Hættu að hræða fólk, Jón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 27. júlí 2011 06:00 Jón Bjarnason er merkilegur stjórnmálamaður. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna fyrirhugaðra hækkana á íslensku lambakjöti. Íslenskir bændur eru í þeirri óskastöðu að geta flutt út íslenskt lamb og grætt vel. Á móti er bannað að flytja inn erlent kjöt, ef á þarf að halda vegna eftirspurnar hér. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslands, segir að það komi ekki til greina, þrátt fyrir samninga þess efnis um að ákveðinn innflutning eigi að leyfa. Sem rök fyrir máli sínu notar Jón Bjarnason „fæðu og matvælaöryggi" landsins. Kjarninn í þeim rökum er sá að allur innflutningur á landbúnaðarafurðum (og þetta tengist að sjálfsögðu ESB-málinu, þar sem tollar á ESB-landbúnaðarafurðir myndu falla niður við aðild) myndi ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Rústa landbúnaðinn, eins og sumum bændum er tamt að segja. Það er hinsvegar svo að í engu ríki sem gengið hefur í ESB hefur landbúnaður lagst í rúst! Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er hið mikla landbúnaðarland, Pólland, sem gekk í ESB árið 2004. Þar hefur ESB styrkt landbúnað og eflt þá atvinnugrein í samvinnu við pólsk stjórnvöld. Þar með hefur aðild stóraukið „fæðu- og matvælaöryggi" Póllands og nútímavætt pólskan landbúnað, gert hann samkeppnishæfari! Nefna má í þessu sambandi að útflutningur á pólskum landbúnaðarafurðum hefur stóraukist og um 70% útflutnings fara til ESB, mest Þýskalands. Pólskir bændur undirbjuggu aðild mjög gaumgæfilega (settu m.a. upp nýjar stofnanir og annað) og þegar að sjálfri aðildinni kom var fyrirfram ákveðið fjármagn notað til þess að framkvæma nauðsynlegar umbætur, sem búið var að ákveða. Þetta stuðlaði að miklum vexti í landbúnaði Póllands. Þessu er algerlega farið á hinn veginn hér á Íslandi og mikil andstaða við þetta meðal bænda. Það hlýtur að teljast athyglisvert og vekur upp þá spurningu hvort íslenskir bændur séu á móti umbótum? Um miðja síðustu öld starfaði um þriðjungur vinnandi fólks við landbúnað á Íslandi. Nú er hlutfallið komið niður i 2,5% (tölur frá 2008). Allt þetta án aðkomu ESB! Og „fæðu- og matvælaöryggið" er óskert, hér hefur enginn dáið úr hungri, sem betur fer! Á sama tíma hefur þeim sem vinna við viðskipti og þjónustu fjölgað úr rúmum 30% í rúm 70%. Skýringanna er sennilega að leita í aukinni alþjóðavæðingu, ekki síst auknum samskiptum Íslands og Evrópu á undanförnum áratugum, meðal annars EES-samningnum. Hann heldur okkur hinsvegar fyrir utan alla ákvarðanatöku í málefnum Evrópu. Að vera að hræða fólk og slá ryki í augu þess með því að ala á ótta í sambandi við fæðu og matvælaöryggi er í raun fyrir neðan virðingu ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta eru svo fáránleg rök og það er ekki fótur fyrir þeim. Það sér líka hver maður í gegnum þetta! Verði hér meiriháttar hamfarir, sem valda því að allt flug og allar skipasamgöngur leggist hér af svo vikum skiptir er hægt að ræða í alvöru ógnir í sambandi við fæðuöryggi, þar sem langstærstur hluti matvæla á Íslandi er innfluttur (frá Evrópu). Og varla verður hægt að kenna ESB um náttúruhamfarir! Að reisa sífellda múra, hindra viðskipti og svo framvegis er aðferðafræði sem tilheyrði síðustu öld, ekki þessari! Væri ekki nær að Jón Bjarnason ynni að því að efla íslenskan landbúnað og gera hann samkeppnishæfan? Í því fælist t.d. að skapa bændum eðlilegt rekstrarumhverfi með afnámi verðtryggingar, lágum vöxtum, lágri verðbólgu, sem og auknum aðgangi að rannsóknum og þróun til nýsköpunar í landbúnaði, svo dæmi sé tekið. Þetta fæst með fullri aðild að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Jón Bjarnason er merkilegur stjórnmálamaður. Hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna fyrirhugaðra hækkana á íslensku lambakjöti. Íslenskir bændur eru í þeirri óskastöðu að geta flutt út íslenskt lamb og grætt vel. Á móti er bannað að flytja inn erlent kjöt, ef á þarf að halda vegna eftirspurnar hér. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Íslands, segir að það komi ekki til greina, þrátt fyrir samninga þess efnis um að ákveðinn innflutning eigi að leyfa. Sem rök fyrir máli sínu notar Jón Bjarnason „fæðu og matvælaöryggi" landsins. Kjarninn í þeim rökum er sá að allur innflutningur á landbúnaðarafurðum (og þetta tengist að sjálfsögðu ESB-málinu, þar sem tollar á ESB-landbúnaðarafurðir myndu falla niður við aðild) myndi ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Rústa landbúnaðinn, eins og sumum bændum er tamt að segja. Það er hinsvegar svo að í engu ríki sem gengið hefur í ESB hefur landbúnaður lagst í rúst! Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er hið mikla landbúnaðarland, Pólland, sem gekk í ESB árið 2004. Þar hefur ESB styrkt landbúnað og eflt þá atvinnugrein í samvinnu við pólsk stjórnvöld. Þar með hefur aðild stóraukið „fæðu- og matvælaöryggi" Póllands og nútímavætt pólskan landbúnað, gert hann samkeppnishæfari! Nefna má í þessu sambandi að útflutningur á pólskum landbúnaðarafurðum hefur stóraukist og um 70% útflutnings fara til ESB, mest Þýskalands. Pólskir bændur undirbjuggu aðild mjög gaumgæfilega (settu m.a. upp nýjar stofnanir og annað) og þegar að sjálfri aðildinni kom var fyrirfram ákveðið fjármagn notað til þess að framkvæma nauðsynlegar umbætur, sem búið var að ákveða. Þetta stuðlaði að miklum vexti í landbúnaði Póllands. Þessu er algerlega farið á hinn veginn hér á Íslandi og mikil andstaða við þetta meðal bænda. Það hlýtur að teljast athyglisvert og vekur upp þá spurningu hvort íslenskir bændur séu á móti umbótum? Um miðja síðustu öld starfaði um þriðjungur vinnandi fólks við landbúnað á Íslandi. Nú er hlutfallið komið niður i 2,5% (tölur frá 2008). Allt þetta án aðkomu ESB! Og „fæðu- og matvælaöryggið" er óskert, hér hefur enginn dáið úr hungri, sem betur fer! Á sama tíma hefur þeim sem vinna við viðskipti og þjónustu fjölgað úr rúmum 30% í rúm 70%. Skýringanna er sennilega að leita í aukinni alþjóðavæðingu, ekki síst auknum samskiptum Íslands og Evrópu á undanförnum áratugum, meðal annars EES-samningnum. Hann heldur okkur hinsvegar fyrir utan alla ákvarðanatöku í málefnum Evrópu. Að vera að hræða fólk og slá ryki í augu þess með því að ala á ótta í sambandi við fæðu og matvælaöryggi er í raun fyrir neðan virðingu ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta eru svo fáránleg rök og það er ekki fótur fyrir þeim. Það sér líka hver maður í gegnum þetta! Verði hér meiriháttar hamfarir, sem valda því að allt flug og allar skipasamgöngur leggist hér af svo vikum skiptir er hægt að ræða í alvöru ógnir í sambandi við fæðuöryggi, þar sem langstærstur hluti matvæla á Íslandi er innfluttur (frá Evrópu). Og varla verður hægt að kenna ESB um náttúruhamfarir! Að reisa sífellda múra, hindra viðskipti og svo framvegis er aðferðafræði sem tilheyrði síðustu öld, ekki þessari! Væri ekki nær að Jón Bjarnason ynni að því að efla íslenskan landbúnað og gera hann samkeppnishæfan? Í því fælist t.d. að skapa bændum eðlilegt rekstrarumhverfi með afnámi verðtryggingar, lágum vöxtum, lágri verðbólgu, sem og auknum aðgangi að rannsóknum og þróun til nýsköpunar í landbúnaði, svo dæmi sé tekið. Þetta fæst með fullri aðild að ESB.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar