Miskunn, vorkunn og verslun Pawel Bartoszek skrifar 9. desember 2011 06:00 Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta. Hugtakið að „verða af“ er stundum notað á ansi skapandi hátt. Til að „verða af“ einhverju þurfa menn eiginlega að hafa þurft að eiga verulega möguleika á að fá það á annað borð. Dæmi um rétta notkun: „Hóteleigandi varð af tekjum þegar læknaráðstefna féll niður í kjölfar goss.“ En undir hvaða kringumstæðum hefðu íslenskir kaupmenn átt að fá alla þessa erlendu veltu? Ef landið væri lokað fyrir erlendum vöruflutningum? Hvernig væri að reka verslun á Íslandi þá? Frjálsir vöruflutningar eru eðlilegt ástand, ekki óvæntur atburður sem veldur tapi. Verslun er verslun en ekki atvinnubótastarf. Það er ekki þar með sagt að við megum ekki að hugsa um annað en verð þegar við veljum okkur búð. Finnist einhverjum tilteknar bóka- eða tónlistarverslanir vera ómissandi er það hagur hans að tryggja áframhaldandi tilvist þeirra. Það verður best gert með því að versla við þær, allan ársins hring. Það er hagur fólks að hafa sem best framboð af vörum og þjónustu sem næst sér. Það er engin meðaumkunarverslun, heldur viðskipti með langtímasjónarmið í huga. Þegar kemur að því að ákveða hvort strauja eigi kortið innanlands eða utan væri í raun full ástæða til að hafa samúð með þeim sömu sjónarmiðum, og reyna fremur að versla innanlands þar sem blómleg innlend verslun væri okkur hagstæð til langframa. En auðvitað er búið að ákveða þetta fyrir okkur: Við skulum hafa samúð með þessum sjónarmiðum! Lögum samkvæmt. Innlend verslun er varin með tollagirðingum, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli gæta. Frá útlöndum má einungis flytja með sér vörur fyrir 65.000 kr. í einni ferð. Að auki eru ýmsar aðrar reglur í gildi, til dæmis er nammihámark, auk ákvæðis sem segir að enginn stakur hlutur megi kosta meira 32.500 kr. Það sjónarmið sem liggur til grundvallar seinasta lagaákvæðinu er væntanlega það að án þess væru lögin of stutt. En þá geta menn spurt, er ekki óeðlilegt að menn sanki að sér Tax-Free nótum erlendis og fái vaskinn endurgreiddan við brottför úr útlandinu, greiði engan vask við komu til landsins og fái þá vöruna nokkurn veginn skattfrjálsa? Jú, auðvitað er það algjör vitleysa. Þetta endurgreiðslukerfi kann ef til vill að vera rökrétt þegar um alvörufaginnflytjendur er að ræða. En þessir stimpla- og tollaleikir eru hlægilegir þegar um er að ræða neytanda sem treður nokkrum buxum og nammi í ferðatöskuna. „Sýna peysuna í Köben. Fá stimpil. Fá pening. Fela peysuna í Keflavík. Úps, þeir sáu peysuna. Þykjast hafa átt peysuna áður. Trúa ekki. Jæja. Borga pening.“ Stimpla- og tollaleikirnir eru auðvitað ein stór blekking. Fæstir labba samviskusamlega inn í rauða hliðið ef þeir eru ekki vissir um hvort þeir hafi skriðið yfir 65.000 krónurnar. Flestir reyna eðlilega að komast hjá því að greiða nokkuð, og tekst það vitanlega oftast. Tax-free er þannig ferðamannaafsláttur. „Veitum erlendum ferðamönnum afslátt en leggjum álag á okkar eigin þegna,“ er afstaða flestra ríkja. Svona er þetta. Menn lofsyngja lýðheilsu en reyna svo að pranga ódýru áfengi og sígarettum upp á hver annan á ferðalögum. Þetta er kjánalega mótsagnakennt. Ýmsu, þar með talið skattkerfinu, er beitt til að hvetja útlendinga til að versla á Íslandi og letja Íslendinga frá því að versla í útlöndum. Hættum því. Leyfum fólki að flytja vörur til einkanota á milli landa hömlulaust. Við getum gert það einhliða ef við viljum. Við getum líka leitað eftir gagnkvæmu samstarfi um slíkt við önnur lönd. Slíkt samstarf ku vera til. Og ef einhverjum finnst óeðlilega margir Íslendingar fara til útlanda að versla þá má velta því fyrir sér hvort fyrir því sé einhver góð ástæða. Önnur en sú að við séum illa uppalin neysludýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta. Hugtakið að „verða af“ er stundum notað á ansi skapandi hátt. Til að „verða af“ einhverju þurfa menn eiginlega að hafa þurft að eiga verulega möguleika á að fá það á annað borð. Dæmi um rétta notkun: „Hóteleigandi varð af tekjum þegar læknaráðstefna féll niður í kjölfar goss.“ En undir hvaða kringumstæðum hefðu íslenskir kaupmenn átt að fá alla þessa erlendu veltu? Ef landið væri lokað fyrir erlendum vöruflutningum? Hvernig væri að reka verslun á Íslandi þá? Frjálsir vöruflutningar eru eðlilegt ástand, ekki óvæntur atburður sem veldur tapi. Verslun er verslun en ekki atvinnubótastarf. Það er ekki þar með sagt að við megum ekki að hugsa um annað en verð þegar við veljum okkur búð. Finnist einhverjum tilteknar bóka- eða tónlistarverslanir vera ómissandi er það hagur hans að tryggja áframhaldandi tilvist þeirra. Það verður best gert með því að versla við þær, allan ársins hring. Það er hagur fólks að hafa sem best framboð af vörum og þjónustu sem næst sér. Það er engin meðaumkunarverslun, heldur viðskipti með langtímasjónarmið í huga. Þegar kemur að því að ákveða hvort strauja eigi kortið innanlands eða utan væri í raun full ástæða til að hafa samúð með þeim sömu sjónarmiðum, og reyna fremur að versla innanlands þar sem blómleg innlend verslun væri okkur hagstæð til langframa. En auðvitað er búið að ákveða þetta fyrir okkur: Við skulum hafa samúð með þessum sjónarmiðum! Lögum samkvæmt. Innlend verslun er varin með tollagirðingum, sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli gæta. Frá útlöndum má einungis flytja með sér vörur fyrir 65.000 kr. í einni ferð. Að auki eru ýmsar aðrar reglur í gildi, til dæmis er nammihámark, auk ákvæðis sem segir að enginn stakur hlutur megi kosta meira 32.500 kr. Það sjónarmið sem liggur til grundvallar seinasta lagaákvæðinu er væntanlega það að án þess væru lögin of stutt. En þá geta menn spurt, er ekki óeðlilegt að menn sanki að sér Tax-Free nótum erlendis og fái vaskinn endurgreiddan við brottför úr útlandinu, greiði engan vask við komu til landsins og fái þá vöruna nokkurn veginn skattfrjálsa? Jú, auðvitað er það algjör vitleysa. Þetta endurgreiðslukerfi kann ef til vill að vera rökrétt þegar um alvörufaginnflytjendur er að ræða. En þessir stimpla- og tollaleikir eru hlægilegir þegar um er að ræða neytanda sem treður nokkrum buxum og nammi í ferðatöskuna. „Sýna peysuna í Köben. Fá stimpil. Fá pening. Fela peysuna í Keflavík. Úps, þeir sáu peysuna. Þykjast hafa átt peysuna áður. Trúa ekki. Jæja. Borga pening.“ Stimpla- og tollaleikirnir eru auðvitað ein stór blekking. Fæstir labba samviskusamlega inn í rauða hliðið ef þeir eru ekki vissir um hvort þeir hafi skriðið yfir 65.000 krónurnar. Flestir reyna eðlilega að komast hjá því að greiða nokkuð, og tekst það vitanlega oftast. Tax-free er þannig ferðamannaafsláttur. „Veitum erlendum ferðamönnum afslátt en leggjum álag á okkar eigin þegna,“ er afstaða flestra ríkja. Svona er þetta. Menn lofsyngja lýðheilsu en reyna svo að pranga ódýru áfengi og sígarettum upp á hver annan á ferðalögum. Þetta er kjánalega mótsagnakennt. Ýmsu, þar með talið skattkerfinu, er beitt til að hvetja útlendinga til að versla á Íslandi og letja Íslendinga frá því að versla í útlöndum. Hættum því. Leyfum fólki að flytja vörur til einkanota á milli landa hömlulaust. Við getum gert það einhliða ef við viljum. Við getum líka leitað eftir gagnkvæmu samstarfi um slíkt við önnur lönd. Slíkt samstarf ku vera til. Og ef einhverjum finnst óeðlilega margir Íslendingar fara til útlanda að versla þá má velta því fyrir sér hvort fyrir því sé einhver góð ástæða. Önnur en sú að við séum illa uppalin neysludýr.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun