Einstök Íslandsveisla í Frankfurt Össur Skarphéðinsson skrifar 15. október 2011 09:00 Ísland er í heiðursæti á Bókamessunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska framlagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les. Þessi aðferð er í senn hrífandi og róandi. Kryddið við myndir af lesandi fólki er gamlar hálfrökkvaðar íslenskar stofur með fjölskylduljósmyndum uppi á vegg, gömlum sófum þar sem gestir sitja og horfa á lesturinn, og bókaveggjum. Kirsuberið á ísinn er hugmynd sem er fullkomlega andstæð lifandi lesurum á veggskjáum. Það er ferningslaga skáli þar sem íslenskt landslag rennur með nýrri tækni um útveggi, flæðir niður innveggina og steypist eins og lifandi myndaflóð öfugu megin við þyngdaraflið um skálaloftið. Áhorfandinn þarf að gæta þess að missa ekki jafnvægið því upplifunin er eins og að fljúga á sýndarþotu gegnum landslag jökla, ólgu stórfljóta, brims og mannlífs. Bókmenningin og náttúruarfleifðin takast á og búa til gerjun og skapandi kraft í þeim sem horfir, og leiðir fram í skilningarvit þeirra með göldróttum hætti tvo frumkrafta sem hafa gegnum aldirnar mótað okkur sameiginlega: Tröllaukna hamfaranáttúru og sköpun í skriftum. "Einstök og brilljant” hönnunÍ þýskum stórblöðum er skrifað á forsíðum, að hugmyndin að baki skálanum sé einstök og brilljant. Ein forsíðan sló því upp að hugmyndin sem íslenski skálinn byggir á væri sú besta sem nokkurt gestaland í heiðurssæti hefði lagt fram. Önnur sagði að hönnun skálans væri sú einfaldasta og tærasta sem sést hefði á bókamessunni í áratugi. Sýningin er gríðarlegt framlag til að kynna það jákvæðasta í fari Íslands – með bókmenningu sem dráttarklár. Það hefur tekist með slíkum fádæmum að þessa dagana er íslenska menningin á öllum forsíðum, innblöðin full af viðtölum við rithöfunda og listamenn, og vefmiðlar litaðir að sama skapi. Mörg hundruð viðtöl hafa birst við rithöfunda og forsvarsmenn Sagenhaftes Islands, sem þýða má sem frábæra sagnalandið. Tugir annarra listviðburða sem dreifast um lengri tíma og sáldrast um allt Þýskaland tengjast líka þessari útrás íslenskrar menningar. Umfjöllunin mun halda áfram lengi á eftir. Þau sem hafa haldið kyndlinum lifandi eiga mikið hrós skilið fyrir þrautseigjuna við að halda heiðurssæti Íslands á lífi gegnum bankahrunið. Harðsnúið og samstætt liðStærðin á íslenska framlaginu speglast best í þeirri staðreynd að í tengslum við messuna eru gefnar út yfir 200 þýðingar á íslenskum bókum eða bókum um Ísland. Utanríkisráðherra er meðal verndara sýningarinnar, óformlega að minnsta kosti, og ég hef síðustu daga verið viðstaddur tugi atburða, sem renna lipurt frá morgni til kvölds, þar sem íslenskar bækur og höfundar eru kynntir. Allt gengur snurðulaust undir vökulu auga Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings, sem er framkvæmdastjóri Íslands á messunni. Hann hefur með sér harðsnúið og samstætt lið, miklu fámennara en fyrri stórþjóðir sem nutu sama heiðurssess og við á þessari messu, en nýtur vissulega liðsauka úr sendiráði okkar í Þýskalandi. Ekki má heldur gleyma framlagi þeirra sem bjuggu til hollvinabandalag um Ísland. Hollvinabandalagið og Halldór eiga sérstakt lof skilið fyrir dæmafáa hörku í peningaslætti úr einkageiranum hér í Þýskalandi. Hann reiddi af höndum ríflega 130 milljónir ofan á framlag ríkisstjórnarinnar. Þeir sem halda að Ísland eigi ekki vini í Evrópu þekkja ekki þel hinna þýsku. Þeim þykir undurvænt um Ísland, og gleðjast einlæglega yfir velgengni okkar á bókamessunni, og ekki síður hinu, að við urðum ekki hungurmorða á myrkum miðöldum. Stökkbretti inn á ný málsvæðiÞýska málsvæðið nær yfir hundrað milljón manns. Þar eru flestar bækur keyptar á haus utan Íslands, og Þjóðverjar eru menningar- og listaþjóð fram í þýska fingurgóma. Akurinn sem þarna er plægður fyrir Ísland er því frjór fyrirfram. Þegar áburður og önnur virkt í formi íslenskra rithöfunda og bóka er í hann borinn þá spretta grös. Það er því engin furða að kaup á íslenskum bókum í Þýskalandi slá nú öll met. Og af því ég er nú líka útflutningsráðherra gleður það mig mjög að kaup á samningsréttum á efni sem tengist íslensku bókunum rýkur út, enda er helmingur alls slíks sem selt er út úr Íslandi keyptur til Þýskalands. Þá er sagan ekki öll. Bókamessan í Frankfurt er líka stökkbretti út í annan heim handan Atlantsála. Ég var þannig fenginn til að opna sérstakan hátíðafund með Amazon Crossing, sprota af Amazon-netforlaginu sem við þekkjum öll. Þar tilkynnti fyrirtækið að það hefði ákveðið tíu íslenskar bækur til að þýða á ensku og selja um öfluga farvegi netforlagsins. Ísland á eftir að njóta þessa stórmerkilega framtaks um áraraðir í formi meiri vildar gagnvart íslenskum vörum, landinu, þjóðinni, auk þess sem bókamessan mun hrinda af stað nýrri innrás þýskra túrista til guðsvorslands. Þessum bókmenntalega trumbuslætti undir Íslandslagi verður svo framhaldið með því að Reykjavík er nú orðin bókmenningarborg Unesco, og var kynnt hér í morgun með pompi og prakt af Jóni Gnarr og hans liði. Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands færir utanríkisráðuneytið þeim öllum þakkarkoss sem hönd lögðu að verki, fólkinu sem nefnt er hér að ofan, og öllum hinum líka. Slík Íslandsveisla hefur aldrei fyrr verið haldin. Svo var hún líka hressilega styrkt af Evrópusambandinu án þess að nokkur nefndi aðlögun. Bestu þakkir fyrir góða menningarveislu. Skrifað í Frankfurt 14. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ísland er í heiðursæti á Bókamessunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska framlagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les. Þessi aðferð er í senn hrífandi og róandi. Kryddið við myndir af lesandi fólki er gamlar hálfrökkvaðar íslenskar stofur með fjölskylduljósmyndum uppi á vegg, gömlum sófum þar sem gestir sitja og horfa á lesturinn, og bókaveggjum. Kirsuberið á ísinn er hugmynd sem er fullkomlega andstæð lifandi lesurum á veggskjáum. Það er ferningslaga skáli þar sem íslenskt landslag rennur með nýrri tækni um útveggi, flæðir niður innveggina og steypist eins og lifandi myndaflóð öfugu megin við þyngdaraflið um skálaloftið. Áhorfandinn þarf að gæta þess að missa ekki jafnvægið því upplifunin er eins og að fljúga á sýndarþotu gegnum landslag jökla, ólgu stórfljóta, brims og mannlífs. Bókmenningin og náttúruarfleifðin takast á og búa til gerjun og skapandi kraft í þeim sem horfir, og leiðir fram í skilningarvit þeirra með göldróttum hætti tvo frumkrafta sem hafa gegnum aldirnar mótað okkur sameiginlega: Tröllaukna hamfaranáttúru og sköpun í skriftum. "Einstök og brilljant” hönnunÍ þýskum stórblöðum er skrifað á forsíðum, að hugmyndin að baki skálanum sé einstök og brilljant. Ein forsíðan sló því upp að hugmyndin sem íslenski skálinn byggir á væri sú besta sem nokkurt gestaland í heiðurssæti hefði lagt fram. Önnur sagði að hönnun skálans væri sú einfaldasta og tærasta sem sést hefði á bókamessunni í áratugi. Sýningin er gríðarlegt framlag til að kynna það jákvæðasta í fari Íslands – með bókmenningu sem dráttarklár. Það hefur tekist með slíkum fádæmum að þessa dagana er íslenska menningin á öllum forsíðum, innblöðin full af viðtölum við rithöfunda og listamenn, og vefmiðlar litaðir að sama skapi. Mörg hundruð viðtöl hafa birst við rithöfunda og forsvarsmenn Sagenhaftes Islands, sem þýða má sem frábæra sagnalandið. Tugir annarra listviðburða sem dreifast um lengri tíma og sáldrast um allt Þýskaland tengjast líka þessari útrás íslenskrar menningar. Umfjöllunin mun halda áfram lengi á eftir. Þau sem hafa haldið kyndlinum lifandi eiga mikið hrós skilið fyrir þrautseigjuna við að halda heiðurssæti Íslands á lífi gegnum bankahrunið. Harðsnúið og samstætt liðStærðin á íslenska framlaginu speglast best í þeirri staðreynd að í tengslum við messuna eru gefnar út yfir 200 þýðingar á íslenskum bókum eða bókum um Ísland. Utanríkisráðherra er meðal verndara sýningarinnar, óformlega að minnsta kosti, og ég hef síðustu daga verið viðstaddur tugi atburða, sem renna lipurt frá morgni til kvölds, þar sem íslenskar bækur og höfundar eru kynntir. Allt gengur snurðulaust undir vökulu auga Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings, sem er framkvæmdastjóri Íslands á messunni. Hann hefur með sér harðsnúið og samstætt lið, miklu fámennara en fyrri stórþjóðir sem nutu sama heiðurssess og við á þessari messu, en nýtur vissulega liðsauka úr sendiráði okkar í Þýskalandi. Ekki má heldur gleyma framlagi þeirra sem bjuggu til hollvinabandalag um Ísland. Hollvinabandalagið og Halldór eiga sérstakt lof skilið fyrir dæmafáa hörku í peningaslætti úr einkageiranum hér í Þýskalandi. Hann reiddi af höndum ríflega 130 milljónir ofan á framlag ríkisstjórnarinnar. Þeir sem halda að Ísland eigi ekki vini í Evrópu þekkja ekki þel hinna þýsku. Þeim þykir undurvænt um Ísland, og gleðjast einlæglega yfir velgengni okkar á bókamessunni, og ekki síður hinu, að við urðum ekki hungurmorða á myrkum miðöldum. Stökkbretti inn á ný málsvæðiÞýska málsvæðið nær yfir hundrað milljón manns. Þar eru flestar bækur keyptar á haus utan Íslands, og Þjóðverjar eru menningar- og listaþjóð fram í þýska fingurgóma. Akurinn sem þarna er plægður fyrir Ísland er því frjór fyrirfram. Þegar áburður og önnur virkt í formi íslenskra rithöfunda og bóka er í hann borinn þá spretta grös. Það er því engin furða að kaup á íslenskum bókum í Þýskalandi slá nú öll met. Og af því ég er nú líka útflutningsráðherra gleður það mig mjög að kaup á samningsréttum á efni sem tengist íslensku bókunum rýkur út, enda er helmingur alls slíks sem selt er út úr Íslandi keyptur til Þýskalands. Þá er sagan ekki öll. Bókamessan í Frankfurt er líka stökkbretti út í annan heim handan Atlantsála. Ég var þannig fenginn til að opna sérstakan hátíðafund með Amazon Crossing, sprota af Amazon-netforlaginu sem við þekkjum öll. Þar tilkynnti fyrirtækið að það hefði ákveðið tíu íslenskar bækur til að þýða á ensku og selja um öfluga farvegi netforlagsins. Ísland á eftir að njóta þessa stórmerkilega framtaks um áraraðir í formi meiri vildar gagnvart íslenskum vörum, landinu, þjóðinni, auk þess sem bókamessan mun hrinda af stað nýrri innrás þýskra túrista til guðsvorslands. Þessum bókmenntalega trumbuslætti undir Íslandslagi verður svo framhaldið með því að Reykjavík er nú orðin bókmenningarborg Unesco, og var kynnt hér í morgun með pompi og prakt af Jóni Gnarr og hans liði. Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands færir utanríkisráðuneytið þeim öllum þakkarkoss sem hönd lögðu að verki, fólkinu sem nefnt er hér að ofan, og öllum hinum líka. Slík Íslandsveisla hefur aldrei fyrr verið haldin. Svo var hún líka hressilega styrkt af Evrópusambandinu án þess að nokkur nefndi aðlögun. Bestu þakkir fyrir góða menningarveislu. Skrifað í Frankfurt 14. október.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun