Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. ágúst 2011 07:00 Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo sem keypt hefur jörðina. Með þeim er Ragnar Benediktsson. Mynd/Úr einkasafni Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár. Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár.
Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira