Er raforkuverð til stóriðju hér lægra? Þorsteinn Víglundsson skrifar 27. júlí 2011 08:00 Í fimmtu og síðustu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um raforkuverð til stóriðju í alþjóðlegu samhengi. Því er gjarnan haldið fram að raforkuverð til stóriðju sé langtum lægra hér á landi en gengur og gerist annars staðar. Af neðangreindum samanburði má hins vegar sjá að sú er alls ekki raunin. Eftir því sem næst verður komist eru áform uppi um 35 ný álver í heiminum á næstu árum. 25 þessara verkefna eru áformuð í Asíu, þrjú í Mið-Austurlöndum, fjögur í Evrópu (Rússlandi, Aserbaídsjan og Íslandi), tvö í Kanada og eitt í Argentínu. Samanlögð framleiðslugeta þessara álvera yrði um 16 milljónir tonna, yrðu þau öll byggð. Raforkuverð til þeirra verkefna sem áformuð eru í Kína og Indlandi er að meðaltali nokkuð hærra en hér á landi, eða liðlega 40 USD/MWh. Á móti vegur hins vegar að fjárfestingarkostnaður við byggingu nýs álvers í Kína er áætlaður um þriðjungur af því sem það kostar að reisa nýtt álver á Vesturlöndum. Fyrir vikið eru þessi álver með nokkuð lægri framleiðslukostnað, þrátt fyrir hærra raforkuverð. Rafmagnskostnaður hinna tíu verkefnanna er talinn vera á bilinu 20-25 USD/MWh að meðaltali. Þetta er liðlega 30% lægra verð en áliðnaður hér á landi er að greiða í dag miðað við núverandi stöðu álverðs. Raunar eru aðeins tvö verkefni áformuð utan Kína eða Indlands þar sem áætlað raforkuverð er hærra en 25 USD/MWh.Raforkufrekur iðnaður flýr hátt orkuverð í Evrópu Það vekur líka athygli að ekkert verkefni er áformað í aðildar-ríkjum ESB né í Noregi, en í umræðunni að undanförnu hefur mikið borið á samanburði á raforkuverði hér á landi og á þessum markaðssvæðum. Staðreyndin er sú að raforkuverð í þessum löndum er farið að fæla orkufrekan iðnað frá. Raunar er það svo að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er farin að skoða alvarlega að heimila niðurgreiðslu á raforkuverði til orkufreks iðnaðar til þess að sporna gegn þessari þróun. Þegar borin er saman samkeppnisstaða Íslands gagnvart öðrum löndum hvað varðar orkufrekan iðnað verður að horfa til markaðssvæða þar sem uppbygging er að eiga sér stað – ekki markaðssvæða þar sem þessi iðnaður er á undanhaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í fimmtu og síðustu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um raforkuverð til stóriðju í alþjóðlegu samhengi. Því er gjarnan haldið fram að raforkuverð til stóriðju sé langtum lægra hér á landi en gengur og gerist annars staðar. Af neðangreindum samanburði má hins vegar sjá að sú er alls ekki raunin. Eftir því sem næst verður komist eru áform uppi um 35 ný álver í heiminum á næstu árum. 25 þessara verkefna eru áformuð í Asíu, þrjú í Mið-Austurlöndum, fjögur í Evrópu (Rússlandi, Aserbaídsjan og Íslandi), tvö í Kanada og eitt í Argentínu. Samanlögð framleiðslugeta þessara álvera yrði um 16 milljónir tonna, yrðu þau öll byggð. Raforkuverð til þeirra verkefna sem áformuð eru í Kína og Indlandi er að meðaltali nokkuð hærra en hér á landi, eða liðlega 40 USD/MWh. Á móti vegur hins vegar að fjárfestingarkostnaður við byggingu nýs álvers í Kína er áætlaður um þriðjungur af því sem það kostar að reisa nýtt álver á Vesturlöndum. Fyrir vikið eru þessi álver með nokkuð lægri framleiðslukostnað, þrátt fyrir hærra raforkuverð. Rafmagnskostnaður hinna tíu verkefnanna er talinn vera á bilinu 20-25 USD/MWh að meðaltali. Þetta er liðlega 30% lægra verð en áliðnaður hér á landi er að greiða í dag miðað við núverandi stöðu álverðs. Raunar eru aðeins tvö verkefni áformuð utan Kína eða Indlands þar sem áætlað raforkuverð er hærra en 25 USD/MWh.Raforkufrekur iðnaður flýr hátt orkuverð í Evrópu Það vekur líka athygli að ekkert verkefni er áformað í aðildar-ríkjum ESB né í Noregi, en í umræðunni að undanförnu hefur mikið borið á samanburði á raforkuverði hér á landi og á þessum markaðssvæðum. Staðreyndin er sú að raforkuverð í þessum löndum er farið að fæla orkufrekan iðnað frá. Raunar er það svo að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er farin að skoða alvarlega að heimila niðurgreiðslu á raforkuverði til orkufreks iðnaðar til þess að sporna gegn þessari þróun. Þegar borin er saman samkeppnisstaða Íslands gagnvart öðrum löndum hvað varðar orkufrekan iðnað verður að horfa til markaðssvæða þar sem uppbygging er að eiga sér stað – ekki markaðssvæða þar sem þessi iðnaður er á undanhaldi.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun