Launajafnrétti kynjanna – barátta í hálfa öld Guðbjartur Hannesson skrifar 22. október 2011 06:00 Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967. Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.“ Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf, en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.“ Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%. Margt býr í þokunniÞað er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum. Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl. Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina. Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð yrði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum. Við náum árangriJafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun