Úraræningjarnir eru þekktir glæpamenn 5. nóvember 2011 07:00 Úrin fundust vandlega falin innan klæðningar í bílnum sem átti að flytja þau úr landi. Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þrír mannanna stálu 49 úrum í vopnuðu ráni og er verðmæti þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórði maðurinn hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi, földu í Audi-bíl á breskum númerum sem hann hafði flutt til landsins með Norrænu. Hann vakti strax athygli tollvarða þegar þeir fóru yfir farþegalista Norrænu daginn áður en hún kom til landsins. Tollverðir ákváðu því að hafa tal af manninum og leita í bílnum. Ekkert fannst í honum, en fíkniefnaleitarhundar sýndu bílnum mikinn áhuga sem bendir til þess að fíkniefni hafi einhvern tímann verið í honum, að því er fram kemur á vefsíðu Tollstjóra. Maðurinn, sem var einn á ferð, var óöruggur í framkomu og skýringar hans á ferðalaginu voru ekki trúverðuglegar og var því ákveðið að fylgjast sérstaklega með honum þegar hann færi úr landi. Lögregla var einnig látin vita af ferðum hans. Audi-bifreiðin fannst síðan eftir að maðurinn hafði verið handtekinn á gistiheimili og hún haldlögð af lögreglu. Gerð var leit í henni með aðstoð tollvarða og fundu lögreglumenn þýfið falið innan klæðningar í henni.- jss Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þrír mannanna stálu 49 úrum í vopnuðu ráni og er verðmæti þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórði maðurinn hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi, földu í Audi-bíl á breskum númerum sem hann hafði flutt til landsins með Norrænu. Hann vakti strax athygli tollvarða þegar þeir fóru yfir farþegalista Norrænu daginn áður en hún kom til landsins. Tollverðir ákváðu því að hafa tal af manninum og leita í bílnum. Ekkert fannst í honum, en fíkniefnaleitarhundar sýndu bílnum mikinn áhuga sem bendir til þess að fíkniefni hafi einhvern tímann verið í honum, að því er fram kemur á vefsíðu Tollstjóra. Maðurinn, sem var einn á ferð, var óöruggur í framkomu og skýringar hans á ferðalaginu voru ekki trúverðuglegar og var því ákveðið að fylgjast sérstaklega með honum þegar hann færi úr landi. Lögregla var einnig látin vita af ferðum hans. Audi-bifreiðin fannst síðan eftir að maðurinn hafði verið handtekinn á gistiheimili og hún haldlögð af lögreglu. Gerð var leit í henni með aðstoð tollvarða og fundu lögreglumenn þýfið falið innan klæðningar í henni.- jss
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira