Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 06:00 Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sumarið 2010, einum af fjölmörgum sigrum landsliða Spánar á undanförnum árum. Nordic Photos/AFP Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira