Gunnar Nelson mætir ríkjandi Evrópumeistara í fyrstu glímu Kristján Hjálmarsson skrifar 24. september 2011 08:00 Gunnar kom til Nottingham á fimmtudag. Faðir hans og tveir félagar úr Mjölni eru með í för. Fréttablaðið/stefán Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk. Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk.
Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira