Jafnvægi í náttúrunni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Sjá meira
Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun