Massa treystir á að Ferrari færi sér sigurbíl 29. janúar 2011 14:59 Fernado Alonso, Luca Montezemolo og Felipe Massa á frumsýningu Ferrari í gær. Mynd: Ferrari Felipe Massa hjá Ferrari hefur trú á því að hann fái sömu möguleika og Fernando Alonso í mótum ársins, en í fyrra varð hann að gefa sæti eftir til Alonso í einu móti. Ferrari taldi Alonso eiga meiri möguleika í stigamótinu, en nú byrja báðir á núlli og fá sömu þjónustu hjá Ferrrari. FIA refsaði Ferrari fyrir að láta Massa hleypa Alonso framúr í mótinu á Hockenheim, en Alonso varð í örðu sæti í heimsmeistaramótinu á eftir Sebastian Vettel, sem varð yngsti meistari sögunnar. Massa þarf eins og aðrir að takast á við nýtt ökutæki sem er hannað samkvæmt nýjum reglum og allir verða á Pirelli dekkjum á þessu ári, en voru á Bridgestone í fyrra. Þá verða tuttugu mót á árinu, þannig að keppnistímabilið verður lengra en í fyrra. Massa var spurður að því á heimasíðu Ferrari hvort hann hefði þurft að endurskoða æfingar hvað líkamann varðar. "Ég hef æft mikið. Venjulega er ég í Brasilíu, af því það er heitara þar og sumar. Í Evrópu er þetta erfiðara. Ég spáði líka í þyngdina útaf Kers", sagði Masssa, en um borð í Ferrari bílnum í ár og í fleiri bílum verður kerfi sem kallast Kers, en það nýtur umfarmorku frá bremsukerfinu til aflaukningar vélarinnar með sérstakri innspýtingu. Slíkur búnaður var notaður 2009 og hefur áhrif á þyngd bílanna, eins og annar búnaður. Í frétt Ferrari segir að akstursstíl Massa hafi ekki passað nógu vel við Ferrari bíl síðasta árs, en Massa telur að margt hafi breyst. "Ég vill vera samkeppnisfær frá fyrsta móti og tel að Pirelli dekkin muni hjálpa nér", sagði Massa um málið. "Í fyrra breytti Bridgestone framdekkjunum mikið miðað við 2009 dekkin og bíllinn varð mjög undirstýrður. Dekkin voru hörð og erfitt að koma réttum hita í þau. Ég reyndi að laga framdekkin, en þá virkuðu ekki afturdekkin sem skyldi og þetta var slagur. Pirelli virðist ætla vera með framdekk með meira grip. Það hentar mínum akstursstíl betur." Aðspurður um hvort hann hefði tryggingu frá liðinu að ekki yrðu einhverjar óþægilegarr uppákomur á tímabilinu sagði Massa; "Ég er að keppa í liði og vill vinna. Í treysti að liðinu 100% til að færa mér fullkominn bíl til að keppa til sigurs", sagði Massa. Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari hefur trú á því að hann fái sömu möguleika og Fernando Alonso í mótum ársins, en í fyrra varð hann að gefa sæti eftir til Alonso í einu móti. Ferrari taldi Alonso eiga meiri möguleika í stigamótinu, en nú byrja báðir á núlli og fá sömu þjónustu hjá Ferrrari. FIA refsaði Ferrari fyrir að láta Massa hleypa Alonso framúr í mótinu á Hockenheim, en Alonso varð í örðu sæti í heimsmeistaramótinu á eftir Sebastian Vettel, sem varð yngsti meistari sögunnar. Massa þarf eins og aðrir að takast á við nýtt ökutæki sem er hannað samkvæmt nýjum reglum og allir verða á Pirelli dekkjum á þessu ári, en voru á Bridgestone í fyrra. Þá verða tuttugu mót á árinu, þannig að keppnistímabilið verður lengra en í fyrra. Massa var spurður að því á heimasíðu Ferrari hvort hann hefði þurft að endurskoða æfingar hvað líkamann varðar. "Ég hef æft mikið. Venjulega er ég í Brasilíu, af því það er heitara þar og sumar. Í Evrópu er þetta erfiðara. Ég spáði líka í þyngdina útaf Kers", sagði Masssa, en um borð í Ferrari bílnum í ár og í fleiri bílum verður kerfi sem kallast Kers, en það nýtur umfarmorku frá bremsukerfinu til aflaukningar vélarinnar með sérstakri innspýtingu. Slíkur búnaður var notaður 2009 og hefur áhrif á þyngd bílanna, eins og annar búnaður. Í frétt Ferrari segir að akstursstíl Massa hafi ekki passað nógu vel við Ferrari bíl síðasta árs, en Massa telur að margt hafi breyst. "Ég vill vera samkeppnisfær frá fyrsta móti og tel að Pirelli dekkin muni hjálpa nér", sagði Massa um málið. "Í fyrra breytti Bridgestone framdekkjunum mikið miðað við 2009 dekkin og bíllinn varð mjög undirstýrður. Dekkin voru hörð og erfitt að koma réttum hita í þau. Ég reyndi að laga framdekkin, en þá virkuðu ekki afturdekkin sem skyldi og þetta var slagur. Pirelli virðist ætla vera með framdekk með meira grip. Það hentar mínum akstursstíl betur." Aðspurður um hvort hann hefði tryggingu frá liðinu að ekki yrðu einhverjar óþægilegarr uppákomur á tímabilinu sagði Massa; "Ég er að keppa í liði og vill vinna. Í treysti að liðinu 100% til að færa mér fullkominn bíl til að keppa til sigurs", sagði Massa.
Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira