Vettel stoltur af fyrstu skrefunum 2. febrúar 2011 09:16 Sebastian Vettel um borð í nýja Red Bull bílnum. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull ók 2011 keppnisbíl sínum í fyrsta skipti í gær, á brautinni við Valencia á Spáni ásamt fjölda annarra ökumanna. Hann ók 93 hringi án þess að lenda í nokkrum vandræðum og náði besta tíma dagsins. "Það er betra að vera á toppnum, en botninum. Þetta var fyrsti dagurinn og við ókum 93 hringi sem er nokkuð afrek og við höfum aldrei náð svona miklu út úr fyrsta deginum síðustu ár", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Mér líður vel í bílnum og skemmti mér vel og þetta var góð byrjun. Það er mikið eftir og við eigum eftir að æfa mikið og svo er langt tímabil framundan með 20 mótum. Það getur margt breyst á þessum tíma og menn verða að halda sig við efnið." "Við höfum bara stigið fyrsta skrefið og erum stoltir af því. Það er erfitt að bera okkur saman við aðra, en McLaren er t.d. ekk byrjað að æfa á nýja bílnum. Við erum bara að æfa og með ólík markmið, en stóru liðin McLaren, Ferrari og Mercedes verða framarlega og Renault gæti komið á óvart. Þeir eru með áhugaverða nýjung. Við sjáum hvað setur. "Það hefur margt breyst frá fyrr ári og margir takka sem þarf að ýta á núna í stýrinu. Við sjáum til hvernig gengur með það og nýju dekkin. Bíllinn virðist öðruvísi, en þó ekki svo mjög", sagði Vettel. Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull ók 2011 keppnisbíl sínum í fyrsta skipti í gær, á brautinni við Valencia á Spáni ásamt fjölda annarra ökumanna. Hann ók 93 hringi án þess að lenda í nokkrum vandræðum og náði besta tíma dagsins. "Það er betra að vera á toppnum, en botninum. Þetta var fyrsti dagurinn og við ókum 93 hringi sem er nokkuð afrek og við höfum aldrei náð svona miklu út úr fyrsta deginum síðustu ár", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Mér líður vel í bílnum og skemmti mér vel og þetta var góð byrjun. Það er mikið eftir og við eigum eftir að æfa mikið og svo er langt tímabil framundan með 20 mótum. Það getur margt breyst á þessum tíma og menn verða að halda sig við efnið." "Við höfum bara stigið fyrsta skrefið og erum stoltir af því. Það er erfitt að bera okkur saman við aðra, en McLaren er t.d. ekk byrjað að æfa á nýja bílnum. Við erum bara að æfa og með ólík markmið, en stóru liðin McLaren, Ferrari og Mercedes verða framarlega og Renault gæti komið á óvart. Þeir eru með áhugaverða nýjung. Við sjáum hvað setur. "Það hefur margt breyst frá fyrr ári og margir takka sem þarf að ýta á núna í stýrinu. Við sjáum til hvernig gengur með það og nýju dekkin. Bíllinn virðist öðruvísi, en þó ekki svo mjög", sagði Vettel.
Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira