Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar 8. nóvember 2024 17:45 Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun