Styðjum kennara við að breyta Jón Þór Ólafsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einn mest verðlaunaði kennari Bandaríkjanna, John Taylor Gatto, útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skólakennarinn“ hvaða lexíur þetta rótgróna prússneska skipulag kenndi nemendum í raun og veru. Ræðuna flutti hann þegar hann tók við verðlaunum sem besti kennari ársins í New York-fylki. Verðlaunin og árangur nemenda sinna tileinkaði hann mótaðgerðum sem hann beitti til að forða nemendum sínum að nokkru leyti frá skaðsemi kerfisins. Hann hóf ræðuna á þessum orðum: „Ykkur er frjálst að líta á þessar lexíur eins og ykkur sýnist, en trúið mér þegar ég segi að þessari kynningu er ekki ætlað að vera kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég kenni, þetta er það sem þið borgið mér fyrir að kenna. Dragið ykkar eigin lærdóm af því.“ „Fyrsta lexían sem ég kenni er ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum leiðir ítarleg athugun á námsskrá í ljós bæði skort á samhengi og fjölda innri mótsagna. Tilgangur, en ekki samhengislausar staðreyndir, er það sem geðheilar manneskjur leita að.“ „Önnur lexían sem ég kenni er bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að fá nemendur til að láta sér vel líka að vera lokuð inni með öðrum börnum eða að minnsta kosti láta það yfir sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er sú að allir eiga heima á sínum stað í valdapýramídanum.“ „Þriðja lexían sem ég kenni er áhugaleysi. Ég geri þetta með því að krefjast þess að börnin sökkvi sér niður í lexíurnar mínar en þegar bjallan hringir krefst ég þess að þau hætti undir eins. Þau verða að slökkva og kveikja á sér eins og ljósrofa. Út- og innhringingar bólusetja hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“ „Fjórða lexían sem ég kenni er tilfinningalegt ósjálfstæði. Með stjörnum og fýlukörlum, verðlaunum, hrósi og skömmum, kenni ég börnum að láta vilja sinn af hendi til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem er má úthluta eða svipta börnin réttindum, og það án áfrýjunar, af því að réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum, ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“ „Fimmta lexían sem ég kenni er vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“ börnin hugsa það sem ég set þeim fyrir með lágmarks mótþróa og sýna viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru til margreyndar aðferðir til að brjóta vilja þeirra sem streitast á móti. Gott fólk bíður eftir sérfræðingum til að segja sér hvað skal gera. Þetta er mikilvægasta lexían sem ég kenni.“ „Sjötta lexían sem ég kenni er skammtað sjálfsálit. Ég kenni að sjálfsvirðing krakka skuli vera háð áliti sérfræðinga. Lexía prófa og einkunna er að börn skuli ekki treysta sjálfum sér eða foreldrum sínum, í staðinn skulu þau setja traust sitt á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk verður að heyra það frá öðrum hvers virði það er.“ „Sjöunda lexían sem ég kenni er að maður getur sig hvergi falið. Tilgangur stöðugs eftirlits og að meina börnum tíma með sjálfum sér er sá að kenna að engum sé hægt að treysta, að einkalíf sé ekki réttlætanlegt. Fylgjast verður grannt með börnum ef þú vilt hafa samfélag undir þröngskorðaðri miðstýringu.“ Það eru til mörg skipulög á námi barna og unglinga sem gera kennurum og nemendum auðveldara og ánægjulegra að öðlast menntun og þroska. Hættum að berja á kennurum og sameinumst um að breyta kerfinu. Styðjum kennara sem skilja og vilja innleiða betra skipulag í skólum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einn mest verðlaunaði kennari Bandaríkjanna, John Taylor Gatto, útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skólakennarinn“ hvaða lexíur þetta rótgróna prússneska skipulag kenndi nemendum í raun og veru. Ræðuna flutti hann þegar hann tók við verðlaunum sem besti kennari ársins í New York-fylki. Verðlaunin og árangur nemenda sinna tileinkaði hann mótaðgerðum sem hann beitti til að forða nemendum sínum að nokkru leyti frá skaðsemi kerfisins. Hann hóf ræðuna á þessum orðum: „Ykkur er frjálst að líta á þessar lexíur eins og ykkur sýnist, en trúið mér þegar ég segi að þessari kynningu er ekki ætlað að vera kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég kenni, þetta er það sem þið borgið mér fyrir að kenna. Dragið ykkar eigin lærdóm af því.“ „Fyrsta lexían sem ég kenni er ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum leiðir ítarleg athugun á námsskrá í ljós bæði skort á samhengi og fjölda innri mótsagna. Tilgangur, en ekki samhengislausar staðreyndir, er það sem geðheilar manneskjur leita að.“ „Önnur lexían sem ég kenni er bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að fá nemendur til að láta sér vel líka að vera lokuð inni með öðrum börnum eða að minnsta kosti láta það yfir sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er sú að allir eiga heima á sínum stað í valdapýramídanum.“ „Þriðja lexían sem ég kenni er áhugaleysi. Ég geri þetta með því að krefjast þess að börnin sökkvi sér niður í lexíurnar mínar en þegar bjallan hringir krefst ég þess að þau hætti undir eins. Þau verða að slökkva og kveikja á sér eins og ljósrofa. Út- og innhringingar bólusetja hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“ „Fjórða lexían sem ég kenni er tilfinningalegt ósjálfstæði. Með stjörnum og fýlukörlum, verðlaunum, hrósi og skömmum, kenni ég börnum að láta vilja sinn af hendi til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem er má úthluta eða svipta börnin réttindum, og það án áfrýjunar, af því að réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum, ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“ „Fimmta lexían sem ég kenni er vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“ börnin hugsa það sem ég set þeim fyrir með lágmarks mótþróa og sýna viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru til margreyndar aðferðir til að brjóta vilja þeirra sem streitast á móti. Gott fólk bíður eftir sérfræðingum til að segja sér hvað skal gera. Þetta er mikilvægasta lexían sem ég kenni.“ „Sjötta lexían sem ég kenni er skammtað sjálfsálit. Ég kenni að sjálfsvirðing krakka skuli vera háð áliti sérfræðinga. Lexía prófa og einkunna er að börn skuli ekki treysta sjálfum sér eða foreldrum sínum, í staðinn skulu þau setja traust sitt á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk verður að heyra það frá öðrum hvers virði það er.“ „Sjöunda lexían sem ég kenni er að maður getur sig hvergi falið. Tilgangur stöðugs eftirlits og að meina börnum tíma með sjálfum sér er sá að kenna að engum sé hægt að treysta, að einkalíf sé ekki réttlætanlegt. Fylgjast verður grannt með börnum ef þú vilt hafa samfélag undir þröngskorðaðri miðstýringu.“ Það eru til mörg skipulög á námi barna og unglinga sem gera kennurum og nemendum auðveldara og ánægjulegra að öðlast menntun og þroska. Hættum að berja á kennurum og sameinumst um að breyta kerfinu. Styðjum kennara sem skilja og vilja innleiða betra skipulag í skólum landsins.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun