Sjálfsblekkingin um 2007 Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun