Duglegri að mæta á morgnana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 08:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar hér eftir að hún bætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur. Mynd/Anton Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dagana. Sex íþróttamenn settu Íslandsmetin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tvívegis Íslandsmetið í 50 metra baksundi og þau Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður einbeitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksundinu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingibjörgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjögur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábæran árangur. „Ég brosi næstu dagana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Sund Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dagana. Sex íþróttamenn settu Íslandsmetin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tvívegis Íslandsmetið í 50 metra baksundi og þau Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður einbeitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksundinu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingibjörgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjögur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábæran árangur. „Ég brosi næstu dagana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Sund Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira