Naglar og lungu Hjálmar Sveinsson skrifar 18. janúar 2011 06:00 Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru kjöraðstæður. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að auglýsa Reykjavík sem heilsuborg, eins og gert hefur verið síðustu misserin. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Trúin á hreina loftið stenst ekki nánari skoðun. Mælingar sýna að loftið í Reykjavík er heilsuspillandi 20 daga á ári vegna svifryksmengunar. Rúmar tvær vikur eru liðnar af árinu 2011 og svifryksmengun hefur þegar farið 6 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt nýrri reglugerð má það gerast 7 sinnum allt árið. Talið er að um 50% svifryks í Reykjavík stafi af malbiki sem nagladekkin spæna upp. Norskir sérfræðingar segja að nagladekkin framleiði hundrað sinnum meira svifryk en venjuleg dekk. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja 10 000 tonn af malbiki vegna þeirra tæpu 40 prósenta ökumanna sem keyra hálft árið á nagladekkjum. Kostnaður er talinn nema 150 til 200 milljónum á ári. Hann leggst jafnt á alla, líka þá fjölmörgu sem keyra aldrei á nöglum og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl. Svifrykið fer ofan í lungu á fólki. Foreldrum er ráðlagt að hafa börn sín inni þegar svifryksmengun er mest. Það er talið vont að fá mikið svifryk ofan í óþroskuð lungu. En auðvitað ætti þetta að vera öfugt, eins og Andri Snær Magnason benti á um daginn, það á að halda negldu dekkjunum inni, mengunarvaldinum, en ekki börnunum. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar samþykkti samhljóða um daginn að láta kanna hvort rétt sé að leggja gjöld á þá sem kjósa að keyra um götur borgarinnar á nöglum. Það er skynsamlegt. Enn betra og réttara væri að banna nagladekk á götum borgarinnar. Þau eru óþörf. Góð heilsársdekk nægja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru kjöraðstæður. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að auglýsa Reykjavík sem heilsuborg, eins og gert hefur verið síðustu misserin. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Trúin á hreina loftið stenst ekki nánari skoðun. Mælingar sýna að loftið í Reykjavík er heilsuspillandi 20 daga á ári vegna svifryksmengunar. Rúmar tvær vikur eru liðnar af árinu 2011 og svifryksmengun hefur þegar farið 6 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt nýrri reglugerð má það gerast 7 sinnum allt árið. Talið er að um 50% svifryks í Reykjavík stafi af malbiki sem nagladekkin spæna upp. Norskir sérfræðingar segja að nagladekkin framleiði hundrað sinnum meira svifryk en venjuleg dekk. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja 10 000 tonn af malbiki vegna þeirra tæpu 40 prósenta ökumanna sem keyra hálft árið á nagladekkjum. Kostnaður er talinn nema 150 til 200 milljónum á ári. Hann leggst jafnt á alla, líka þá fjölmörgu sem keyra aldrei á nöglum og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl. Svifrykið fer ofan í lungu á fólki. Foreldrum er ráðlagt að hafa börn sín inni þegar svifryksmengun er mest. Það er talið vont að fá mikið svifryk ofan í óþroskuð lungu. En auðvitað ætti þetta að vera öfugt, eins og Andri Snær Magnason benti á um daginn, það á að halda negldu dekkjunum inni, mengunarvaldinum, en ekki börnunum. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar samþykkti samhljóða um daginn að láta kanna hvort rétt sé að leggja gjöld á þá sem kjósa að keyra um götur borgarinnar á nöglum. Það er skynsamlegt. Enn betra og réttara væri að banna nagladekk á götum borgarinnar. Þau eru óþörf. Góð heilsársdekk nægja.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun