Verður þá enginn fiskur veiddur meir? Ólína Þorvarðardóttir skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns takmörkun á nýtingarrétti útgerðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögninni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda". Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávarauðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frumvarpsins á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu Landsbankans vega augljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þáttur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimildaÍ fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veðsetningu aflaheimilda, sem vissulega er gert ráð fyrir í frumvarpinu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefnilega þannig til að veðsetning aflaheimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar." (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Landsbankans á því hvernig brot á þessum lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíðina. Bankinn viðurkennir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síðustu árum hafi að „langstærstum hluta" byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsettum skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrirtækjanna" segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjármálahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftirspurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarnir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetningu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reiknað það út að fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði greinin á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 milljörðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendurEin meginástæða þess að Landsbankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bankans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bankans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á aflheimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi". Bankinn gefur sér sumsé að engin endurúthlutun muni eiga sér stað á aflaheimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun", fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núverandi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjármálastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leikreglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlotist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagnrýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns takmörkun á nýtingarrétti útgerðarinnar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögninni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda". Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávarauðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frumvarpsins á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu Landsbankans vega augljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þáttur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimildaÍ fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veðsetningu aflaheimilda, sem vissulega er gert ráð fyrir í frumvarpinu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefnilega þannig til að veðsetning aflaheimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar." (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Landsbankans á því hvernig brot á þessum lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíðina. Bankinn viðurkennir að verðmæti þeirra eigna sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síðustu árum hafi að „langstærstum hluta" byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsettum skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrirtækjanna" segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjármálahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftirspurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarnir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetningu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reiknað það út að fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði greinin á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 milljörðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendurEin meginástæða þess að Landsbankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bankans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bankans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á aflheimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi". Bankinn gefur sér sumsé að engin endurúthlutun muni eiga sér stað á aflaheimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun", fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núverandi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjármálastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leikreglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlotist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagnrýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar