Gerum kjarasamning! Árni Stefán Jónsson skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Undanfarnar vikur hafa farið fram þreifingar meðal aðila vinnumarkaðarins um að ganga saman til lausnar við gerð næstu kjarasamninga. Þessi tilraun hefur mistekist og bera þar SA og LÍÚ mestu ábyrgð. Þeir hafa sett það sem skilyrði að stjórnvöld kokgleypi þeirra hugmynd um skipan mála í sjávarútvegi til að þeir gangi til samninga við verkalýðsfélögin. Þeir eru sem sagt að taka kjarasamninga vinnandi fólks í gíslingu og reyna með því að snúa almenningi til fylgispektar við sinn málstað í sjávarútvegsmálum. Þeir eru fyrir hönd kvótakónganna, að láta kné fylgja kviði og tryggja sægreifunum framtíðareign á þjóðarauðlindinni. Í því sambandi er fróðlegt að rifja upp hvað stendur skrifað í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðar, sem kom út í september 2010. Þar segir; „Starfshópurinn, að undanskildum fulltrúum LÍÚ, telur nauðsynlegt að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar, komi í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins." Þar höfum við það. LÍÚ ætlar ekki að kvitta upp á það að auðlindir Íslendinga séu sameign þjóðarinnar. Það er auðséð hverjir hagsmunir þeir eru og þeir ætla sér að verja þá hvað sem það kostar. Og nú ætla þeir að nota þann þrýsting sem er við gerð kjarasamninga til að ná fram markmiðum sínum. Þetta er forkastanlegt og algjörlega óásættanlegt fyrir launafólk í landinu. Svarið við þessu er m.a. að samtök opinberra starfsmanna fari á fullt og geri kjarasamning við sína viðsemjendur. Með því styðja þau best við verkalýðsfélögin á hinum almenna markaði í þeirra viðleitni við að ná fram samningi við SA. Stóra spurningin er hvort ríkisstjórn Íslands hafi kjark og þor til að ganga til samninga við ríkisstarfsmenn áður en almenni markaðurinn hafi klárað sína samninga. Eða ætlar hún að samþykkja gíslatökuna fyrir hönd almennings og heykjast á því að sýna sjálfstæði og sýna hver það er sem stjórnar landinu. Á þetta verður látið reyna á næstu dögum af hálfu SFR-stéttarfélags. Á síðasta fundi SFR við samninganefnd ríkisins lagði félagið fram hugmyndir um rammann utan um næstu kjarasamninga. Einn af þeim áhersluþáttum sem félagið lagði fram er að samningar verði gerðir til 18-24 mánaða. Með þeim hætti væri hægt að vinna að stöðugleika til hæfilegs tíma en binda sig ekki of lengi inn í framtíðina í því óvissuástandi sem nú ríkir í rekstrarumhverfi ríkisins. Á samningafundinum voru einnig lagðar fram hugmyndir um launahækkanir sem tækju mið af ólíkum aðferðum. Þannig yrði lögð áhersla á krónutöluhækkanir á árinu 2011. Á árinu 2012 yrði síðan um prósentuhækkanir að ræða ásamt mögulegum krónutöluhækkunum. Á því ári myndi ný launatafla einnig líta dagsins ljós og stofnanasamningar yrðu endurnýjaðir. Með þessari leið tækist að ná utan um marga áhersluþætti um lagfæringar á kaupmætti að mati samninganefndar SFR. Með krónutöluhækkun næðist að vinna að því markmiði að leggja áherslu á leiðréttingu lægstu launa, en prósentuhækkun myndi vinna að kaupmáttarleiðréttingu fyrir alla félagsmenn. Launatafla félagsins þarfnast endurnýjunar í ljósi þeirra samninga sem gerðir voru 2008 og 2009. Því er nauðsynlegt að vinna að breytingu á henni. Stofnanasamningar kalla einnig á endurnýjun og endurgerð. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi ríkisstarfsmanna á undarförnum árum sem þarfnast skilgreiningar í stofnanasamningum. Því er afar brýnt að taka þá samninga upp ekki síðar en á tímabilinu 2011 til 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa farið fram þreifingar meðal aðila vinnumarkaðarins um að ganga saman til lausnar við gerð næstu kjarasamninga. Þessi tilraun hefur mistekist og bera þar SA og LÍÚ mestu ábyrgð. Þeir hafa sett það sem skilyrði að stjórnvöld kokgleypi þeirra hugmynd um skipan mála í sjávarútvegi til að þeir gangi til samninga við verkalýðsfélögin. Þeir eru sem sagt að taka kjarasamninga vinnandi fólks í gíslingu og reyna með því að snúa almenningi til fylgispektar við sinn málstað í sjávarútvegsmálum. Þeir eru fyrir hönd kvótakónganna, að láta kné fylgja kviði og tryggja sægreifunum framtíðareign á þjóðarauðlindinni. Í því sambandi er fróðlegt að rifja upp hvað stendur skrifað í skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögum um fiskveiðar, sem kom út í september 2010. Þar segir; „Starfshópurinn, að undanskildum fulltrúum LÍÚ, telur nauðsynlegt að skýrt ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar, komi í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins." Þar höfum við það. LÍÚ ætlar ekki að kvitta upp á það að auðlindir Íslendinga séu sameign þjóðarinnar. Það er auðséð hverjir hagsmunir þeir eru og þeir ætla sér að verja þá hvað sem það kostar. Og nú ætla þeir að nota þann þrýsting sem er við gerð kjarasamninga til að ná fram markmiðum sínum. Þetta er forkastanlegt og algjörlega óásættanlegt fyrir launafólk í landinu. Svarið við þessu er m.a. að samtök opinberra starfsmanna fari á fullt og geri kjarasamning við sína viðsemjendur. Með því styðja þau best við verkalýðsfélögin á hinum almenna markaði í þeirra viðleitni við að ná fram samningi við SA. Stóra spurningin er hvort ríkisstjórn Íslands hafi kjark og þor til að ganga til samninga við ríkisstarfsmenn áður en almenni markaðurinn hafi klárað sína samninga. Eða ætlar hún að samþykkja gíslatökuna fyrir hönd almennings og heykjast á því að sýna sjálfstæði og sýna hver það er sem stjórnar landinu. Á þetta verður látið reyna á næstu dögum af hálfu SFR-stéttarfélags. Á síðasta fundi SFR við samninganefnd ríkisins lagði félagið fram hugmyndir um rammann utan um næstu kjarasamninga. Einn af þeim áhersluþáttum sem félagið lagði fram er að samningar verði gerðir til 18-24 mánaða. Með þeim hætti væri hægt að vinna að stöðugleika til hæfilegs tíma en binda sig ekki of lengi inn í framtíðina í því óvissuástandi sem nú ríkir í rekstrarumhverfi ríkisins. Á samningafundinum voru einnig lagðar fram hugmyndir um launahækkanir sem tækju mið af ólíkum aðferðum. Þannig yrði lögð áhersla á krónutöluhækkanir á árinu 2011. Á árinu 2012 yrði síðan um prósentuhækkanir að ræða ásamt mögulegum krónutöluhækkunum. Á því ári myndi ný launatafla einnig líta dagsins ljós og stofnanasamningar yrðu endurnýjaðir. Með þessari leið tækist að ná utan um marga áhersluþætti um lagfæringar á kaupmætti að mati samninganefndar SFR. Með krónutöluhækkun næðist að vinna að því markmiði að leggja áherslu á leiðréttingu lægstu launa, en prósentuhækkun myndi vinna að kaupmáttarleiðréttingu fyrir alla félagsmenn. Launatafla félagsins þarfnast endurnýjunar í ljósi þeirra samninga sem gerðir voru 2008 og 2009. Því er nauðsynlegt að vinna að breytingu á henni. Stofnanasamningar kalla einnig á endurnýjun og endurgerð. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í umhverfi ríkisstarfsmanna á undarförnum árum sem þarfnast skilgreiningar í stofnanasamningum. Því er afar brýnt að taka þá samninga upp ekki síðar en á tímabilinu 2011 til 2012.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar