Matarverð á Íslandi er svipað og í Finnlandi og lægra en í Danmörku Haraldur Benediktsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Forkólfar Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) skrifuðu grein í Fréttablaðið 12. júlí sl. þar sem íslenska landbúnaðarkerfið, matvælaverð og tollvernd var gert að umtalsefni. Ýmis kunnugleg stef er að finna í greininni þar sem fullyrt er að Íslendingar búi við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og að það sé til hagsbóta fyrir alla að skera það upp. SVÞ telja að með því að leyfa óheftan innflutning á matvörum þá snarlækki matvælaverð á Íslandi. Þeirri fullyrðingu hefur áður verið kastað fram með misjöfnum rökstuðningi. Greinarhöfundar eru djarfir að fullyrða um hátt verð á landbúnaðarvörum en í því ljósi er rétt að skoða nýlega evrópska verðkönnun sem Hagstofa ESB (Eurostat) sendi frá sér fyrir skemmstu. Þar kemur fram að verð á matvöru á Íslandi er einungis 13% yfir meðaltali 37 Evrópuríkja. Í könnun Eurostat er gerður samanburður á heimilisútgjöldum í 37 Evrópulöndum en hún náði til ESB-landanna 27 og 10 annarra landa í Evrópu, þ.á.m. Íslands. Meðalverð heildarinnkaupa heimila innan ESB-landanna 27 er sett á 100 og síðan er staðan í einstökum löndum metin miðað við það. Samanburðurinn byggir á gögnum frá 2010 og er leiðréttur fyrir mismunandi kaupmætti. Svipað verðlag á Íslandi og í Frakklandi og BelgíuMiðað við heildarútgjöld eru Sviss, Noregur, Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð dýrustu lönd Evrópu, en verðlag þar var 20-48% hærra en meðaltalið. Ísland reyndist 11% hærra en meðaltalið sem er svipað verðlag og í Frakklandi og Belgíu. Ódýrustu löndin eru Makedónía, Albanía og Búlgaría en þar er verðlagið 44-51% af meðaltalinu. Næstum þrefaldur munur er á verðlagi á milli dýrasta ESB-landsins (Danmerkur - 143%) og þess ódýrasta (Búlgaríu - 51%) sem sýnir að ekki er til neitt eitt „Evrópuverð“ eins og sumir vilja vera að láta. Matur og drykkjarvörur á svipuðu verði og í FinnlandiÞegar kemur að mat og drykkjarvörum er Ísland 13% yfir meðaltalinu eða á sama stað og Finnland. Athuga verður að þarna er um að ræða allar matvörur, bæði innlendar sem innfluttar. Við höfum séð það undanfarin misseri að innlendar búvörur, sem njóta tollverndar, hafa hækkað mun minna hérlendis heldur en innfluttar tollfrjálsar matvörur. Noregur er áfram dýrastur (165%) en Danmörk er dýrasta ESB landið (136%). Ódýrasta landið er Makedónía (51%) en ódýrasta ESB-landið er Búlgaría (66%). Af hverju eru raftæki 53% dýrari á Íslandi?Athygli vekur að verð á heimilis- og raftækjum er 53% hærra hér en meðaltalsverð Evrópuríkjanna, en líklega eigum við ekki von á því að SVÞ kvarti sérstaklega yfir því. Að sama skapi kemur í ljós að útgjöld heimilanna til kaupa á fötum og skóm eru um 36% yfir meðaltali og samgöngur og farartæki eru 18% dýrari hérlendis en að meðaltali í Evrópulöndunum. Ekki er hægt að kenna þar um tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Um útgjöld heimilanna í heild má örugglega segja margt og án efa mætti lækka þau með betri og hagvæmari verslun á Íslandi. Við búum við dýrt verslunarkerfi og sama er að segja um flutninga til landsins. Íslensk fyrirtæki fljót að hækka verð í takt við gengisbreytingarÁ sama tíma og greinin frá SVÞ birtist í Fréttablaðinu voru greinarhöfundar svo óheppnir að fjallað var um rannsókn Seðlabanka Íslands um helsta vandamál neytenda hér á landi, sumsé verðmyndun og álagningargleði íslenskra fyrirtækja. Í rannsókn Seðlabankans kemur m.a. fram að fyrirtæki hérlendis eru líklegri til að hækka verð eftir gengisfall en að lækka það eftir gengisstyrkingu. Á þetta er bent hér en e.t.v. er ástæða fyrir Samtök verslunar og þjónustu að kryfja nánar ástæður þess að innflytjendur eru tregari til að lækka verð en hækka við gengisbreytingar. Tollverndin er vinsælt umræðuefniEitt vinsælasta umræðuefni aðildarsinna ESB er tollvernd. Tollvernd skapar nauðsynlega rekstrarforsendu fyrir innlendan landbúnað en hún er líka hagstjórnartæki, nokkurs konar stjórntæki fyrir fullvalda þjóð sem ræður sínum málum. Tollverndin er ekki síst hagsmunamál neytenda. Ef tollverndar hefði ekki notið við undanfarna mánuði væri matarverð mun hærra. Rökstuðningurinn að baki þessari fullyrðingu er sá að ef tollvernd væri ekki fyrir hendi væri íslenskur landbúnaður vart svipur hjá sjón – það væru mun færri sem störfuðu við matvælaframleiðslu og minna framleitt af mat í landinu. Frá hausti 2008 hefur innlend búvara hækkað um 20% en innflutt búvara um rúmlega 60%. Tollverndin hefur því varið kaupmátt. Ef tollverndin hyrfi væri auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum á erlendri jaðarframleiðslu á tiltölulega stuttum tíma. Það er ekki vafi á því að enginn hefði meiri hagsmuni af afnámi tollverndar fyrir íslenskan landbúnað en verslunin. Ekki neytendur og ekki bændur. Byggjum á staðreyndumBændur eru nú sem fyrr tilbúnir til að taka þátt í umræðum um íslenskan landbúnað og matvörumarkaðinn hér á landi. Við biðjum ekki um annað en að þær umræður séu málefnalegar, byggðar á staðreyndum og nýjustu fáanlegum gögnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Forkólfar Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) skrifuðu grein í Fréttablaðið 12. júlí sl. þar sem íslenska landbúnaðarkerfið, matvælaverð og tollvernd var gert að umtalsefni. Ýmis kunnugleg stef er að finna í greininni þar sem fullyrt er að Íslendingar búi við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og að það sé til hagsbóta fyrir alla að skera það upp. SVÞ telja að með því að leyfa óheftan innflutning á matvörum þá snarlækki matvælaverð á Íslandi. Þeirri fullyrðingu hefur áður verið kastað fram með misjöfnum rökstuðningi. Greinarhöfundar eru djarfir að fullyrða um hátt verð á landbúnaðarvörum en í því ljósi er rétt að skoða nýlega evrópska verðkönnun sem Hagstofa ESB (Eurostat) sendi frá sér fyrir skemmstu. Þar kemur fram að verð á matvöru á Íslandi er einungis 13% yfir meðaltali 37 Evrópuríkja. Í könnun Eurostat er gerður samanburður á heimilisútgjöldum í 37 Evrópulöndum en hún náði til ESB-landanna 27 og 10 annarra landa í Evrópu, þ.á.m. Íslands. Meðalverð heildarinnkaupa heimila innan ESB-landanna 27 er sett á 100 og síðan er staðan í einstökum löndum metin miðað við það. Samanburðurinn byggir á gögnum frá 2010 og er leiðréttur fyrir mismunandi kaupmætti. Svipað verðlag á Íslandi og í Frakklandi og BelgíuMiðað við heildarútgjöld eru Sviss, Noregur, Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð dýrustu lönd Evrópu, en verðlag þar var 20-48% hærra en meðaltalið. Ísland reyndist 11% hærra en meðaltalið sem er svipað verðlag og í Frakklandi og Belgíu. Ódýrustu löndin eru Makedónía, Albanía og Búlgaría en þar er verðlagið 44-51% af meðaltalinu. Næstum þrefaldur munur er á verðlagi á milli dýrasta ESB-landsins (Danmerkur - 143%) og þess ódýrasta (Búlgaríu - 51%) sem sýnir að ekki er til neitt eitt „Evrópuverð“ eins og sumir vilja vera að láta. Matur og drykkjarvörur á svipuðu verði og í FinnlandiÞegar kemur að mat og drykkjarvörum er Ísland 13% yfir meðaltalinu eða á sama stað og Finnland. Athuga verður að þarna er um að ræða allar matvörur, bæði innlendar sem innfluttar. Við höfum séð það undanfarin misseri að innlendar búvörur, sem njóta tollverndar, hafa hækkað mun minna hérlendis heldur en innfluttar tollfrjálsar matvörur. Noregur er áfram dýrastur (165%) en Danmörk er dýrasta ESB landið (136%). Ódýrasta landið er Makedónía (51%) en ódýrasta ESB-landið er Búlgaría (66%). Af hverju eru raftæki 53% dýrari á Íslandi?Athygli vekur að verð á heimilis- og raftækjum er 53% hærra hér en meðaltalsverð Evrópuríkjanna, en líklega eigum við ekki von á því að SVÞ kvarti sérstaklega yfir því. Að sama skapi kemur í ljós að útgjöld heimilanna til kaupa á fötum og skóm eru um 36% yfir meðaltali og samgöngur og farartæki eru 18% dýrari hérlendis en að meðaltali í Evrópulöndunum. Ekki er hægt að kenna þar um tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Um útgjöld heimilanna í heild má örugglega segja margt og án efa mætti lækka þau með betri og hagvæmari verslun á Íslandi. Við búum við dýrt verslunarkerfi og sama er að segja um flutninga til landsins. Íslensk fyrirtæki fljót að hækka verð í takt við gengisbreytingarÁ sama tíma og greinin frá SVÞ birtist í Fréttablaðinu voru greinarhöfundar svo óheppnir að fjallað var um rannsókn Seðlabanka Íslands um helsta vandamál neytenda hér á landi, sumsé verðmyndun og álagningargleði íslenskra fyrirtækja. Í rannsókn Seðlabankans kemur m.a. fram að fyrirtæki hérlendis eru líklegri til að hækka verð eftir gengisfall en að lækka það eftir gengisstyrkingu. Á þetta er bent hér en e.t.v. er ástæða fyrir Samtök verslunar og þjónustu að kryfja nánar ástæður þess að innflytjendur eru tregari til að lækka verð en hækka við gengisbreytingar. Tollverndin er vinsælt umræðuefniEitt vinsælasta umræðuefni aðildarsinna ESB er tollvernd. Tollvernd skapar nauðsynlega rekstrarforsendu fyrir innlendan landbúnað en hún er líka hagstjórnartæki, nokkurs konar stjórntæki fyrir fullvalda þjóð sem ræður sínum málum. Tollverndin er ekki síst hagsmunamál neytenda. Ef tollverndar hefði ekki notið við undanfarna mánuði væri matarverð mun hærra. Rökstuðningurinn að baki þessari fullyrðingu er sá að ef tollvernd væri ekki fyrir hendi væri íslenskur landbúnaður vart svipur hjá sjón – það væru mun færri sem störfuðu við matvælaframleiðslu og minna framleitt af mat í landinu. Frá hausti 2008 hefur innlend búvara hækkað um 20% en innflutt búvara um rúmlega 60%. Tollverndin hefur því varið kaupmátt. Ef tollverndin hyrfi væri auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum á erlendri jaðarframleiðslu á tiltölulega stuttum tíma. Það er ekki vafi á því að enginn hefði meiri hagsmuni af afnámi tollverndar fyrir íslenskan landbúnað en verslunin. Ekki neytendur og ekki bændur. Byggjum á staðreyndumBændur eru nú sem fyrr tilbúnir til að taka þátt í umræðum um íslenskan landbúnað og matvörumarkaðinn hér á landi. Við biðjum ekki um annað en að þær umræður séu málefnalegar, byggðar á staðreyndum og nýjustu fáanlegum gögnum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun