Veruleiki ungs fólks á Íslandi Árni Beinteinn Árnason skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar