Rétt og rangt um kosningakerfi stjórnlagaráðs Þorkell Helgason skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Stjórnlagaráð hefur skilað þjóð og þingi heildartillögum að nýrri stjórnarskrá. Nú þarf að hefjast upplýst og vönduð umræða um tillögurnar. Fjölmiðlar hafa þar ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna. Þeir mega ekki gína við úrtölum gagnrýnislaust. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur haft uppi hörð orð um fyrirkomulag um kosningar til Alþingis í tillögum stjórnlagaráðs. Málflutningur hans í fréttum á Stöð 2 hinn 6. ágúst undir fyrirsögninni „Persónukjör án kjördæma marklaust“ verður hér gerður að umtalsefni. Flokkar og fólkiðMöguleikar kjósenda til að velja sér þingmenn fóru síminnkandi alla síðustu öld. Kjósendur standa nú aðeins frammi fyrir pakkalausnum í formi fyrirskrifaðra lista. Í stjórnlagaráði kom strax upp vilji til verulegrar bragarbótar, þeirrar að leyfa kjósendum að ráða sem mestu um það hverjir veldust til þingsetu. Mörg okkar skynjuðum sterkan vilja meðal fólks í þessa veru, m.a. á Þjóðfundinum 2010, og velflestir fulltrúa í ráðinu höfðu persónukjör eitt meginmarkmiða sinna við framboð til stjórnlagþings. Skipun þingmanna í samstæða hópa, flokka, er að flestra dómi gagnleg, jafnvel nauðsynleg. En þó tókst okkur í stjórnlagaráði prýðilega að ná saman án þess að skipa okkur í fylkingar. Fullyrt er að með persónukjöri sé verið að grafa undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, en það er í Finnlandi og Írlandi. Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en geti nær engu ráðið um hverjir veljast á þing? Óbærilegur stöðugleikiHaukur telur það hættulegt að kjósendur geti valið sér þingmannsefni þvert á flokka. Fyrst er því til að svara að í tillögum stjórnlagaráðs er þetta ekki gert að skilyrði. Alþingi er heimilað að takmarka val kjósenda við menn úr sama flokki. En segjum svo að kosningalög leyfi val þvert á flokka og að kjósandi velji sér þrjá frambjóðendur, tvo úr flokki A en einn úr flokki B. Atkvæði hans skiptist þá í sama hlutfalli milli þessara tveggja flokka. Nú verður kjósandinn fyrir vonbrigðum með aðalflokk sinn, flokk A, og hefnir sín í næstu kosningum með því að hafa endaskipti á atkvæðinu, velur aðeins einn úr A-flokki en tvo úr B-flokki. Haukur segir þá illt í efni þar sem aðeins færist þriðjungur úr atkvæði kjósandans á milli flokka. Ef kjósandanum hefði ekki verið leyfð sú fásinna að skipta atkvæðinu hefði hann í fyrri kosningunni kosið A-flokkinn alfarið og síðan farið í fýlu og kosið B-flokkinn, aftur með heilu atkvæði. Þannig dragi persónukjör úr fylgissveiflum. Rök finnast ekki, aðeins hugardæmi af þessu tagi. Það er auðvelt að búa til dæmi í öndverða átt svo og reiknidæmi sem sýna ýmist minni eða meiri sveiflur. Kosningaréttur kvenna ógn?Kjósendum í þingkosningum stórfjölgaði á árabilinu 1915-20 að mestu vegna þess að konur fengu kosningarétt. Sérfræðihaukar hefðu örugglega varað við og sagt þetta stórhættulegt. Með ríflega tvöföldun á tölu kjósenda væri viðbúið að drægi úr fylgissveiflum. Áður hefði húsbóndinn á heimilinu ýmist kosið A- eða B-flokk og þar með sveiflað fylgi flokkanna tveggja til og frá. Nú gæti svo farið að eiginkonan væri ávallt annarrar skoðunar en hann og hringlið í vinnuhjúunum, sem fengju nú að kjósa, bætti ekki úr skák. Stöðugleikinn yrði óbærilegur, aukinn kosningaréttur væri því hættulegur þingræðinu. Er jafn kosningaréttur mannréttindabrot?Haft er eftir Hauki í sjónvarpsviðtalinu að það sé mannréttindabrot að fella niður kjördæmin, sérstaklega ef um leið er viðhaft persónukjör. Vera má að spyrjandinn hafi klippt viðtalið sundur og saman eða misskilið orð Hauks, en það sem haft er eftir honum í beinum og óbeinum orðum verður vart skilið á annan veg en þann að það sé brot á rétti fólks að jafna kosningaréttinn hvort sem það er gert með því að gera landið að einu kjördæmi eða á annan veg. Stjórnlagaráð krefst ekki afnáms kjördæma. Á hinn bóginn er það ótvíræð krafa stjórnlagaráðs að „atkvæði kjósenda alls staðar á landinu veg[i] jafnt“ eins og segir í frumvarpi ráðsins. Kjósandi á ekki að fá helmingi meiri rétt við það eitt að bregða búi og flytja frá öðrum enda Hvalfjarðarganga til hins eins og nú er. Haukur virðist réttlæta slíka mismunun með því að laun á landsbyggðinni séu helmingi hærri en á höfuðborgarsvæðinu. Forsenduna um launamuninn verður að draga í efa, en þó svo hún væri rétt eru rökin ótæk. Mannréttindi, eins og kosningaréttur, mega hvorki ráðast af launum né auði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaráð hefur skilað þjóð og þingi heildartillögum að nýrri stjórnarskrá. Nú þarf að hefjast upplýst og vönduð umræða um tillögurnar. Fjölmiðlar hafa þar ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna. Þeir mega ekki gína við úrtölum gagnrýnislaust. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur haft uppi hörð orð um fyrirkomulag um kosningar til Alþingis í tillögum stjórnlagaráðs. Málflutningur hans í fréttum á Stöð 2 hinn 6. ágúst undir fyrirsögninni „Persónukjör án kjördæma marklaust“ verður hér gerður að umtalsefni. Flokkar og fólkiðMöguleikar kjósenda til að velja sér þingmenn fóru síminnkandi alla síðustu öld. Kjósendur standa nú aðeins frammi fyrir pakkalausnum í formi fyrirskrifaðra lista. Í stjórnlagaráði kom strax upp vilji til verulegrar bragarbótar, þeirrar að leyfa kjósendum að ráða sem mestu um það hverjir veldust til þingsetu. Mörg okkar skynjuðum sterkan vilja meðal fólks í þessa veru, m.a. á Þjóðfundinum 2010, og velflestir fulltrúa í ráðinu höfðu persónukjör eitt meginmarkmiða sinna við framboð til stjórnlagþings. Skipun þingmanna í samstæða hópa, flokka, er að flestra dómi gagnleg, jafnvel nauðsynleg. En þó tókst okkur í stjórnlagaráði prýðilega að ná saman án þess að skipa okkur í fylkingar. Fullyrt er að með persónukjöri sé verið að grafa undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, en það er í Finnlandi og Írlandi. Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en geti nær engu ráðið um hverjir veljast á þing? Óbærilegur stöðugleikiHaukur telur það hættulegt að kjósendur geti valið sér þingmannsefni þvert á flokka. Fyrst er því til að svara að í tillögum stjórnlagaráðs er þetta ekki gert að skilyrði. Alþingi er heimilað að takmarka val kjósenda við menn úr sama flokki. En segjum svo að kosningalög leyfi val þvert á flokka og að kjósandi velji sér þrjá frambjóðendur, tvo úr flokki A en einn úr flokki B. Atkvæði hans skiptist þá í sama hlutfalli milli þessara tveggja flokka. Nú verður kjósandinn fyrir vonbrigðum með aðalflokk sinn, flokk A, og hefnir sín í næstu kosningum með því að hafa endaskipti á atkvæðinu, velur aðeins einn úr A-flokki en tvo úr B-flokki. Haukur segir þá illt í efni þar sem aðeins færist þriðjungur úr atkvæði kjósandans á milli flokka. Ef kjósandanum hefði ekki verið leyfð sú fásinna að skipta atkvæðinu hefði hann í fyrri kosningunni kosið A-flokkinn alfarið og síðan farið í fýlu og kosið B-flokkinn, aftur með heilu atkvæði. Þannig dragi persónukjör úr fylgissveiflum. Rök finnast ekki, aðeins hugardæmi af þessu tagi. Það er auðvelt að búa til dæmi í öndverða átt svo og reiknidæmi sem sýna ýmist minni eða meiri sveiflur. Kosningaréttur kvenna ógn?Kjósendum í þingkosningum stórfjölgaði á árabilinu 1915-20 að mestu vegna þess að konur fengu kosningarétt. Sérfræðihaukar hefðu örugglega varað við og sagt þetta stórhættulegt. Með ríflega tvöföldun á tölu kjósenda væri viðbúið að drægi úr fylgissveiflum. Áður hefði húsbóndinn á heimilinu ýmist kosið A- eða B-flokk og þar með sveiflað fylgi flokkanna tveggja til og frá. Nú gæti svo farið að eiginkonan væri ávallt annarrar skoðunar en hann og hringlið í vinnuhjúunum, sem fengju nú að kjósa, bætti ekki úr skák. Stöðugleikinn yrði óbærilegur, aukinn kosningaréttur væri því hættulegur þingræðinu. Er jafn kosningaréttur mannréttindabrot?Haft er eftir Hauki í sjónvarpsviðtalinu að það sé mannréttindabrot að fella niður kjördæmin, sérstaklega ef um leið er viðhaft persónukjör. Vera má að spyrjandinn hafi klippt viðtalið sundur og saman eða misskilið orð Hauks, en það sem haft er eftir honum í beinum og óbeinum orðum verður vart skilið á annan veg en þann að það sé brot á rétti fólks að jafna kosningaréttinn hvort sem það er gert með því að gera landið að einu kjördæmi eða á annan veg. Stjórnlagaráð krefst ekki afnáms kjördæma. Á hinn bóginn er það ótvíræð krafa stjórnlagaráðs að „atkvæði kjósenda alls staðar á landinu veg[i] jafnt“ eins og segir í frumvarpi ráðsins. Kjósandi á ekki að fá helmingi meiri rétt við það eitt að bregða búi og flytja frá öðrum enda Hvalfjarðarganga til hins eins og nú er. Haukur virðist réttlæta slíka mismunun með því að laun á landsbyggðinni séu helmingi hærri en á höfuðborgarsvæðinu. Forsenduna um launamuninn verður að draga í efa, en þó svo hún væri rétt eru rökin ótæk. Mannréttindi, eins og kosningaréttur, mega hvorki ráðast af launum né auði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun