„Skynsami“ Guðni 29. september 2011 06:00 Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 17. september sl. Þar talar Guðni um Evrópusambandið og vill ýmist telja lesendum trú um að fyrirbærið sé fyrirtæki, stjórnmálaflokkur eða ríki. Þar kemur hann einnig fram sem talsmaður félagsskapar sem kennir sig við hugtakið skynsemi. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér hvar skynsemi í jafn ruglingslegum og kolröngum tilfinningaskrifum ráðherrans fyrrverandi liggi. Ég ber fulla virðingu fyrir skoðun Guðna en verð að setja spurningamerki við rangar upplýsingar hans sem eru beinlínis afvegaleiðandi fyrir fólk sem les blaðið. Það er sorglegt að fyrrverandi ráðherra skuli koma sér fyrir í skotgröf, kasta reyksprengjum sínum og hvetja almenning á Íslandi til að mynda sér tvípóla stríðsskoðun á aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Það er löngu afþakkað af almenningi að ræða málin eins og Guðni gerir með löngu úreltum grýlusögum jafn mikið og það er óþarfi að ræða um sambandið sem eitthvert himnaríki. Nýjustu skoðanakannanir sýna að 2/3 hlutar þjóðarinnar vilja ljúka aðildarviðræðum. Í ljósi þess er umræða á plani Guðna Ágústssonar afþökkuð með öllu. Guðni kallar eftir því í greininni að fá að vita samningsmarkmið Íslands en talar í sömu grein um það að hann vilji ekki fá að greiða atkvæði um aðildarsamning. Hvaða áhugi er það hjá Guðna að fá að vita samningsmarkmið um samning sem hann vill ekki sjá né taka afstöðu til? Til upplýsingar fyrir Guðna þá verða samningsmarkmið Íslands öllum kunn þegar samningur liggur fyrir. Jafnvel skynsamur fyrrverandi ráðherra ætti að sjá að í diplómatískum samningaviðræðum yrði það talin miður góð samningatækni að opinbera samningsmarkmið sín áður en gengið er að samningaborði. Ég spyr því Guðna. Hvaða skynsemi (skynsemi.is) er það að vilja loka á þann rétt þjóðarinnar að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings að ESB? Er skynsemin fólgin í gömlum forsjárhyggjudraumum gamalla ráðherra? Er það skilgreind skynsemi að draga aðildarviðræður til baka þegar búið er að eyða miklu púðri og mikilli vinnu á undanförnum misserum (bæði af hendi Íslands og ESB) í að vinna sig að samningi fyrir þjóðina til að taka afstöðu um? Fyrir gagnrýnu víðsýnu fólki er aðeins skynsemi fólgin í því að klára lýðræðislega samþykkta aðildarumsókn til enda og koma þannig fram við aðrar þjóðir líkt og við viljum láta koma fram við okkur. Við stöndum vel á Íslandi í dag. Komið hefur verið upp hlutlausum upplýsingagáttum um aðildarumsóknina sem vert er að hvetja fólk til að kynna sér með opnum hug. Þegar samningaviðræður hefjast um mikilvæga kafla er mikilvægt að sýna þroska í umræðunni og halda öfgaskoðunum fyrir utan hana. Það eina sem mér finnst að allir ættu að sameinast um er að virða það svigrúm sem hver og einn kjósandi í landinu verður að fá til að mynda sína sjálfstæðu og upplýstu skoðun á þessu mikilvæga framtíðarmáli. Málefnið er ekki einfalt. Í því samhengi er nauðsynlegt að útiloka hamhleypur á borð við Guðna og leggjast fremur undir fávísisfeld að fyrirmynd John Rawls þar sem eftir stendur ákvörðun sem byggist á því sem best er fyrir mannlegt íslenskt samfélag en ekki „tilbúnum“ hagsmunum sem standa manni misnærri.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun