Loftslagsráðstefnan í Cancún Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. janúar 2011 06:00 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðnum var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um ýmis mikilvæg atriði í loftslagsmálum. Hluta af árangrinum má einfaldlega þakka því að væntingum var í hóf stillt, öfugt við það sem var í Kaupmannahöfn 2009, þegar mistókst að ná settu markmiði um lagalega bindandi framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum. Það eru líka blikur á lofti um framhaldið og óvíst hvað tekur við þegar fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur í árslok 2012. Því má þó ekki gleyma að loftslagsbreytingar eru kannski flóknasta og erfiðasta verkefnið sem þjóðir heims glíma við og í Cancún voru gefin vilyrði um stóreflt starf á sviðum sem geta skilað raunverulegum árangri. Í Cancún var ákveðið að auka framlög til loftslagsverkefna í þróunarríkjunum, með það að markmiði að árleg framlög yrðu um 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Þróunaraðstoð Íslands hefur dregist saman í kreppunni, en í framtíðinni munu verkefni sem hjálpa fátækum ríkjum að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga fá aukinn sess í slíkri aðstoð. Þá var einnig ákveðið að efla mjög starf að þróun og dreifingu loftslagsvænnar tækni. Þar geta leynst tækifæri fyrir Ísland, en hér á landi eru ýmsir vaxtarbroddar á þessu sviði. Grunnur var lagður að stóru alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að draga úr eyðingu skóga í hitabeltinu og samþykkt að efla aðstoð við fátæk ríki sem þurfa mest að laga sig að afleiðingum loftslagsbreytinga. Ísland styður viðleitni við að koma á lagalega bindandi alþjóðlegu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, þar sem öll þróuð ríki og stór og vaxandi þróunarríki eins og Kína, Indland og Brasilía axla ábyrgð við að draga úr losun. Stefnt er að því að ná slíku samkomulagi í lok þessa árs, en óvíst er um árangur, því mikið ber á milli ríkja við mat á réttlátri skiptingu byrða og lagalegan búning samkomulags, þótt aukinn samhljómur hafi náðst um markmið, aðgerðir og fjármögnun í Cancún. Ísland hefur lagt sérstaka áherslu á tvennt í yfirstandandi samningaviðræðum, annars vegar jafnréttismál og hins vegar tillögu um endurheimt votlendis til að draga úr losun. Ísland hefur komið texta um jafnrétti kynjanna víða að í samningstextanum, sem mun greiða fyrir virkri aðkomu kvenna í þeim verkefnum sem lagt verður af stað með á grundvelli Cancún-samkomulagsins. Áhersla á jafnrétti kynjanna í slíkum verkefnum er ekki einungis réttlætismál, heldur sýnir reynslan að aukið ákvörðunarvald og fræðsla til kvenna leiðir til betri árangurs í verkefnum sem t.d. búa samfélög undir að laga landbúnað að breyttu loftslagi eða styrkja viðbrögð við náttúruhamförum. Engin tilvísun var í jafnrétti kynjanna í samningstextum fyrir tveimur árum, þegar Ísland kom með fyrstu tillögur á því sviði, en nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Tillaga Íslands um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð var líka samþykkt í Cancún, þótt hún öðlist ekki fullt vægi nema með samkomulagi um framhald Kýótó-bókunarinnar eftir 2012. Þetta er fyrsta breytingin á aðferðarfræði Kýótó sem hlýtur samþykki frá því bókunin gekk í gildi, en mikill fjöldi slíkra tillagna er á borðinu. Frumkvæði Íslands í þessum efnum hefur vakið nokkra athygli, þar sem losun frá framræstu votlendi á heimsvísu er veruleg, meiri en t.d. frá allri flugumferð. Vernd og endurheimt votlendis er mikilsvert mál bæði hvað varðar vernd lífríkis og loftslags jarðar. Það er því margt jákvætt sem kom út úr Cancún-fundinum, sem vonandi markar upphafið að auknu trausti milli ríkja og efldu starfi við aðgerðir sem skila raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðnum var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um ýmis mikilvæg atriði í loftslagsmálum. Hluta af árangrinum má einfaldlega þakka því að væntingum var í hóf stillt, öfugt við það sem var í Kaupmannahöfn 2009, þegar mistókst að ná settu markmiði um lagalega bindandi framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum. Það eru líka blikur á lofti um framhaldið og óvíst hvað tekur við þegar fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur í árslok 2012. Því má þó ekki gleyma að loftslagsbreytingar eru kannski flóknasta og erfiðasta verkefnið sem þjóðir heims glíma við og í Cancún voru gefin vilyrði um stóreflt starf á sviðum sem geta skilað raunverulegum árangri. Í Cancún var ákveðið að auka framlög til loftslagsverkefna í þróunarríkjunum, með það að markmiði að árleg framlög yrðu um 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Þróunaraðstoð Íslands hefur dregist saman í kreppunni, en í framtíðinni munu verkefni sem hjálpa fátækum ríkjum að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga fá aukinn sess í slíkri aðstoð. Þá var einnig ákveðið að efla mjög starf að þróun og dreifingu loftslagsvænnar tækni. Þar geta leynst tækifæri fyrir Ísland, en hér á landi eru ýmsir vaxtarbroddar á þessu sviði. Grunnur var lagður að stóru alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að draga úr eyðingu skóga í hitabeltinu og samþykkt að efla aðstoð við fátæk ríki sem þurfa mest að laga sig að afleiðingum loftslagsbreytinga. Ísland styður viðleitni við að koma á lagalega bindandi alþjóðlegu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, þar sem öll þróuð ríki og stór og vaxandi þróunarríki eins og Kína, Indland og Brasilía axla ábyrgð við að draga úr losun. Stefnt er að því að ná slíku samkomulagi í lok þessa árs, en óvíst er um árangur, því mikið ber á milli ríkja við mat á réttlátri skiptingu byrða og lagalegan búning samkomulags, þótt aukinn samhljómur hafi náðst um markmið, aðgerðir og fjármögnun í Cancún. Ísland hefur lagt sérstaka áherslu á tvennt í yfirstandandi samningaviðræðum, annars vegar jafnréttismál og hins vegar tillögu um endurheimt votlendis til að draga úr losun. Ísland hefur komið texta um jafnrétti kynjanna víða að í samningstextanum, sem mun greiða fyrir virkri aðkomu kvenna í þeim verkefnum sem lagt verður af stað með á grundvelli Cancún-samkomulagsins. Áhersla á jafnrétti kynjanna í slíkum verkefnum er ekki einungis réttlætismál, heldur sýnir reynslan að aukið ákvörðunarvald og fræðsla til kvenna leiðir til betri árangurs í verkefnum sem t.d. búa samfélög undir að laga landbúnað að breyttu loftslagi eða styrkja viðbrögð við náttúruhamförum. Engin tilvísun var í jafnrétti kynjanna í samningstextum fyrir tveimur árum, þegar Ísland kom með fyrstu tillögur á því sviði, en nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Tillaga Íslands um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð var líka samþykkt í Cancún, þótt hún öðlist ekki fullt vægi nema með samkomulagi um framhald Kýótó-bókunarinnar eftir 2012. Þetta er fyrsta breytingin á aðferðarfræði Kýótó sem hlýtur samþykki frá því bókunin gekk í gildi, en mikill fjöldi slíkra tillagna er á borðinu. Frumkvæði Íslands í þessum efnum hefur vakið nokkra athygli, þar sem losun frá framræstu votlendi á heimsvísu er veruleg, meiri en t.d. frá allri flugumferð. Vernd og endurheimt votlendis er mikilsvert mál bæði hvað varðar vernd lífríkis og loftslags jarðar. Það er því margt jákvætt sem kom út úr Cancún-fundinum, sem vonandi markar upphafið að auknu trausti milli ríkja og efldu starfi við aðgerðir sem skila raunverulegum árangri í loftslagsmálum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun