Versta mögulega niðurstaðan Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. október 2011 06:00 Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun