Forsendur liggja fyrir - vilji er allt sem þarf Ólína Þorvarðardóttir skrifar 21. október 2011 16:00 Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Fiskveiðifrumvarp Jóns Bjarnasonar bíður nú frekari átekta eftir að fjölmargar athugasemdir hafa komið fram við frumvarpið í meðförum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins í sumar. Þó að margir umsagnaraðilar hafi lýst sig sammála markmiðum frumvarpsins gera allir verulegar athugasemdir við framsetningu þess og útfærslur. Á það jafnt við um þá sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum sem og stuðningsmenn áformaðra breytinga á núverandi kvótakerfi. Hörðustu andstæðingar frumvarpsins hafa gengið svo langt að segja að það eigi best heima í ruslakörfunni, það eigi að „rífa“, því skuli „fleygja“. Þeir sem þannig tala segjast vilja byrja alveg upp á nýtt „á forsendum samningsleiðarinnar“ eins og það er orðað af fulltrúum stjórnarandstöðu, LÍÚ og SAA. Er þar verið að vísa til niðurstöðu samráðsnefndarinnar sem stundum hefur verið kölluð „sáttanefndin“. Hún var skipuð hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og fulltrúum allra flokka og átti margra mánaða samráð á síðasta og þarsíðasta ári, í aðdraganda þess að frumvarpið var skrifað. Stöldrum nú aðeins við þessa kröfu að „byrja upp á nýtt“ á forsendum samráðsnefndarinnar. Nefndin varð sammála um eftirfarandi: 1. Að ekki yrði litið á aflaheimildir sem „eign“ útgerðarmanna heldur tímabundinn nýtingarrétt. 2. Að eignarréttur ríkisins á aflaheimildum væri skýr og ráðstöfun aflaheimilda skyldi því vera á ríkisins hendi. 3. Að gerðir skyldu tímabundnir nýtingarsamningar um afnot aflaheimilda gegn gjaldi og á forsendum skýrra skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila 4. Auk nýtingarsamninganna skyldi aflaheimildum skipt í svokallaða „potta“. Nú vill svo til að þetta eru þau fjögur atriði sem frumvarp Jóns Bjarnasonar byggir á. Þar er gert ráð fyrir eignar- og ráðstöfunarrétti ríkisins yfir aflaheimildum. Gert er ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum við útgerðina gegn gjaldi á grundvelli skilmála um réttindi og skyldur beggja aðila. Fiskveiðikerfinu er skipt í tvo hluta, annarsvegar nýtingarsamninga, hinsvegar svokallaða „potta“ þ.ám. leigupott, línuívilnun, strandveiðipott og byggðapott. Með öðrum orðum – frumvarpið er útfærsla á hinni svokölluðu samningsleið sem aðilar urðu ásáttir um að farin skyldi, eftir margra mánaða samráð við stjórnvöld. Þeir sem krefjast þess að byggt verði á niðurstöðu sáttanefndarinnar – samningsleiðinni – geta ekki í sama orðinu krafist þess að „byrjað sé upp á nýtt“. Niðurstaða sáttanefndarinnar er afrakstur mikillar vinnu sem leiddi til ákveðinnar niðurstöðu, og þar hlýtur útgangspunkturinn að vera. Grundvöllurinn liggur fyrir – annað er útfærsla. Eins og fram hefur komið höfum við Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á síðasta þingi, lagt fram ítarlegar tillögur að breytingum á útfærslu frumvarpsins. Í tillögum okkar felst mikil einföldun á kerfinu, m.a. frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum, að pottunum verði fækkað að mun og leigupotturinn stækkaður verulega, að opnuð verði gátt milli nýtingarsamninga og leigupotts, að allur fiskur verði boðinn um innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Við leggjum áherslu á að úthlutun aflaheimilda eigi sér stað á grundvelli jafnræðis og atvinnufrelsis, að verðmyndum aflaheimilda sé eðlileg og leikreglur skýrar. Grundvallaratriðin liggja fyrir – um þau hafa menn komið sér saman nú þegar. Eftirleikurinn er handavinna, því vilji er allt sem þarf.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun