Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur lítið fengið að spila með Hoffenheim að undanförnu. Nordic Photos / Getty Images Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn. Hoffenheim leikur í kvöld gegn Augsburg á heimavelli í bikarkeppninni. Gylfi bindur vonir við að fá að spila en hann var ónotaður varamaður þegar Hoffenheim gerði 1-1 jafntefli við Herthu Berlín í deildinni um helgina. Hann hefur reyndar aðeins fengið að spila einn leik síðan í lok október. „Ég veit ekki hvort ég fæ að spila á morgun [í dag]. Við fáum að vita hvernig byrjunarliðið verður eftir létta morgunæfingu," segir Gylfi. „Það er auðvitað erfitt að fá ekki að spila alla leiki. En svona er þetta í fótboltanum. Maður verður bara að halda áfram og nýta þau tækifæri sem gefast." Betra að spila en að fá hrósHolger Stanislawski er þjálfari Hoffenheim og hefur þrátt fyrir allt hrósað Gylfa í þýskum fjölmiðlum að undanförnu. Sagt til að mynda að viðhorf hans væri til fyrirmyndar og að hann legði sig ávallt allan fram á æfingum. „Það er auðvitað jákvætt að heyra það en það sem mestu skiptir er að fá að spila. Ég er enn ungur og vil spila alla leiki. Ef ekki fer að horfa til betri vegar hér verð ég að taka mín mál til endurskoðunar," segir Gylfi en bætir þó við að hann sé ekki að íhuga að fara frá liðinu strax í janúar. „Það er rúmur mánuður síðan ég komst aftur á fullt eftir meiðslin í sumar og mér hefur gengið mjög vel á æfingum. Ég hef ekkert verið að velta fyrir mér hvort ég komist eitthvert annað í janúar – helst myndi ég vilja fá að spila sem mest hér. Vonandi gengur það eftir í næstu leikjum og eftir jól." Níu stig úr síðustu ellefu leikjumEftir að hafa unnið fjóra leiki í fyrstu sex umferðunum hefur Hoffenheim aðeins tekist að fá níu stig úr síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan um miðjan október. Leikmenn eru þó ekki farnir að missa þolinmæðina fyrir þjálfaranum að sögn Gylfa. „Ég veit svo sem ekki hvernig stjórnarmenn líta á þetta en við leikmenn eru nokkuð rólegir. Við höfum verið óheppnir og tapað mörgum stigum í lok leikja sem hefur haft mikið að segja," segir Gylfi en um helgina kom jöfnunarmark Herthu Berlín úr föstu leikatriði einmitt í uppbótartíma. Markaleysið hefur ekki áhrif á sjálfstraustiðGylfi Þór var markahæsti leikmaður Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra en á enn eftir að skora á þessu tímabili. Hann segist ekki missa svefn vegna þess. „Auðvitað pæli ég í því hvort ég sé að skora eða ekki en þetta hefur ekki haft áhrif á sjálfstraustið. Ég var lengi frá vegna meiðsla en hef ekki fengið að spila marga leiki í röð nema þegar ég kom fyrst til baka eftir meiðslin. Þá var ég ekki kominn í almennilega leikæfingu og náði ekki að nýta þau færi sem ég fékk. Stundum er það þannig – maður nýtir fjögur færi í röð og svo koma fjögur sem fara öll forgörðum. Ég veit að ef ég fæ að spila nokkra leiki í röð þá kemur þetta." Meiri Englendingur en ÞjóðverjiGylfi flutti ungur til Englands en hann samdi við Reading aðeins sextán ára gamall. Hann bjó þar í fimm ár en hefur verið í Þýskalandi undanfarna fimmtán mánuði. „Ég verð alltaf meiri Englendingur í mér en Þjóðverji, ég verð að viðurkenna það," sagði Gylfi. Hann er nú að flytja úr sveitaþorpinu Horrenberg til Heidelberg þar sem aðeins meira er um að vera öllu jöfnu. „Ég hef í raun verið úti í sveit og það verður fínt að komast í aðeins stærri bæ. Þýskan er öll að koma til og það kemur fyrir að maður veitir viðtal á þýsku," segir Gylfi. Hann neitar því ekki að hann horfir til þess að komast aftur til Englands. „Markmiðið nú er að komast aftur í liðið og fá að spila. Draumurinn er samt að komast aftur til Englands og ég held að ég fari aftur þangað þegar mínum tíma í Þýskalandi lýkur," segir hann en bætir við: „Ég mun þó aldrei sjá eftir því að hafa spilað í þýsku úrvalsdeildinni. Það var einstakt tækifæri. Ég hef svo lært nýtt tungumál og hef þar fyrir utan bætt mig heilmikið. Þó svo að ég hafi lítið fengið að að spila í vetur þá stóð ég mig vel á síðasta ári og ég veit að ég fæ tækifæri bráðlega." Þýski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Sjá meira
Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn. Hoffenheim leikur í kvöld gegn Augsburg á heimavelli í bikarkeppninni. Gylfi bindur vonir við að fá að spila en hann var ónotaður varamaður þegar Hoffenheim gerði 1-1 jafntefli við Herthu Berlín í deildinni um helgina. Hann hefur reyndar aðeins fengið að spila einn leik síðan í lok október. „Ég veit ekki hvort ég fæ að spila á morgun [í dag]. Við fáum að vita hvernig byrjunarliðið verður eftir létta morgunæfingu," segir Gylfi. „Það er auðvitað erfitt að fá ekki að spila alla leiki. En svona er þetta í fótboltanum. Maður verður bara að halda áfram og nýta þau tækifæri sem gefast." Betra að spila en að fá hrósHolger Stanislawski er þjálfari Hoffenheim og hefur þrátt fyrir allt hrósað Gylfa í þýskum fjölmiðlum að undanförnu. Sagt til að mynda að viðhorf hans væri til fyrirmyndar og að hann legði sig ávallt allan fram á æfingum. „Það er auðvitað jákvætt að heyra það en það sem mestu skiptir er að fá að spila. Ég er enn ungur og vil spila alla leiki. Ef ekki fer að horfa til betri vegar hér verð ég að taka mín mál til endurskoðunar," segir Gylfi en bætir þó við að hann sé ekki að íhuga að fara frá liðinu strax í janúar. „Það er rúmur mánuður síðan ég komst aftur á fullt eftir meiðslin í sumar og mér hefur gengið mjög vel á æfingum. Ég hef ekkert verið að velta fyrir mér hvort ég komist eitthvert annað í janúar – helst myndi ég vilja fá að spila sem mest hér. Vonandi gengur það eftir í næstu leikjum og eftir jól." Níu stig úr síðustu ellefu leikjumEftir að hafa unnið fjóra leiki í fyrstu sex umferðunum hefur Hoffenheim aðeins tekist að fá níu stig úr síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan um miðjan október. Leikmenn eru þó ekki farnir að missa þolinmæðina fyrir þjálfaranum að sögn Gylfa. „Ég veit svo sem ekki hvernig stjórnarmenn líta á þetta en við leikmenn eru nokkuð rólegir. Við höfum verið óheppnir og tapað mörgum stigum í lok leikja sem hefur haft mikið að segja," segir Gylfi en um helgina kom jöfnunarmark Herthu Berlín úr föstu leikatriði einmitt í uppbótartíma. Markaleysið hefur ekki áhrif á sjálfstraustiðGylfi Þór var markahæsti leikmaður Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra en á enn eftir að skora á þessu tímabili. Hann segist ekki missa svefn vegna þess. „Auðvitað pæli ég í því hvort ég sé að skora eða ekki en þetta hefur ekki haft áhrif á sjálfstraustið. Ég var lengi frá vegna meiðsla en hef ekki fengið að spila marga leiki í röð nema þegar ég kom fyrst til baka eftir meiðslin. Þá var ég ekki kominn í almennilega leikæfingu og náði ekki að nýta þau færi sem ég fékk. Stundum er það þannig – maður nýtir fjögur færi í röð og svo koma fjögur sem fara öll forgörðum. Ég veit að ef ég fæ að spila nokkra leiki í röð þá kemur þetta." Meiri Englendingur en ÞjóðverjiGylfi flutti ungur til Englands en hann samdi við Reading aðeins sextán ára gamall. Hann bjó þar í fimm ár en hefur verið í Þýskalandi undanfarna fimmtán mánuði. „Ég verð alltaf meiri Englendingur í mér en Þjóðverji, ég verð að viðurkenna það," sagði Gylfi. Hann er nú að flytja úr sveitaþorpinu Horrenberg til Heidelberg þar sem aðeins meira er um að vera öllu jöfnu. „Ég hef í raun verið úti í sveit og það verður fínt að komast í aðeins stærri bæ. Þýskan er öll að koma til og það kemur fyrir að maður veitir viðtal á þýsku," segir Gylfi. Hann neitar því ekki að hann horfir til þess að komast aftur til Englands. „Markmiðið nú er að komast aftur í liðið og fá að spila. Draumurinn er samt að komast aftur til Englands og ég held að ég fari aftur þangað þegar mínum tíma í Þýskalandi lýkur," segir hann en bætir við: „Ég mun þó aldrei sjá eftir því að hafa spilað í þýsku úrvalsdeildinni. Það var einstakt tækifæri. Ég hef svo lært nýtt tungumál og hef þar fyrir utan bætt mig heilmikið. Þó svo að ég hafi lítið fengið að að spila í vetur þá stóð ég mig vel á síðasta ári og ég veit að ég fæ tækifæri bráðlega."
Þýski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Sjá meira