Vanhugsaður útflutningsskattur 15. ágúst 2011 06:00 Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun