Lausnin á skuldum heimilanna er forgangsmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Nú í lok vikunnar kemur Alþingi saman á ný. Ég hef reyndar mælst til þess nokkrum sinnum í sumar að þingið yrði kallað saman til að ræða ýmis mál sem tæplega þoldu bið. Þeirra á meðal er ríkisskuldakrísa Evrópuríkjanna, sem aðeins er spurning hvenær en ekki hvort mun hafa áhrif hér á landi. Mikil umræða hefur eðlilega skapast um Evrópumál í sumar vegna þess vanda sem nú steðjar að fjármálalífi ESB-ríkjanna og skoðanir manna eru ákaflega mismunandi. Svo mismunandi að Framsókn hefur nú orðið að sjá á eftir Guðmundi Steingrímssyni. Það er auðvitað leitt að missa góðan mann úr þingflokknum en við Guðmundur ræddum saman og hann fór vel yfir ástæður sínar. Það er augljóst að hann hefur tekið ákvörðun sína að vel athuguðu máli og þetta er því miður niðurstaða hans. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Um leið og ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og þakka honum kærlega fyrir samstarfið vonast ég til að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans. Við verðum að setja fólkið og heimilin í forgangEn Evrópumál og flokkadrættir vegna þeirra eru ekki það sem Íslendingar, innan Alþingis og utan, þurfa að leggja höfuðáherslu á nú á haustmánuðum. Skuldavandi heimilanna er orðinn slíkur að vart verður við ráðið lengur. Það hlýtur að vera forgangsverkefni okkar allra að leysa fólkið í landinu úr böndum húsnæðisskulda og atvinnuleysis. Árið 2009 var því spáð að nú, tveimur árum seinna, yrði botni kreppunnar náð og að heimilin og fyrirtækin í landinu myndu geta greint ljósið við enda ganganna. Í dag er það öðru nær. Atvinnuleysi mælist enn rúmlega 6 prósent, næstum jafn mikið og í upphafi árs 2009. Engar afgerandi lausnir bjóðast á húsnæðisskuldum heimilanna og ekki hefur verið ráðist í neinar almennar aðgerðir til skuldaniðurfellingar, sem kæmu þeim best sem mest þurfa á þeim að halda. Sú leið sem ríkisstjórnin boðaði eftir fjöldamótmæli í október 2010, hin svokallaða 110% leið, hækkar nú að líkindum í 130% leið vegna efnahagslegrar óstjórnar og óþarfra vaxtahækkana sem ekki sér fyrir endann á. "Eftir tvö ár verður botninum náð.“Þegar ríkisstjórnin tók við völdum 2009 bauð hún upp á að næstu tvö ár yrðu erfið en að þeim loknum yrði séð til lands, Tekið yrði á skuldavandanum, fjárhagur heimilanna myndi vænkast og atvinnulífið taka við sér. Í krafti þessa loforðs hefur fólkið í landinu þolað skattahækkanir og niðurskurð sem áttu að fjármagna erlend lán ríkisins og loka fjárlagagatinu. Þessi tvö ár eru liðin en gatið er enn risastórt. Þetta plan hefur ekki virkað. Nú í haust mun ríkisstjórnin samt aðeins bjóða heimilunum upp á meira af því sama. Meiri skattahækkanir. Meiri niðurskurður. Engin atvinnuuppbygging, engin fjárfesting og engin lausn á skuldavanda heimilanna. Þeir sem gátu í tvö ár haldið rekstri heimilisins á floti með því að nýta ævisparnað sinn, með snemmbærri úttekt lífeyrissparnaðar eða með söfnun kreditkortaskulda eru nú þremur árum frá hruni komnir að enda vegarins. Það er ekkert eftir til að ná endum saman. Afborganir falla ógreiddar á gjalddaga, bankarnir ganga sífellt harðar fram í innheimtu þrátt fyrir fögur loforð um annað, daglegur rekstur heimilisins verður mjög erfiður og brátt ómögulegur. Fleiri og fleiri missa húsnæðið, fjárhagsvandinn leggst sem mara á sambönd fólks og fjölskyldur flosna upp. Þetta má ekki halda svona áfram. Við sem vinnum í stjórnmálum verðum að átta okkur sameiginlega á því að heimilin þola ekki meira. Við verðum að þora að viðurkenna að það er þörf á nýrri nálgun. Verður hlustað á okkur í haust?Framsókn lagði fyrir tveimur árum fram ítarlegar efnahagstillögur, þar á meðal tillögur um almenna skuldaniðurfellingu fyrir heimilin í landinu sem hefðu þá þegar getað snúið þessari þróun við. Á þær tillögur var ekki hlustað, reyndar voru þær barðar niður með offorsi af vinstri flokkunum. Skýrslan um endurreisn bankanna sem kom út í vor sýndi hins vegar að svigrúmið var til staðar en meðvituð ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafa njóta þess í stað heimilanna. Þetta má ekki gerast aftur. Framsókn mun á komandi þingi leggja krafta sína í að berjast fyrir aðgerðum í efnahagsmálum sem geta, verði á okkur hlustað í þetta sinn, snúið þróuninni við og gert fólki kleift að ná endum saman á ný. Við höfum þegar lagt fram á þingi ítarlegar tillögur um sókn í atvinnumálum, því heimilin munu ekki losna úr álögum skulda nema ráðist verði í markvissa atvinnuuppbyggingu. En sókn í atvinnumálum verður að fylgja stöðugleiki í efnahagsmálum svo hagur heimila og fyrirtækja nái að dafna og vaxa. Þetta tvennt er forsenda þess velferðarsamfélags sem við viljum og verðum að byggja upp á nýjan leik. Vinna, vöxtur, velferð. Það er leiðin út úr vandanum. Eina leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í lok vikunnar kemur Alþingi saman á ný. Ég hef reyndar mælst til þess nokkrum sinnum í sumar að þingið yrði kallað saman til að ræða ýmis mál sem tæplega þoldu bið. Þeirra á meðal er ríkisskuldakrísa Evrópuríkjanna, sem aðeins er spurning hvenær en ekki hvort mun hafa áhrif hér á landi. Mikil umræða hefur eðlilega skapast um Evrópumál í sumar vegna þess vanda sem nú steðjar að fjármálalífi ESB-ríkjanna og skoðanir manna eru ákaflega mismunandi. Svo mismunandi að Framsókn hefur nú orðið að sjá á eftir Guðmundi Steingrímssyni. Það er auðvitað leitt að missa góðan mann úr þingflokknum en við Guðmundur ræddum saman og hann fór vel yfir ástæður sínar. Það er augljóst að hann hefur tekið ákvörðun sína að vel athuguðu máli og þetta er því miður niðurstaða hans. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Um leið og ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og þakka honum kærlega fyrir samstarfið vonast ég til að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans. Við verðum að setja fólkið og heimilin í forgangEn Evrópumál og flokkadrættir vegna þeirra eru ekki það sem Íslendingar, innan Alþingis og utan, þurfa að leggja höfuðáherslu á nú á haustmánuðum. Skuldavandi heimilanna er orðinn slíkur að vart verður við ráðið lengur. Það hlýtur að vera forgangsverkefni okkar allra að leysa fólkið í landinu úr böndum húsnæðisskulda og atvinnuleysis. Árið 2009 var því spáð að nú, tveimur árum seinna, yrði botni kreppunnar náð og að heimilin og fyrirtækin í landinu myndu geta greint ljósið við enda ganganna. Í dag er það öðru nær. Atvinnuleysi mælist enn rúmlega 6 prósent, næstum jafn mikið og í upphafi árs 2009. Engar afgerandi lausnir bjóðast á húsnæðisskuldum heimilanna og ekki hefur verið ráðist í neinar almennar aðgerðir til skuldaniðurfellingar, sem kæmu þeim best sem mest þurfa á þeim að halda. Sú leið sem ríkisstjórnin boðaði eftir fjöldamótmæli í október 2010, hin svokallaða 110% leið, hækkar nú að líkindum í 130% leið vegna efnahagslegrar óstjórnar og óþarfra vaxtahækkana sem ekki sér fyrir endann á. "Eftir tvö ár verður botninum náð.“Þegar ríkisstjórnin tók við völdum 2009 bauð hún upp á að næstu tvö ár yrðu erfið en að þeim loknum yrði séð til lands, Tekið yrði á skuldavandanum, fjárhagur heimilanna myndi vænkast og atvinnulífið taka við sér. Í krafti þessa loforðs hefur fólkið í landinu þolað skattahækkanir og niðurskurð sem áttu að fjármagna erlend lán ríkisins og loka fjárlagagatinu. Þessi tvö ár eru liðin en gatið er enn risastórt. Þetta plan hefur ekki virkað. Nú í haust mun ríkisstjórnin samt aðeins bjóða heimilunum upp á meira af því sama. Meiri skattahækkanir. Meiri niðurskurður. Engin atvinnuuppbygging, engin fjárfesting og engin lausn á skuldavanda heimilanna. Þeir sem gátu í tvö ár haldið rekstri heimilisins á floti með því að nýta ævisparnað sinn, með snemmbærri úttekt lífeyrissparnaðar eða með söfnun kreditkortaskulda eru nú þremur árum frá hruni komnir að enda vegarins. Það er ekkert eftir til að ná endum saman. Afborganir falla ógreiddar á gjalddaga, bankarnir ganga sífellt harðar fram í innheimtu þrátt fyrir fögur loforð um annað, daglegur rekstur heimilisins verður mjög erfiður og brátt ómögulegur. Fleiri og fleiri missa húsnæðið, fjárhagsvandinn leggst sem mara á sambönd fólks og fjölskyldur flosna upp. Þetta má ekki halda svona áfram. Við sem vinnum í stjórnmálum verðum að átta okkur sameiginlega á því að heimilin þola ekki meira. Við verðum að þora að viðurkenna að það er þörf á nýrri nálgun. Verður hlustað á okkur í haust?Framsókn lagði fyrir tveimur árum fram ítarlegar efnahagstillögur, þar á meðal tillögur um almenna skuldaniðurfellingu fyrir heimilin í landinu sem hefðu þá þegar getað snúið þessari þróun við. Á þær tillögur var ekki hlustað, reyndar voru þær barðar niður með offorsi af vinstri flokkunum. Skýrslan um endurreisn bankanna sem kom út í vor sýndi hins vegar að svigrúmið var til staðar en meðvituð ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafa njóta þess í stað heimilanna. Þetta má ekki gerast aftur. Framsókn mun á komandi þingi leggja krafta sína í að berjast fyrir aðgerðum í efnahagsmálum sem geta, verði á okkur hlustað í þetta sinn, snúið þróuninni við og gert fólki kleift að ná endum saman á ný. Við höfum þegar lagt fram á þingi ítarlegar tillögur um sókn í atvinnumálum, því heimilin munu ekki losna úr álögum skulda nema ráðist verði í markvissa atvinnuuppbyggingu. En sókn í atvinnumálum verður að fylgja stöðugleiki í efnahagsmálum svo hagur heimila og fyrirtækja nái að dafna og vaxa. Þetta tvennt er forsenda þess velferðarsamfélags sem við viljum og verðum að byggja upp á nýjan leik. Vinna, vöxtur, velferð. Það er leiðin út úr vandanum. Eina leiðin.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun