Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur lítið fengið að spila með Hoffenheim að undanförnu. Nordic Photos / Getty Images Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn. Hoffenheim leikur í kvöld gegn Augsburg á heimavelli í bikarkeppninni. Gylfi bindur vonir við að fá að spila en hann var ónotaður varamaður þegar Hoffenheim gerði 1-1 jafntefli við Herthu Berlín í deildinni um helgina. Hann hefur reyndar aðeins fengið að spila einn leik síðan í lok október. „Ég veit ekki hvort ég fæ að spila á morgun [í dag]. Við fáum að vita hvernig byrjunarliðið verður eftir létta morgunæfingu," segir Gylfi. „Það er auðvitað erfitt að fá ekki að spila alla leiki. En svona er þetta í fótboltanum. Maður verður bara að halda áfram og nýta þau tækifæri sem gefast." Betra að spila en að fá hrósHolger Stanislawski er þjálfari Hoffenheim og hefur þrátt fyrir allt hrósað Gylfa í þýskum fjölmiðlum að undanförnu. Sagt til að mynda að viðhorf hans væri til fyrirmyndar og að hann legði sig ávallt allan fram á æfingum. „Það er auðvitað jákvætt að heyra það en það sem mestu skiptir er að fá að spila. Ég er enn ungur og vil spila alla leiki. Ef ekki fer að horfa til betri vegar hér verð ég að taka mín mál til endurskoðunar," segir Gylfi en bætir þó við að hann sé ekki að íhuga að fara frá liðinu strax í janúar. „Það er rúmur mánuður síðan ég komst aftur á fullt eftir meiðslin í sumar og mér hefur gengið mjög vel á æfingum. Ég hef ekkert verið að velta fyrir mér hvort ég komist eitthvert annað í janúar – helst myndi ég vilja fá að spila sem mest hér. Vonandi gengur það eftir í næstu leikjum og eftir jól." Níu stig úr síðustu ellefu leikjumEftir að hafa unnið fjóra leiki í fyrstu sex umferðunum hefur Hoffenheim aðeins tekist að fá níu stig úr síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan um miðjan október. Leikmenn eru þó ekki farnir að missa þolinmæðina fyrir þjálfaranum að sögn Gylfa. „Ég veit svo sem ekki hvernig stjórnarmenn líta á þetta en við leikmenn eru nokkuð rólegir. Við höfum verið óheppnir og tapað mörgum stigum í lok leikja sem hefur haft mikið að segja," segir Gylfi en um helgina kom jöfnunarmark Herthu Berlín úr föstu leikatriði einmitt í uppbótartíma. Markaleysið hefur ekki áhrif á sjálfstraustiðGylfi Þór var markahæsti leikmaður Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra en á enn eftir að skora á þessu tímabili. Hann segist ekki missa svefn vegna þess. „Auðvitað pæli ég í því hvort ég sé að skora eða ekki en þetta hefur ekki haft áhrif á sjálfstraustið. Ég var lengi frá vegna meiðsla en hef ekki fengið að spila marga leiki í röð nema þegar ég kom fyrst til baka eftir meiðslin. Þá var ég ekki kominn í almennilega leikæfingu og náði ekki að nýta þau færi sem ég fékk. Stundum er það þannig – maður nýtir fjögur færi í röð og svo koma fjögur sem fara öll forgörðum. Ég veit að ef ég fæ að spila nokkra leiki í röð þá kemur þetta." Meiri Englendingur en ÞjóðverjiGylfi flutti ungur til Englands en hann samdi við Reading aðeins sextán ára gamall. Hann bjó þar í fimm ár en hefur verið í Þýskalandi undanfarna fimmtán mánuði. „Ég verð alltaf meiri Englendingur í mér en Þjóðverji, ég verð að viðurkenna það," sagði Gylfi. Hann er nú að flytja úr sveitaþorpinu Horrenberg til Heidelberg þar sem aðeins meira er um að vera öllu jöfnu. „Ég hef í raun verið úti í sveit og það verður fínt að komast í aðeins stærri bæ. Þýskan er öll að koma til og það kemur fyrir að maður veitir viðtal á þýsku," segir Gylfi. Hann neitar því ekki að hann horfir til þess að komast aftur til Englands. „Markmiðið nú er að komast aftur í liðið og fá að spila. Draumurinn er samt að komast aftur til Englands og ég held að ég fari aftur þangað þegar mínum tíma í Þýskalandi lýkur," segir hann en bætir við: „Ég mun þó aldrei sjá eftir því að hafa spilað í þýsku úrvalsdeildinni. Það var einstakt tækifæri. Ég hef svo lært nýtt tungumál og hef þar fyrir utan bætt mig heilmikið. Þó svo að ég hafi lítið fengið að að spila í vetur þá stóð ég mig vel á síðasta ári og ég veit að ég fæ tækifæri bráðlega." Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn. Hoffenheim leikur í kvöld gegn Augsburg á heimavelli í bikarkeppninni. Gylfi bindur vonir við að fá að spila en hann var ónotaður varamaður þegar Hoffenheim gerði 1-1 jafntefli við Herthu Berlín í deildinni um helgina. Hann hefur reyndar aðeins fengið að spila einn leik síðan í lok október. „Ég veit ekki hvort ég fæ að spila á morgun [í dag]. Við fáum að vita hvernig byrjunarliðið verður eftir létta morgunæfingu," segir Gylfi. „Það er auðvitað erfitt að fá ekki að spila alla leiki. En svona er þetta í fótboltanum. Maður verður bara að halda áfram og nýta þau tækifæri sem gefast." Betra að spila en að fá hrósHolger Stanislawski er þjálfari Hoffenheim og hefur þrátt fyrir allt hrósað Gylfa í þýskum fjölmiðlum að undanförnu. Sagt til að mynda að viðhorf hans væri til fyrirmyndar og að hann legði sig ávallt allan fram á æfingum. „Það er auðvitað jákvætt að heyra það en það sem mestu skiptir er að fá að spila. Ég er enn ungur og vil spila alla leiki. Ef ekki fer að horfa til betri vegar hér verð ég að taka mín mál til endurskoðunar," segir Gylfi en bætir þó við að hann sé ekki að íhuga að fara frá liðinu strax í janúar. „Það er rúmur mánuður síðan ég komst aftur á fullt eftir meiðslin í sumar og mér hefur gengið mjög vel á æfingum. Ég hef ekkert verið að velta fyrir mér hvort ég komist eitthvert annað í janúar – helst myndi ég vilja fá að spila sem mest hér. Vonandi gengur það eftir í næstu leikjum og eftir jól." Níu stig úr síðustu ellefu leikjumEftir að hafa unnið fjóra leiki í fyrstu sex umferðunum hefur Hoffenheim aðeins tekist að fá níu stig úr síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan um miðjan október. Leikmenn eru þó ekki farnir að missa þolinmæðina fyrir þjálfaranum að sögn Gylfa. „Ég veit svo sem ekki hvernig stjórnarmenn líta á þetta en við leikmenn eru nokkuð rólegir. Við höfum verið óheppnir og tapað mörgum stigum í lok leikja sem hefur haft mikið að segja," segir Gylfi en um helgina kom jöfnunarmark Herthu Berlín úr föstu leikatriði einmitt í uppbótartíma. Markaleysið hefur ekki áhrif á sjálfstraustiðGylfi Þór var markahæsti leikmaður Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra en á enn eftir að skora á þessu tímabili. Hann segist ekki missa svefn vegna þess. „Auðvitað pæli ég í því hvort ég sé að skora eða ekki en þetta hefur ekki haft áhrif á sjálfstraustið. Ég var lengi frá vegna meiðsla en hef ekki fengið að spila marga leiki í röð nema þegar ég kom fyrst til baka eftir meiðslin. Þá var ég ekki kominn í almennilega leikæfingu og náði ekki að nýta þau færi sem ég fékk. Stundum er það þannig – maður nýtir fjögur færi í röð og svo koma fjögur sem fara öll forgörðum. Ég veit að ef ég fæ að spila nokkra leiki í röð þá kemur þetta." Meiri Englendingur en ÞjóðverjiGylfi flutti ungur til Englands en hann samdi við Reading aðeins sextán ára gamall. Hann bjó þar í fimm ár en hefur verið í Þýskalandi undanfarna fimmtán mánuði. „Ég verð alltaf meiri Englendingur í mér en Þjóðverji, ég verð að viðurkenna það," sagði Gylfi. Hann er nú að flytja úr sveitaþorpinu Horrenberg til Heidelberg þar sem aðeins meira er um að vera öllu jöfnu. „Ég hef í raun verið úti í sveit og það verður fínt að komast í aðeins stærri bæ. Þýskan er öll að koma til og það kemur fyrir að maður veitir viðtal á þýsku," segir Gylfi. Hann neitar því ekki að hann horfir til þess að komast aftur til Englands. „Markmiðið nú er að komast aftur í liðið og fá að spila. Draumurinn er samt að komast aftur til Englands og ég held að ég fari aftur þangað þegar mínum tíma í Þýskalandi lýkur," segir hann en bætir við: „Ég mun þó aldrei sjá eftir því að hafa spilað í þýsku úrvalsdeildinni. Það var einstakt tækifæri. Ég hef svo lært nýtt tungumál og hef þar fyrir utan bætt mig heilmikið. Þó svo að ég hafi lítið fengið að að spila í vetur þá stóð ég mig vel á síðasta ári og ég veit að ég fæ tækifæri bráðlega."
Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira