Frægðin að utan Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvað getur umheimurinn lært af fordæmi Íslands um það, hvernig á að vinna sig út úr kreppu, án þess að slíta í sundur samfélagsvefinn? Þetta var „milljóndollaraspurningin“, sem heimsfrægir hagfræðingar voru fengnir til að svara í Hörpunni (var hún ekki annars byggð fyrir Icesave-þýfið mestan part?) um daginn í kveðjuhófi IMF (AGS). Það vakti athygli mína, að hver og einn hinna heimsfrægu fann það helst til eftirbreytni, sem féll eins og flís við rass inn í fyrirfram mótaða mynd þeirra sjálfra um það, hvað bæri að gera og hvað ætti að forðast. Martin Wolf hjá Financial Times, klassískur breskur evruvafri (e. eurosceptic), hældi Íslendingum fyrir að halda sig utan ESB og hallmælti þeim, sem vilja sækja um aðild. Hjá Bretum hefur þokan yfir Ermarsundið löngum byrgt sýn. Nóbelshagfræðingurinn Krugman er á móti því, rétt eins og ég, að bjarga bönkum á kostnað skattgreiðenda (grísk-írska leiðin). Hann sagði það til fyrirmyndar, að íslensku bankarnir fóru á hausinn – og enginn fékk gert við því – af því að þeim var ekki viðbjargandi (og að „Þjóðverjar“ sátu uppi með 2/3 af skuldunum). Krugman virtist líka standa í þeirri trú, að „innri gengisfelling“ (lækkun launa og félagslegra útgjalda með handafli) à la Eistland/Lettland sé sársaukafyllri en gengisfelling gjaldmiðilsins à la Ísland, sem sannar það eitt, að jafnvel Nóbelsverðlaunahafar geta haft rangt fyrir sér, ef þá skortir réttar upplýsingar. Vinurinn – sem til vamms sagðiWillem Buiter (sá sem varaði íslensk stjórnvöld við yfirvofandi hruni snemma árs 2008 – án þess á hann væri hlustað) var sá eini, sem benti á, hvað læra mætti af mistökum Íslendinga við endurreisn bankakerfisins. Við hefðum átt að vista stökkbreytt og ókræf lán í innheimtustofnun ríkisins (e. bad bank), svo að hinir endurreistu bankar gætu gegnt hlutverki sínu, sem væri að lána fé til framkvæmda. Buiter sagði, að enn væri tími til að kippa þessu í liðinn með afskriftum á ónýtum lánum (e. toxic loans). Fyrr færi hagvaxtarvélin (sköpun starfa) ekki í gang. Þetta blífur reyndar sem helsta niðurstaða hófsins. Voruð þið að hlusta, Steingrímur og Árni Páll? En reyndar var það hið syfjulega gáfnaljós, hagfræðiprófessorinn við H.Í., Gylfi Zoëga, sem sló öllum hinum heimsfrægu við á lokasprettinum. Hann lagði smádæmi fyrir þá Wolf & Krugman og félaga – sem boðuðu patentlausnir – og viðbrögðin sýndu, að þeir féllu á prófinu. Hagfræði handa byrjendumGylfi sagði: Finnar búa við evru, en Svíar við krónu. Báðar komu þessar þjóðir hlutfallslega vel út úr kreppunni. Ályktun: Gjaldmiðillinn EINN og SÉR skiptir ekki ÖLLU máli um árangur í hagstjórn. Agi í ríkisfjármálum og fyrirhyggja í fjármálastjórn skiptir líka máli. Annað dæmi, sem leiðir til sömu niðurstöðu: Eistar búa við evru, en Íslendingar við (verðtryggingar)krónu. Báðar þjóðir fóru illa út úr kreppunni. En hvor er lengra komin á batavegi? Íslendingar (heimili og fyrirtæki) þjást enn af óleystum skuldavanda, veikum hagvexti og óvissu í gjaldmiðilsmálum. Eistar eru lausir við þessa kvilla, erlendar fjárfestingar streyma inn og hagvöxtur mældist 8,6% á fyrri hluta þessa árs. Ályktun: Patentlausnin – sjálfstæður gjaldmiðill, sem má gengisfella skv. pöntun sérhagsmunaaðila – dugar ekki einn og sér. Og Krugman má vita það, að gengisfelling gjaldmiðilsins er líka sársaukafullt meðal með miklum aukaverkunum fyrir skuldugt fólk. Jafnvel lífshættulegum. Það þarf annað og meira en patentlausnir. Það þarf þekkingu, reynslu, aga og fyrirhyggju. Og virðingu fyrir staðreyndum. Það er þetta, sem er af svo skornum skammti með vorri þjóð. Gylfi hafði rétt fyrir sér – og bar af öllum hinum. (Höf. las hagfræði við skóla Adams Smith fyrir hálfri öld)
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun