Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn 16. september 2011 06:00 Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðanir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa!
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun