Um Grímsstaði og vald ráðherra Róbert R. Spanó skrifar 19. september 2011 20:23 I. Lög og pólitíkAð undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu. Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin. Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar. III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við. Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin: Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu? Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína. Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
I. Lög og pólitíkAð undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu. Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin. Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar. III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við. Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin: Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu? Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína. Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun