Helga Margrét: Fer bara í réttirnar í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekkert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu," segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp," lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistaramótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dugleg í öllum þessum endurhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo alltaf hraðar og hraðar," segir Helga en hún segir ómögulegt að setja einhver tímamörk á það hvenær hún verður orðin hundrað prósent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu," segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna." Innlendar Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekkert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu," segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp," lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistaramótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dugleg í öllum þessum endurhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo alltaf hraðar og hraðar," segir Helga en hún segir ómögulegt að setja einhver tímamörk á það hvenær hún verður orðin hundrað prósent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu," segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna."
Innlendar Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira