiða og svo framvegis til að fjármagna samgöngukerfið eða skattleggja notkun vegakerfisins með veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun mun án vafa verða ofan á þegar fram líða stundir. Þarna stendur tæknin hins vegar í vegi enn sem komið er. Þannig hafa Evrópusambandsmenn ítrekað frestað breytingum á skattlagningarkerfinu í þessa veru vegna tæknilegra örðugleika. Annar þráður umræðunnar snýr að því hvort fyrrnefndir skattar af eldsneyti og aðflutningsgjöldum eigi allir að renna til samgöngumála eða einnig til annarra þátta. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur talað fyrir sjálfbæru samgöngukerfi á þessum nótum og hefur viljað annað tveggja: Fá meira fé til samgöngumála eða lægri bensíngjöld. Þetta kallaði hins vegar á niðurskurð í velferðarkerfinu því mikið af samgöngusköttunum rennur þangað inn. Þarna er ég ósammála FÍB en þetta er hins vegar fullkomlega málefnaleg og eðlileg umræða af hálfu samtakanna. Síðan er þriðji þráðurinn og hann snýr að því hvort ráðast eigi í flýti-stór-framkvæmdir á tilteknum leiðum sem yrðu fjármagnaðar með sérstökum vegtollum á þeim vegum. Fyrir þessu hafa Samtök atvinnulífsins talað en yfirleitt í felulitum. Þannig boðar SA ásamt vildarvinum til fundar nú í vikunni þar sem fjallað er „um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt“. Hér vantar það inn í að ég og þú eigum að bera enn meiri álögur í umferðinni – því verið er að tala um viðbótarfjármagn upp úr okkar vösum – fyrir framkvæmdir sem ég fullyrði að eru ekki besta leiðin til að ná fyrrgreindum markmiðum um öryggi og atvinnusköpun. Vegatollum mótmæltTugþúsundir Íslendinga hafa séð í gegnum þetta framtak vegtollavina og hafna áformum þeirra. Í mínum huga voru þau sett út af borðinu eftir fundi sem ég átti með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum, auk þess sem ég fékk í hendur yfir 40 þúsund undirskriftir sem mótmæltu vegtollaleiðinni til að fjármagna flýtiframkvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta á rök SA nú í vor að þeirra kröfu í tengslum við kjarasamninga og „reyna til þrautar“. En ný rök eða nýjar upplýsingar komu ekki fram af hálfu SA. Bara krafa um að ég breytti um kúrs, ella yrði ég látinn víkja úr embætti! Ég er talsmaður þess að verja þeim milljörðum sem við ráðstöfum til vegamála til að gera það allt í senn að bæta samgöngur, auka öryggi og skapa atvinnu í stað þess að fara þær slóðir sem eingöngu þjóna þröngum sérhagsmunum. Ég hef alla tíð verið efins um vegaframkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum nema í undantekningartilfellum. Þegar ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála síðastliðið haust fékk ég hins vegar slík áform í fangið og ákvað að láta reyna á vilja sveitarstjórnarmanna, alþingismanna og vegnotenda almennt. Ég held að allir þeir sem ég spurði álits á fjölmennum fundum um þetta efni geti borið vitni um að þetta gerði ég af fullum heilindum. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus. Trúboðar gærdagsinsÞessum áformum var hafnað. Fundir SA með trúboðum gærdagsins breyta þar engu um. Tölur sýna að umferð hefur minnkað um allt land sem ræðst af hækkuðu eldsneytisverði og lægri ráðstöfunartekjum en áður. Áform um vegtolla þessu til viðbótar, þar sem oftast er hvorki um styttingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa valkosti, þóknast almenningi alls ekki eins og við höfum ítrekað séð. Hér ber okkur skylda til að hlusta á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert og niðurstaðan er í samræmi við það.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar