Einkasala, einhliða viðskiptahættir, reykur, speglar og slæður Þórólfur Matthíasson skrifar 22. september 2011 06:00 Gouda-ostar eru kenndir við borgina Gouda í Suður-Hollandi og hafa verið í framleiðslu frá því fyrir 1667 en það ár var lagður sérstakur söluskattur á þessa ostategund. Tekjurnar voru notaðar til að fjármagna húsnæði fyrir ostamarkaðinn í Gouda og til að greiða kostnað löggiltra vigtarmanna auk annars. Úrval Gouda osta hér og þarÍ Hollandi er hægt að fá mikið úrval ungra Gouda-osta og Gouda-osta sem hafa fengið að eldast og þroskast, frá mörgum framleiðendum, innflutta og innlenda. Gouda er ekki skrásett vörumerki, en hollenskir framleiðendur merkja vöru sína upprunalandinu með áberandi hætti, enda telja flestir Hollendingar að hollenskur Gouda-ostur beri af öðrum Gouda-osti, rétt eins og flestir Íslendingar telja að íslenskt lambakjöt beri af öðru lambakjöti. Mjólkursamsalan mun nýbyrjuð að flytja íslenskan Gouda-ost til Hollands. Á Íslandi er hægt að fá íslenskan ungan Gouda-ost, mis fitumikinn. Hollenskur Gouda hefur fengist af og til á „ofur" verði. Innflutningur á íslenskum Gouda-osti til Hollands eykur fjölbreytni Gouda-ostaframboðs þar í landi agnarögn. Innflutningur á hollenskum Gouda-ostum til Íslands gæti aukið fjölbreytni í Gouda-ostaframboði á Íslandi svo til byltingar mætti telja. Innflutningsgjöld og heildsöluverðÁstæða þeirrar einstefnu sem er ríkjandi í verslun með Gouda-ost milli Íslands og Hollands er ekki yfirburðabragðgæði íslenska Gouda-ostsins; íslenskir ostameistarar hafa álíka margra áratuga reynslu af framleiðslunni og hollenskir starfsbræður þeirra hafa margra alda reynslu. Hollensku ostameistararnir framleiða mun fleiri afbrigði af ostinum en þeir íslensku. Ástæða einstefnunnar í versluninni eru þau ójöfnu innflutningstollakjör sem innflytjendur annars vegar í Hollandi og hins vegar á Íslandi standa frammi fyrir. Ungur hollenskur Gouda-ostur kostar 1.163 krónur kílóið án virðisaukaskatts hjá vefversluninni goudacheeseshop.com í Hollandi. Upplýsingar um heildsöluverð liggja ekki á lausu. Svonefnd grænmetisnefnd landbúnaðarráðuneytisins upplýsti að smásöluálagning á Íslandi og Noregi og Danmörku á grænmeti væri um 30-50%, hæst á viðkvæmustu vöruflokkunum, lægst á kartöflum. Ostur og kartöflur gera svipaðar kröfur til kælingar og umhyggju í flutningi. Hér verður því gengið út frá að smásöluálagning á Gouda-osti á Íslandi og í Hollandi sé 30%. Heildsöluverð hollensks Gouda-osts í gámi við skipshlið gæti því verið um 900 krónur á kíló. Flutningur til Íslands hækkar kostnaðarverð upp í 990 krónur. Tollur er 430 krónur á kíló að viðbættum 30% verðmætistolli. Kostnaðarverð innflytjanda yrði því 1.717 krónur á kíló. Ofan á það þyrfti svo að bætast 30% álagning smásalans og 10-20% álagning innflytjandans. Smásöluverð án virðisaukaskatts væri þá orðið 2.455 krónur á kíló. Væri innflutningur tollfrjáls yrði kílóverðið um 1.000 krónum lægra á Íslandi, eða 1.415 krónur. Til samanburðar er heildsöluverð Mjólkursamsölunnar um 1.100 krónur kílóið án virðisaukaskatts. MS í HollandiÁætla má skilaverð til Mjólkursamsölunnar vegna útflutningsins til Hollands með sömu forsendum. Hollenskir neytendur eru þekktir af að vera meðal kröfuhörðustu neytenda í Evrópu. Verðmeðvitund er sterk, svo sterk að sumir segja þá níska. Mjólkursamsalan hlýtur því að leggja áherslu á verð fremur en gæði í markaðsfærslu sinni á Gouda-osti í Hollandi. Það geta þeir gert með því að einbeita sér að stofnanamarkaði fremur en smásölumarkaðnum og bjóða hótelum, skólaeldhúsum, fangelsum og öðrum stórum kaupendum ost á hagstæðara verði en hollenskir framleiðendur myndu gera. Það þýðir að heildsöluverð MS í Hollandi þyrfti að vera segjum 5% lægra en 900 krónur. Gerum ráð fyrir sama kostnaði við flutning frá Íslandi og til Íslands (90 krónur á kíló). Innflutningstollar til Hollands á Gouda-osti eru 1,51 evra á kíló, nema útflutningur sé innan umsaminna tollfrelsismarka. Skilaverð til MS væri þá um 765 krónur á kíló meðan fyrirtækið heldur útflutningsmagni innan tollfrelsismarkanna. Skilaverð yrði um 500 krónur á kíló ef farið er út fyrir tollfrelsismörkin. Mjólkursamsalan virðist ekki hafa áhuga á að flytja Gouda-ost út upp á þau býti. Miklu hærra verð til íslenskra neytendaÚtreikningarnir hér að ofan sýna að eigendur MS selja hollenskum neytendum Gouda-ost á allt að 350 krónum lægra verði á kíló en íslenskum neytendum. Eigendur MS komast upp með þetta í krafti einkasölustöðu sinnar á Íslandi. Ef eðlilegir verslunarhættir tíðkuðust í úrvinnslugreinum landbúnaðar myndi verð á íslenskum Gouda-osti líklega lækka niður í 750-800 krónur kílóið. Hollendingar ættu að eiga þess kost að flytja inn nokkur tonn af Gouda-osti innan tollfrelsismarka til Íslands. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur, með einhverjum furðulegum hætti, tekist að koma málum svo að gjöld til ríkissjóðs vegna innflutnings innan „tollfrelsiskvóta" eru hærri en gjöld vegna innflutings utan þess kvóta! Fyrir það hefur hann fengið ákúrur frá Umboðsmanni Alþingis. Framkvæmdin er þó enn óbreytt. Nokkrar ályktanirÍ fyrsta lagi kemur tollverndin á Íslandi algjörlega í veg fyrir að óbrjálaður innflytjandi leggi innflutning á Gouda-osti á sig. Í öðru lagi myndi tæpast nokkur grundvöllur vera fyrir útflutningi á íslenskum Gouda-osti til Hollands ef hollensk stjórnvöld beittu valdi sínu með svipuðum hætti og íslenski sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann. Í þriðja lagi myndi innflutningur á hollenskum Gouda-osti varla kippa fótum undan innlendri framleiðslu, Mjólkursamsalan virðast fá sinn kostnað vegna framleiðslu á Gouda-osti til baka nái fyrirtækið skilaverði upp á 765 krónur á kíló. Í fjórða lagi munu íslenskir framleiðendur njóta verulegrar fjarlægðarverndar gagnvart erlendum framleiðendum jafnvel þótt allir tollar yrðu niður felldir: Íslenskur smásali gæti fengið hollenskan Gouda frá innflytjanda á um 1.400 krónur kílóið, MS býður það nú á 1.100 krónur kílóið en gæti lækkað sig niður í 765 krónur ef þörf krefði (t.d. ef ódýrari Gouda-ostur yrði fluttur inn frá öðrum löndum en Hollandi). Í fimmta lagi myndi Mjólkursamsalan enn vera vel samkeppnisfær innanlands gagnvart hollenskum Gouda-osti jafnvel þó gengi krónunnar styrktist um 20-30%. Í sjötta lagi myndi innlend samkeppni í framleiðslu á Gouda-osti líklega lækka verð á þeirri vöru um allt að 30%. Hvað hræðast menn?Sú spurning sem vaknar eftir þessa yfirferð er þessi: Við hvað eru þeir hræddir sem leggjast gegn lækkun innflutningstolla á landbúnaðarafurðum og eðlilegri framkvæmd tollfrelsissamninga hér á landi? Getur verið að þeir trúi ekki eigin orðum um gæði íslenskrar framleiðslu? Að þau orð séu bara reykur, speglar og slæður að hætti sjónhverfingamanna? Eða eru þeir hræddir um að nokkrir hollenskir ostar muni velta einkasöluveldi afurðastöðvanna? Eru þeir hræddir um að neyðast til að selja íslenskum neytendum ost á eðlilegu verði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Gouda-ostar eru kenndir við borgina Gouda í Suður-Hollandi og hafa verið í framleiðslu frá því fyrir 1667 en það ár var lagður sérstakur söluskattur á þessa ostategund. Tekjurnar voru notaðar til að fjármagna húsnæði fyrir ostamarkaðinn í Gouda og til að greiða kostnað löggiltra vigtarmanna auk annars. Úrval Gouda osta hér og þarÍ Hollandi er hægt að fá mikið úrval ungra Gouda-osta og Gouda-osta sem hafa fengið að eldast og þroskast, frá mörgum framleiðendum, innflutta og innlenda. Gouda er ekki skrásett vörumerki, en hollenskir framleiðendur merkja vöru sína upprunalandinu með áberandi hætti, enda telja flestir Hollendingar að hollenskur Gouda-ostur beri af öðrum Gouda-osti, rétt eins og flestir Íslendingar telja að íslenskt lambakjöt beri af öðru lambakjöti. Mjólkursamsalan mun nýbyrjuð að flytja íslenskan Gouda-ost til Hollands. Á Íslandi er hægt að fá íslenskan ungan Gouda-ost, mis fitumikinn. Hollenskur Gouda hefur fengist af og til á „ofur" verði. Innflutningur á íslenskum Gouda-osti til Hollands eykur fjölbreytni Gouda-ostaframboðs þar í landi agnarögn. Innflutningur á hollenskum Gouda-ostum til Íslands gæti aukið fjölbreytni í Gouda-ostaframboði á Íslandi svo til byltingar mætti telja. Innflutningsgjöld og heildsöluverðÁstæða þeirrar einstefnu sem er ríkjandi í verslun með Gouda-ost milli Íslands og Hollands er ekki yfirburðabragðgæði íslenska Gouda-ostsins; íslenskir ostameistarar hafa álíka margra áratuga reynslu af framleiðslunni og hollenskir starfsbræður þeirra hafa margra alda reynslu. Hollensku ostameistararnir framleiða mun fleiri afbrigði af ostinum en þeir íslensku. Ástæða einstefnunnar í versluninni eru þau ójöfnu innflutningstollakjör sem innflytjendur annars vegar í Hollandi og hins vegar á Íslandi standa frammi fyrir. Ungur hollenskur Gouda-ostur kostar 1.163 krónur kílóið án virðisaukaskatts hjá vefversluninni goudacheeseshop.com í Hollandi. Upplýsingar um heildsöluverð liggja ekki á lausu. Svonefnd grænmetisnefnd landbúnaðarráðuneytisins upplýsti að smásöluálagning á Íslandi og Noregi og Danmörku á grænmeti væri um 30-50%, hæst á viðkvæmustu vöruflokkunum, lægst á kartöflum. Ostur og kartöflur gera svipaðar kröfur til kælingar og umhyggju í flutningi. Hér verður því gengið út frá að smásöluálagning á Gouda-osti á Íslandi og í Hollandi sé 30%. Heildsöluverð hollensks Gouda-osts í gámi við skipshlið gæti því verið um 900 krónur á kíló. Flutningur til Íslands hækkar kostnaðarverð upp í 990 krónur. Tollur er 430 krónur á kíló að viðbættum 30% verðmætistolli. Kostnaðarverð innflytjanda yrði því 1.717 krónur á kíló. Ofan á það þyrfti svo að bætast 30% álagning smásalans og 10-20% álagning innflytjandans. Smásöluverð án virðisaukaskatts væri þá orðið 2.455 krónur á kíló. Væri innflutningur tollfrjáls yrði kílóverðið um 1.000 krónum lægra á Íslandi, eða 1.415 krónur. Til samanburðar er heildsöluverð Mjólkursamsölunnar um 1.100 krónur kílóið án virðisaukaskatts. MS í HollandiÁætla má skilaverð til Mjólkursamsölunnar vegna útflutningsins til Hollands með sömu forsendum. Hollenskir neytendur eru þekktir af að vera meðal kröfuhörðustu neytenda í Evrópu. Verðmeðvitund er sterk, svo sterk að sumir segja þá níska. Mjólkursamsalan hlýtur því að leggja áherslu á verð fremur en gæði í markaðsfærslu sinni á Gouda-osti í Hollandi. Það geta þeir gert með því að einbeita sér að stofnanamarkaði fremur en smásölumarkaðnum og bjóða hótelum, skólaeldhúsum, fangelsum og öðrum stórum kaupendum ost á hagstæðara verði en hollenskir framleiðendur myndu gera. Það þýðir að heildsöluverð MS í Hollandi þyrfti að vera segjum 5% lægra en 900 krónur. Gerum ráð fyrir sama kostnaði við flutning frá Íslandi og til Íslands (90 krónur á kíló). Innflutningstollar til Hollands á Gouda-osti eru 1,51 evra á kíló, nema útflutningur sé innan umsaminna tollfrelsismarka. Skilaverð til MS væri þá um 765 krónur á kíló meðan fyrirtækið heldur útflutningsmagni innan tollfrelsismarkanna. Skilaverð yrði um 500 krónur á kíló ef farið er út fyrir tollfrelsismörkin. Mjólkursamsalan virðist ekki hafa áhuga á að flytja Gouda-ost út upp á þau býti. Miklu hærra verð til íslenskra neytendaÚtreikningarnir hér að ofan sýna að eigendur MS selja hollenskum neytendum Gouda-ost á allt að 350 krónum lægra verði á kíló en íslenskum neytendum. Eigendur MS komast upp með þetta í krafti einkasölustöðu sinnar á Íslandi. Ef eðlilegir verslunarhættir tíðkuðust í úrvinnslugreinum landbúnaðar myndi verð á íslenskum Gouda-osti líklega lækka niður í 750-800 krónur kílóið. Hollendingar ættu að eiga þess kost að flytja inn nokkur tonn af Gouda-osti innan tollfrelsismarka til Íslands. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur, með einhverjum furðulegum hætti, tekist að koma málum svo að gjöld til ríkissjóðs vegna innflutnings innan „tollfrelsiskvóta" eru hærri en gjöld vegna innflutings utan þess kvóta! Fyrir það hefur hann fengið ákúrur frá Umboðsmanni Alþingis. Framkvæmdin er þó enn óbreytt. Nokkrar ályktanirÍ fyrsta lagi kemur tollverndin á Íslandi algjörlega í veg fyrir að óbrjálaður innflytjandi leggi innflutning á Gouda-osti á sig. Í öðru lagi myndi tæpast nokkur grundvöllur vera fyrir útflutningi á íslenskum Gouda-osti til Hollands ef hollensk stjórnvöld beittu valdi sínu með svipuðum hætti og íslenski sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann. Í þriðja lagi myndi innflutningur á hollenskum Gouda-osti varla kippa fótum undan innlendri framleiðslu, Mjólkursamsalan virðast fá sinn kostnað vegna framleiðslu á Gouda-osti til baka nái fyrirtækið skilaverði upp á 765 krónur á kíló. Í fjórða lagi munu íslenskir framleiðendur njóta verulegrar fjarlægðarverndar gagnvart erlendum framleiðendum jafnvel þótt allir tollar yrðu niður felldir: Íslenskur smásali gæti fengið hollenskan Gouda frá innflytjanda á um 1.400 krónur kílóið, MS býður það nú á 1.100 krónur kílóið en gæti lækkað sig niður í 765 krónur ef þörf krefði (t.d. ef ódýrari Gouda-ostur yrði fluttur inn frá öðrum löndum en Hollandi). Í fimmta lagi myndi Mjólkursamsalan enn vera vel samkeppnisfær innanlands gagnvart hollenskum Gouda-osti jafnvel þó gengi krónunnar styrktist um 20-30%. Í sjötta lagi myndi innlend samkeppni í framleiðslu á Gouda-osti líklega lækka verð á þeirri vöru um allt að 30%. Hvað hræðast menn?Sú spurning sem vaknar eftir þessa yfirferð er þessi: Við hvað eru þeir hræddir sem leggjast gegn lækkun innflutningstolla á landbúnaðarafurðum og eðlilegri framkvæmd tollfrelsissamninga hér á landi? Getur verið að þeir trúi ekki eigin orðum um gæði íslenskrar framleiðslu? Að þau orð séu bara reykur, speglar og slæður að hætti sjónhverfingamanna? Eða eru þeir hræddir um að nokkrir hollenskir ostar muni velta einkasöluveldi afurðastöðvanna? Eru þeir hræddir um að neyðast til að selja íslenskum neytendum ost á eðlilegu verði?
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun