Fastafylgi er ekki til Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2011 06:00 Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl. Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér. Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi. Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra. En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun. Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því. Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu. Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl. Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér. Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi. Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra. En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun. Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því. Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu. Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun