Srebrenica og eftirmál Einar Benediktsson skrifar 30. júní 2011 06:00 Fyrir skemmstu tókst loks að handsama og færa fyrir stríðglæpastólinn í Haag, Ratko Mladic, sem stjórnaði voðaverkum Serba á hinu friðlýsta svæði Srebrenica í Bosníu árið 1995. Evrópuþjóðir höfðu verið aðgerðalausar við fjöldamorð á múslimum en seint og um síðir hefst uppgjör vegna hryllilegra þjóðernislegra „hreinsana". Allt þetta lá þó ljóst fyrir í mikilli fjölmiðlun um Bosníustríðið á sínum tíma. Þá var hins vegar engu líkara en að í almenningsálitinu væri þessi endurvakta villimennska í Evrópu virt að vettugi; helfararfortíðin væri nóg. Bosnía Hersegovína er forn vegamót tveggja menningarheima, þess rómverska og hins bysantínska, og er sögusvið skáldverksins Brúin yfir Drina eftir Nóbelsverðlaunahafann Ivo Andric. Þá bók las ég fyrir löngu til fróðleiks um friðsamleg og fjandsamleg samskipti þjóðarbrotanna, sem lengst af höfðu lotið Tyrkjum, síðar Austurríkismönnum þar til konungdæmi var stofnað eftir fyrri heimsstyrjöldina. Eftir þá síðari verður Bosnía Hersegovína eitt af ríkjum alþýðulýðveldisins Júgóslavíu sem Títo veitti forystu. Ég átti þess kost að kynnast landinu nokkuð á aðalfundi UNESCO sem haldinn var í Belgrad árið 1980. Þá var það mál manna að Júgóslavía myndi ekki liðast í sundur. Í valdatíð Títos hefði sundurlyndum þegnum lærst að lifa saman í sátt og samlyndi. Þetta var reyndar alrangt. Þegar Bosnía Hersegovína lýsti yfir sjálfstæði 1992 fylgdi í kjölfarið blóðugt stríð við Serbíu og Bosníu-Serba, sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Árin 1992-1993 var framið í Bosníu og Hersegóvínu mesta þjóðarmorð í Evrópu síðan 1945. Serbneskar hersveitir myrtu þúsundir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu og Hersegóvínu. Í lok stríðsins höfðu yfir 200 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurft að flýja heimili sín, þar af um ein milljón úr landi. Með Dayton–samningnum árið 1995 tókst að binda enda á blóðbaðið. Í stjórnarskrá landsins var því skipt í tvö ríkjasambönd, á milli Bosníumanna og Bosníu-Króata annars vegar, og Bosníu-Serba hins vegar. Engum blöðum er um það að fletta að stærri þjóðir Evrópu gerðust sekar um þau sorglegu mistök að lýsa því ekki strax yfir, að til hernaðaríhlutunar þeirra kæmi umsvifalaust ef árásir hæfust í Bosníu af hálfu eins eða annars. Það ráð hefði hugsanlega nægt, ef í tíma hefði verið tekið, í stað þess að bjóða fram mannúðaraðstoð sem var í sjálfu sér nauðsynleg en líka máttlaus án pólitískra markmiða. Í þeim efnum víkur sögunni að Evrópusambandinu. Stefna þess hefur verið að ná til ríkja á Balkanskaga í þeim augljósa tilgangi að þar komist á stöðugleiki lýðræðislegra þjóðfélaga. Þau pólitísku markmið hafa öll ríkin sem fyrrum mynduðu Júgóslavíu sett sér og Slóvenía hefur þegar gerst aðili að ESB. Serbía sótti um aðild í desember 2009 og stefnir að aðild 2014. Staða mannréttindamála í Serbíu var þrándur í götu og ekki ásættanleg fyrr en Mladic væri fangaður og fluttur til Haag. Nú þegar það mál er leyst er ætlun Serba að óska þess að þeir séu viðurkenndir sem fullgildur umsóknaraðili að Evrópusambandinu. Með Rómarsamningnum tókust órjúfandi sættir erfðafjendanna Frakka og Þjóðverja, sem höfðu átt meginþátt í Evrópustyrjöldum. Íslendingar höfðu aðild að NATO og samstarf við Bandaríkin sér til varnar. Utan þeirrar samvinnu skipti Ísland það miklu máli að tengjast evrópskri viðskiptasamvinnu í EFTA og EES með sínum sérákvæðum. Þetta hefði reyndar nægt ef NATO kalda stríðsins hefði lifað áfram, Bandaríkjamenn setið sem fastast í Keflavík og efnahagssamvinnan í ESB staðnað við frjálsan innri markað ríkjanna í gömlu Vestur-Evrópu. En framvinda Evrópumála hélt áfram. Eftir fall Berlínarmúrsins og sameiningu Þýskalands reyndi á hinn gamla kjarna samstarfsins að tryggja frjálsan innri markað og myntbandalag Maastricht-sáttmálans, en efna jafnframt til stækkana ESB til austurs og suðurs og þar með nálgun við hinn róstusama Balkanskaga. Lög og réttur, ásamt festu stofnana ríkjasamstarfsins, mun vafalaust tryggja friðsamlega sambúð þjóða Balkanskaga, verði þær aðilar að Evrópusambandinu. Það er okkur Íslendingum rétt eins og öðrum Evrópuþjóðum verðugt takmark. Megi nú menn láta af fjarstæðukenndum áróðri gegn ESB. Raunverulegir samningar um aðild okkar eru rétt að hefjast að lokinni tæknilegri rýnivinnu. Evrópusambandið er ekki stofnað til höfuðs þátttakendum og hagsmunum þeirra. Þvert á móti. Þátttakan í sameiginlegum innri markaði í tryggu lagalegu umhverfi hefur verið Íslandi mikill ávinningur. Sjálfstæð mynt smáríkisins fær ekki staðist og þar blasir við möguleg þátttaka í Myntbandalagi Evrópu. En fyrst og fremst þarf að ljúka samningunum um aðild og leggja árangurinn fyrir þjóðina. Það gæti orðið á svipuðum tíma og í Serbíu. Þrátt fyrir blóðugan skugga Srebrenica eiga komandi kynslóðir Serba vonandi framundan betri framtíð, rétt eins og þá sem stofnaðilum ESB gafst þrátt fyrir voðaverk þeirra í þá nýafstaðinni styrjöld. Og nú er hjárænn hljómur í því að tala um vinaþjóðirnar Frakka og Þjóðverja sem gamla erfðafjendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu tókst loks að handsama og færa fyrir stríðglæpastólinn í Haag, Ratko Mladic, sem stjórnaði voðaverkum Serba á hinu friðlýsta svæði Srebrenica í Bosníu árið 1995. Evrópuþjóðir höfðu verið aðgerðalausar við fjöldamorð á múslimum en seint og um síðir hefst uppgjör vegna hryllilegra þjóðernislegra „hreinsana". Allt þetta lá þó ljóst fyrir í mikilli fjölmiðlun um Bosníustríðið á sínum tíma. Þá var hins vegar engu líkara en að í almenningsálitinu væri þessi endurvakta villimennska í Evrópu virt að vettugi; helfararfortíðin væri nóg. Bosnía Hersegovína er forn vegamót tveggja menningarheima, þess rómverska og hins bysantínska, og er sögusvið skáldverksins Brúin yfir Drina eftir Nóbelsverðlaunahafann Ivo Andric. Þá bók las ég fyrir löngu til fróðleiks um friðsamleg og fjandsamleg samskipti þjóðarbrotanna, sem lengst af höfðu lotið Tyrkjum, síðar Austurríkismönnum þar til konungdæmi var stofnað eftir fyrri heimsstyrjöldina. Eftir þá síðari verður Bosnía Hersegovína eitt af ríkjum alþýðulýðveldisins Júgóslavíu sem Títo veitti forystu. Ég átti þess kost að kynnast landinu nokkuð á aðalfundi UNESCO sem haldinn var í Belgrad árið 1980. Þá var það mál manna að Júgóslavía myndi ekki liðast í sundur. Í valdatíð Títos hefði sundurlyndum þegnum lærst að lifa saman í sátt og samlyndi. Þetta var reyndar alrangt. Þegar Bosnía Hersegovína lýsti yfir sjálfstæði 1992 fylgdi í kjölfarið blóðugt stríð við Serbíu og Bosníu-Serba, sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Árin 1992-1993 var framið í Bosníu og Hersegóvínu mesta þjóðarmorð í Evrópu síðan 1945. Serbneskar hersveitir myrtu þúsundir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu og Hersegóvínu. Í lok stríðsins höfðu yfir 200 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurft að flýja heimili sín, þar af um ein milljón úr landi. Með Dayton–samningnum árið 1995 tókst að binda enda á blóðbaðið. Í stjórnarskrá landsins var því skipt í tvö ríkjasambönd, á milli Bosníumanna og Bosníu-Króata annars vegar, og Bosníu-Serba hins vegar. Engum blöðum er um það að fletta að stærri þjóðir Evrópu gerðust sekar um þau sorglegu mistök að lýsa því ekki strax yfir, að til hernaðaríhlutunar þeirra kæmi umsvifalaust ef árásir hæfust í Bosníu af hálfu eins eða annars. Það ráð hefði hugsanlega nægt, ef í tíma hefði verið tekið, í stað þess að bjóða fram mannúðaraðstoð sem var í sjálfu sér nauðsynleg en líka máttlaus án pólitískra markmiða. Í þeim efnum víkur sögunni að Evrópusambandinu. Stefna þess hefur verið að ná til ríkja á Balkanskaga í þeim augljósa tilgangi að þar komist á stöðugleiki lýðræðislegra þjóðfélaga. Þau pólitísku markmið hafa öll ríkin sem fyrrum mynduðu Júgóslavíu sett sér og Slóvenía hefur þegar gerst aðili að ESB. Serbía sótti um aðild í desember 2009 og stefnir að aðild 2014. Staða mannréttindamála í Serbíu var þrándur í götu og ekki ásættanleg fyrr en Mladic væri fangaður og fluttur til Haag. Nú þegar það mál er leyst er ætlun Serba að óska þess að þeir séu viðurkenndir sem fullgildur umsóknaraðili að Evrópusambandinu. Með Rómarsamningnum tókust órjúfandi sættir erfðafjendanna Frakka og Þjóðverja, sem höfðu átt meginþátt í Evrópustyrjöldum. Íslendingar höfðu aðild að NATO og samstarf við Bandaríkin sér til varnar. Utan þeirrar samvinnu skipti Ísland það miklu máli að tengjast evrópskri viðskiptasamvinnu í EFTA og EES með sínum sérákvæðum. Þetta hefði reyndar nægt ef NATO kalda stríðsins hefði lifað áfram, Bandaríkjamenn setið sem fastast í Keflavík og efnahagssamvinnan í ESB staðnað við frjálsan innri markað ríkjanna í gömlu Vestur-Evrópu. En framvinda Evrópumála hélt áfram. Eftir fall Berlínarmúrsins og sameiningu Þýskalands reyndi á hinn gamla kjarna samstarfsins að tryggja frjálsan innri markað og myntbandalag Maastricht-sáttmálans, en efna jafnframt til stækkana ESB til austurs og suðurs og þar með nálgun við hinn róstusama Balkanskaga. Lög og réttur, ásamt festu stofnana ríkjasamstarfsins, mun vafalaust tryggja friðsamlega sambúð þjóða Balkanskaga, verði þær aðilar að Evrópusambandinu. Það er okkur Íslendingum rétt eins og öðrum Evrópuþjóðum verðugt takmark. Megi nú menn láta af fjarstæðukenndum áróðri gegn ESB. Raunverulegir samningar um aðild okkar eru rétt að hefjast að lokinni tæknilegri rýnivinnu. Evrópusambandið er ekki stofnað til höfuðs þátttakendum og hagsmunum þeirra. Þvert á móti. Þátttakan í sameiginlegum innri markaði í tryggu lagalegu umhverfi hefur verið Íslandi mikill ávinningur. Sjálfstæð mynt smáríkisins fær ekki staðist og þar blasir við möguleg þátttaka í Myntbandalagi Evrópu. En fyrst og fremst þarf að ljúka samningunum um aðild og leggja árangurinn fyrir þjóðina. Það gæti orðið á svipuðum tíma og í Serbíu. Þrátt fyrir blóðugan skugga Srebrenica eiga komandi kynslóðir Serba vonandi framundan betri framtíð, rétt eins og þá sem stofnaðilum ESB gafst þrátt fyrir voðaverk þeirra í þá nýafstaðinni styrjöld. Og nú er hjárænn hljómur í því að tala um vinaþjóðirnar Frakka og Þjóðverja sem gamla erfðafjendur.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun