Blóðrauðir reikningar SS? Þórólfur Matthíasson skrifar 20. október 2011 06:00 Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suðurlands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kindakjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutningi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kindakjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bændaSS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíðinni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaðurÍ ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstrarkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostnaður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sameiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöldÚtflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum beingreiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurðastöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytendaHvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er einföld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr innlendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 krónu tapi á hvert útflutt kíló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suðurlands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kindakjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutningi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kindakjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bændaSS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíðinni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaðurÍ ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstrarkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostnaður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sameiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöldÚtflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum beingreiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurðastöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytendaHvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er einföld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr innlendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 krónu tapi á hvert útflutt kíló.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun