Lotus Renault vill ökumann sem getur sigrað í stað Kubica 9. febrúar 2011 15:42 Kubica og Vitaly Petrov afjhjúpuðu Lotus Renault bílinn í síðustu viku og Kubica náði besta tíma á honum á seinasta degi æfinga á Valencia. Getty Images/Mark Thompson Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn. "Robert hefur sloppið frá þessum atburði, meira og minna í lagi. Það eru bestu fréttirnir", sagði Lopez í viðtali við IVG.it, sem autosport.com vitnar í. Hann sagði að ef Kubica yrði frá keppni út tímabilið, þá væri eðlilegt að reynslumikill ökumaður kæmi til sögunnar. Nick Heidfeld og Tonio Liuzzi koma til greina að sögn Lopez, en Heidfeld ók síðustu mót liðsins árs með BMW Sauber liðinu og Liuzzi var hjá Force India. "Við verðum að bíða eftir æfingum á Jerez og Barcelona, sjá hvernig bíllinn virkar og hvernig ökumaðurinn sem keppir í fyrsta móti og lýkur tímabilinu hugsanlega stendur sig. Það eru ökumenn sem hafa átt góð mót, t.d. Nick Heidfeld. Við vitum allir að Heidfeld er frekar góður, en ekki á hvaða stalli hann er núna og vitum ekki hvernig hann ekur okkar bíl. Sama má segja um Viantonio Liuzzi. Ég veit ekki. Bruno Senna var í liði í fyrra sem gat ekkert" sagði Lopez. Senna var ráðinn varaökumaður Lotus Renault í ár og gæti mögulega ekið á æfingum á Jerez brautinni í vikunni. "Við þekkjum getu Roberts vel, en vitum ekki stöðuna án hans. Ef hann kemur ekki aftur á þessu tímabili, þá munum við velja ökumann sem getur unnið. En við vitum ekkert ennþá", sagði Lopez. Kubica fer í frekari aðgerð á spítalanum í þessari og næstu viku og læknar segja að vel gangi með lækningu hægri handar hans, sem skaddaðist mikið. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn. "Robert hefur sloppið frá þessum atburði, meira og minna í lagi. Það eru bestu fréttirnir", sagði Lopez í viðtali við IVG.it, sem autosport.com vitnar í. Hann sagði að ef Kubica yrði frá keppni út tímabilið, þá væri eðlilegt að reynslumikill ökumaður kæmi til sögunnar. Nick Heidfeld og Tonio Liuzzi koma til greina að sögn Lopez, en Heidfeld ók síðustu mót liðsins árs með BMW Sauber liðinu og Liuzzi var hjá Force India. "Við verðum að bíða eftir æfingum á Jerez og Barcelona, sjá hvernig bíllinn virkar og hvernig ökumaðurinn sem keppir í fyrsta móti og lýkur tímabilinu hugsanlega stendur sig. Það eru ökumenn sem hafa átt góð mót, t.d. Nick Heidfeld. Við vitum allir að Heidfeld er frekar góður, en ekki á hvaða stalli hann er núna og vitum ekki hvernig hann ekur okkar bíl. Sama má segja um Viantonio Liuzzi. Ég veit ekki. Bruno Senna var í liði í fyrra sem gat ekkert" sagði Lopez. Senna var ráðinn varaökumaður Lotus Renault í ár og gæti mögulega ekið á æfingum á Jerez brautinni í vikunni. "Við þekkjum getu Roberts vel, en vitum ekki stöðuna án hans. Ef hann kemur ekki aftur á þessu tímabili, þá munum við velja ökumann sem getur unnið. En við vitum ekkert ennþá", sagði Lopez. Kubica fer í frekari aðgerð á spítalanum í þessari og næstu viku og læknar segja að vel gangi með lækningu hægri handar hans, sem skaddaðist mikið.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira