Sanngjörn sátt Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. janúar 2011 06:00 Samkomulag um víðtækar lausnir á skuldavanda heimilanna milli stjórnvalda og lánveitenda á íbúðalánamarkaði var gert þann 3. desember sl. Í viljayfirlýsingunni var tekið af festu á vanda skuldara. Meginatriðin voruAðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila.Útvíkkun sértækrar skuldaaðlögunarAuknar vaxtabæturNý tímabundin vaxtaniðurgreiðsla. Með viljayfirlýsingunni er komið til móts við þau heimili sem eru yfirveðsett og þau sem glíma við verulegan greiðsluvanda. Með breytingum á vaxtabótum er sérstaklega komið til móts við heimili sem eru með lágar tekjur og þunga greiðslubyrði. Vaxtaniðurgreiðslan er almenn og kemur öllum þorra heimila til góða. Ég hvet alla sem glíma við skuldavanda að kynna sér þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og leita lausna í samstarfi við lánveitendur sem allra fyrst. Nú er lag.Umfangsmiklar skuldavandaaðgerðir Ríkisstjórnin lagði áherslu á að ná samningum um aðgerðaáætlun við lánveitendur og koma á samræmdum aðgerðum til að treysta húsnæðisöryggi fólks þannig að allir sitji við sama borð í þessum efnum. Það hefur nú tekist og við blasir að þrátt fyrir 15% lækkun fasteignaverðs og um 30% - 50% hækkun lána vegna gengis og verðlags hefur nú verið tryggt að skuldir umfram 110% af fasteignaverði verði afskirfaðar í miklum mæli, að þriðjungur vaxtakostnaðar um 60 þúsund heimila verði endurgreiddur í gegnum vaxtabætur ýmiskonar og að afborganir af lánum séu svipaðar eða lægri en þær voru fyrir hrun, vegna greiðslujöfnunar og nýrra laga um gengisbundin lán. Auk þessa hafa verið innleidd um 50 úrræði til að koma til móts við þá sem eru í tímabundnum greiðsluerfiðleikum eða skuldavanda. Hér er án nokkurs vafa um einhverjar viðamestu skuldavandaaðgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi.Rýmri reglur um sértæka skuldaaðlögun Sértækri skuldaaðlögun er ætlað að koma til móts við heimili sem eiga við verulega greiðslu - og skuldavanda að etja. Bragabót hefur verið gerð á þessu úrræði með það að markmiði að fleiri geti nýtt sér það Skuldir sem eru hærri en verðmæti fasteignar eru teknar til hliðar og felldar niður að þriggja ára aðlögunartíma liðnum hafi skuldari staðið við samninga, en áður var miðað við 110% af verðmæti fasteignar. Þá hefur verið gerð sú breytinga að miðað er við að heimili hafi greiðslugetu íbúðaskulda sem að svarar að lágmarki til 70% verðmæti eignar í stað 80% áður. Skuldir sem eru yfir greiðslugetu en lægri en verðmæti fasteignar eru settar á biðlán og er það óverðtryggt og án vaxta. Að þremur árum liðnum eru aðstæður skuldara endurmetnar og kannað hvort hann ráði við að greiða af biðláninu.Afskriftir lána á yfirveðsettum eignum Í sem stystu máli býðst heimilum sem glíma við áhvílandi veðskuldir umfram 110% af verðmæti fasteignar að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Hámark er á niðurfellingu skulda. Langflestum lántökum mun duga niðurfelling skulda umfram fyrrgreint verðmæti eigna um allt að 4 m.kr. fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að afgreiða megi umsóknir um þessa niðurfellingu með tiltölulega einföldum og skjótum hætti. Taka þarf tillit til annarra eigna umsækjanda og niðurfærsla veðskulda lækkar sem nemur öðrum skuldlausum eignum. Er það gert til þess að koma í veg fyrir að stóreignafólk fái skuldir felldar niður. Í viljayfirlýsingunni var gert ráð fyrir að tekið yrði tillit til greiðslubyrði lántaka og m.v. að greiðslubyrði þyrfti að vera hærri en sem nemur 20% af tekjum. Nýja samkomulag gengur lengra en viljayfirlýsingin að þessu leyti. Bankarnir og Íbúðalánasjóður munu ekki beita þessu skilyrði og lífeyrissjóðirnir munu rýmka þetta skilyrði umtalsvert og miða við greiðslubyrði sem svarar til 18%-20% af brúttótekjum. Með þessu verður komið til móts við mun fleiri en áður var gert ráð fyrir. Ef skuldir lántaka eru áfram umfram 110% eftir fyrrgreinda niðurfellingu getur hann sótt um frekari niðurfellingu. Skilyrði fyrir því eru þrengri og í öllum tilvikum miðað við að greiðslubyrði skulda fari ekki niður fyrir 18% af brúttótekjum. Þessi aðgerð mun koma til móts við fjöldamörg heimili. Í skýrslu sérfræðingahóps sem ég setti á laggirnar kemur fram að um 15.200 heimili eru með skuldir umfram 110% af verðmæti eignar. Hér er ekki síst um að ræða ungt fólk sem keypti fasteign á háum lánum og þegar íbúðaverð var í hæstum hæðum. Þetta unga fólk eru fórnarlömb kreppunnar og við skuldum því leiðréttingu. Það er réttlætismál. Það er skynsamleg stefna til að örva efnahagslífið.Vextir niðurgreiddir um þriðjung Vaxtabætur voru hækkaðar verulega árin 2009 og 2010 í kjölfar efnahagsþrenginna og hefur verið ákveðið að framlengja þessar auknu bætur. Jafnframt hefur verið gerð sú breyting á vaxtabótum að þær ganga nú í meira mæli en áður til tekjulágra heimila sem bera miklar skuldir. Ég vek sérstaklega athygli á því að vaxtabætur til einstæðra foreldra munu hækka umtalsvert. Vaxtaniðurgreiðsla er nýlunda sem greidd verður næstu tvö árin. Niðurgreiðslan mun reiknast sem 0,6% af fasteignaskuldum, þó að hámarki 200 þús.kr. fyrir einstaklinga og 300 þús.kr fyrir einstæða foreldra og hjón. Niðurgreiðslan fellur niður þegar eignir að frádregnum skuldum eru umfram 20 m.kr. og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra og hjón. Fyrri hluti niðurgreiðslunnar verður greiddur 1. maí n.k. og síðari hlutinn 1. ágúst. Heimilin greiða um 60 milljarða króna í vaxtagjöld á ári vegna fasteignalána. Vaxtabætur og -niðurgreiðsla munu nema tæplega 20 milljörðum króna í ár eða sem svarar um þriðjungi vaxtagreiðslna. Ég tel að með aðgerðum í skuldamálum heimilanna hafi náðst sanngjörn sátt sem vísar okkur veginn fram á við út úr bolmóði og kreppu, til móts við nýja og betri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkomulag um víðtækar lausnir á skuldavanda heimilanna milli stjórnvalda og lánveitenda á íbúðalánamarkaði var gert þann 3. desember sl. Í viljayfirlýsingunni var tekið af festu á vanda skuldara. Meginatriðin voruAðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila.Útvíkkun sértækrar skuldaaðlögunarAuknar vaxtabæturNý tímabundin vaxtaniðurgreiðsla. Með viljayfirlýsingunni er komið til móts við þau heimili sem eru yfirveðsett og þau sem glíma við verulegan greiðsluvanda. Með breytingum á vaxtabótum er sérstaklega komið til móts við heimili sem eru með lágar tekjur og þunga greiðslubyrði. Vaxtaniðurgreiðslan er almenn og kemur öllum þorra heimila til góða. Ég hvet alla sem glíma við skuldavanda að kynna sér þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og leita lausna í samstarfi við lánveitendur sem allra fyrst. Nú er lag.Umfangsmiklar skuldavandaaðgerðir Ríkisstjórnin lagði áherslu á að ná samningum um aðgerðaáætlun við lánveitendur og koma á samræmdum aðgerðum til að treysta húsnæðisöryggi fólks þannig að allir sitji við sama borð í þessum efnum. Það hefur nú tekist og við blasir að þrátt fyrir 15% lækkun fasteignaverðs og um 30% - 50% hækkun lána vegna gengis og verðlags hefur nú verið tryggt að skuldir umfram 110% af fasteignaverði verði afskirfaðar í miklum mæli, að þriðjungur vaxtakostnaðar um 60 þúsund heimila verði endurgreiddur í gegnum vaxtabætur ýmiskonar og að afborganir af lánum séu svipaðar eða lægri en þær voru fyrir hrun, vegna greiðslujöfnunar og nýrra laga um gengisbundin lán. Auk þessa hafa verið innleidd um 50 úrræði til að koma til móts við þá sem eru í tímabundnum greiðsluerfiðleikum eða skuldavanda. Hér er án nokkurs vafa um einhverjar viðamestu skuldavandaaðgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi.Rýmri reglur um sértæka skuldaaðlögun Sértækri skuldaaðlögun er ætlað að koma til móts við heimili sem eiga við verulega greiðslu - og skuldavanda að etja. Bragabót hefur verið gerð á þessu úrræði með það að markmiði að fleiri geti nýtt sér það Skuldir sem eru hærri en verðmæti fasteignar eru teknar til hliðar og felldar niður að þriggja ára aðlögunartíma liðnum hafi skuldari staðið við samninga, en áður var miðað við 110% af verðmæti fasteignar. Þá hefur verið gerð sú breytinga að miðað er við að heimili hafi greiðslugetu íbúðaskulda sem að svarar að lágmarki til 70% verðmæti eignar í stað 80% áður. Skuldir sem eru yfir greiðslugetu en lægri en verðmæti fasteignar eru settar á biðlán og er það óverðtryggt og án vaxta. Að þremur árum liðnum eru aðstæður skuldara endurmetnar og kannað hvort hann ráði við að greiða af biðláninu.Afskriftir lána á yfirveðsettum eignum Í sem stystu máli býðst heimilum sem glíma við áhvílandi veðskuldir umfram 110% af verðmæti fasteignar að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Hámark er á niðurfellingu skulda. Langflestum lántökum mun duga niðurfelling skulda umfram fyrrgreint verðmæti eigna um allt að 4 m.kr. fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að afgreiða megi umsóknir um þessa niðurfellingu með tiltölulega einföldum og skjótum hætti. Taka þarf tillit til annarra eigna umsækjanda og niðurfærsla veðskulda lækkar sem nemur öðrum skuldlausum eignum. Er það gert til þess að koma í veg fyrir að stóreignafólk fái skuldir felldar niður. Í viljayfirlýsingunni var gert ráð fyrir að tekið yrði tillit til greiðslubyrði lántaka og m.v. að greiðslubyrði þyrfti að vera hærri en sem nemur 20% af tekjum. Nýja samkomulag gengur lengra en viljayfirlýsingin að þessu leyti. Bankarnir og Íbúðalánasjóður munu ekki beita þessu skilyrði og lífeyrissjóðirnir munu rýmka þetta skilyrði umtalsvert og miða við greiðslubyrði sem svarar til 18%-20% af brúttótekjum. Með þessu verður komið til móts við mun fleiri en áður var gert ráð fyrir. Ef skuldir lántaka eru áfram umfram 110% eftir fyrrgreinda niðurfellingu getur hann sótt um frekari niðurfellingu. Skilyrði fyrir því eru þrengri og í öllum tilvikum miðað við að greiðslubyrði skulda fari ekki niður fyrir 18% af brúttótekjum. Þessi aðgerð mun koma til móts við fjöldamörg heimili. Í skýrslu sérfræðingahóps sem ég setti á laggirnar kemur fram að um 15.200 heimili eru með skuldir umfram 110% af verðmæti eignar. Hér er ekki síst um að ræða ungt fólk sem keypti fasteign á háum lánum og þegar íbúðaverð var í hæstum hæðum. Þetta unga fólk eru fórnarlömb kreppunnar og við skuldum því leiðréttingu. Það er réttlætismál. Það er skynsamleg stefna til að örva efnahagslífið.Vextir niðurgreiddir um þriðjung Vaxtabætur voru hækkaðar verulega árin 2009 og 2010 í kjölfar efnahagsþrenginna og hefur verið ákveðið að framlengja þessar auknu bætur. Jafnframt hefur verið gerð sú breyting á vaxtabótum að þær ganga nú í meira mæli en áður til tekjulágra heimila sem bera miklar skuldir. Ég vek sérstaklega athygli á því að vaxtabætur til einstæðra foreldra munu hækka umtalsvert. Vaxtaniðurgreiðsla er nýlunda sem greidd verður næstu tvö árin. Niðurgreiðslan mun reiknast sem 0,6% af fasteignaskuldum, þó að hámarki 200 þús.kr. fyrir einstaklinga og 300 þús.kr fyrir einstæða foreldra og hjón. Niðurgreiðslan fellur niður þegar eignir að frádregnum skuldum eru umfram 20 m.kr. og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra og hjón. Fyrri hluti niðurgreiðslunnar verður greiddur 1. maí n.k. og síðari hlutinn 1. ágúst. Heimilin greiða um 60 milljarða króna í vaxtagjöld á ári vegna fasteignalána. Vaxtabætur og -niðurgreiðsla munu nema tæplega 20 milljörðum króna í ár eða sem svarar um þriðjungi vaxtagreiðslna. Ég tel að með aðgerðum í skuldamálum heimilanna hafi náðst sanngjörn sátt sem vísar okkur veginn fram á við út úr bolmóði og kreppu, til móts við nýja og betri tíma.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar