Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Börn og uppeldi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun