Efstu þrjú liðin unnu | Öll úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2012 21:48 Charles Michael Parker skoraði 34 stig í kvöld. Mynd/Valli Það fór fram heil umferð í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrjú efstu liðin, Grindavík, Stjarnan og Keflavík unnu öll sína leiki og KR komst upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Haukum á Ásvöllum. KR telfdi fram þremur nýjum erlendum leikmönnum og byrjaði ekki vel á móti Haukum. Haukar komust í 5-0 og voru með frumkvæðið allan fyrri hálfeik og tveggja stiga forskot í hálfleik, 41-39. KR-ingar skoruðu átta af fyrstu tíu stigum seinni hálfleiks, litu ekki til baka eftir það og unnu á endanum átta stiga sigur. Það var jafn og spennandi leikur milli ÍR og Keflavíkur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik skiptu Keflvíkingar um gír og lönduðu nokkuð þægilegum ellefu stiga sigri. Valsmenn voru 24-18 yfir á móti Þór úr Þorlákshöfn eftir fyrsta leikhlutann en Þórsliðið skoraði fimmtán fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og var 43-36 yfir í hálfleik. Sigur Þórsara var síðan aldrei í hættu í seinni hálfleik en þeir unnu að lokum með 17 stiga mun. Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki en Snæfellsliðið var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum. Snæfellingum tókst hinsvegar að redda sér í framlengingunni og það var nýliðinn Óskar Hjartarson sem var hetja liðsins í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni en Óskar kom frá Mostra á dögunum. Justin Shouse skoraði sigurkörfu Stjörnunnar á móti Fjölni í Grafarvogi eftir að Stjörnumönnum höfðu unnið lokakafla leiksins 18-6. Fjölnir náði 11 stiga forskoti, 71-60, þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka en það nægði samt ekki til að landa sigrinum. Grindavík vann síðan 73-65 sigur á Njarðvíkingum í Grindavík. Grindavík náði góðri forystu í leiknum en frábær þriðji leikhluti kom Njarðvíkingum inn í leikinn. Grindvíkingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum.Úrslit og stigaskor í Iceland Express deild karla í kvöld:Fjölnir-Stjarnan 77-78 (15-14, 29-25, 23-21, 10-18)Fjölnir: Nathan Walkup 28/11 fráköst, Calvin O'Neal 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 15/14 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Trausti Eiríksson 4/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3, Hjalti Vilhjálmsson 2/5 stoðsendingar.Stjarnan: Justin Shouse 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 18/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst, Keith Cothran 12/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 5/5 fráköst.Grindavík-Njarðvík 73-65 (24-18, 16-14, 17-24, 16-9)Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Giordan Watson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2/5 fráköst.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4.Tindastóll-Snæfell 99-100 (17-24, 19-18, 23-29, 22-10, 18-19)Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 22/5 fráköst, Maurice Miller 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Curtis Allen 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Svavar Atli Birgisson 10, Myles Luttman 2, Hreinn Gunnar Birgisson 2/7 fráköst.Snæfell: Quincy Hankins-Cole 26/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 24/6 fráköst, Marquis Sheldon Hall 15/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Óskar Hjartarson 9/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/8 fráköst, Ólafur Torfason 7/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 2.Valur-Þór Þorlákshöfn 73-90 (24-18, 12-25, 21-22, 16-25)Valur: Garrison Johnson 23/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 14/8 fráköst, Hamid Dicko 14/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 8, Austin Magnus Bracey 7/4 fráköst, Ragnar Gylfason 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3.Þór Þorlákshöfn: Matthew James Hairston 25/14 fráköst, Darrin Govens 25/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 7/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Darri Hilmarsson 4.Haukar-KR 74-82 (22-21, 19-18, 12-25, 21-18)Haukar: Hayward Fain 18/8 fráköst, Christopher Smith 16/12 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Emil Barja 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 4/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 3, Guðmundur Kári Sævarsson 2/4 fráköst.KR: Joshua Brown 26/4 fráköst/5 stolnir, Emil Þór Jóhannsson 17, Robert Lavon Ferguson 17/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3.ÍR-Keflavík 84-95 (26-31, 14-11, 21-27, 23-26)ÍR: Nemanja Sovic 26/10 fráköst, James Bartolotta 18, Robert Jarvis 16/4 fráköst/8 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 10/5 fráköst, Ellert Arnarson 7, Kristinn Jónasson 3, Eiríkur Önundarson 3, Þorvaldur Hauksson 1. .Keflavík: Charles Michael Parker 34/9 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jarryd Cole 16, Magnús Þór Gunnarsson 10/5 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 6/8 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Það fór fram heil umferð í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrjú efstu liðin, Grindavík, Stjarnan og Keflavík unnu öll sína leiki og KR komst upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Haukum á Ásvöllum. KR telfdi fram þremur nýjum erlendum leikmönnum og byrjaði ekki vel á móti Haukum. Haukar komust í 5-0 og voru með frumkvæðið allan fyrri hálfeik og tveggja stiga forskot í hálfleik, 41-39. KR-ingar skoruðu átta af fyrstu tíu stigum seinni hálfleiks, litu ekki til baka eftir það og unnu á endanum átta stiga sigur. Það var jafn og spennandi leikur milli ÍR og Keflavíkur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik skiptu Keflvíkingar um gír og lönduðu nokkuð þægilegum ellefu stiga sigri. Valsmenn voru 24-18 yfir á móti Þór úr Þorlákshöfn eftir fyrsta leikhlutann en Þórsliðið skoraði fimmtán fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og var 43-36 yfir í hálfleik. Sigur Þórsara var síðan aldrei í hættu í seinni hálfleik en þeir unnu að lokum með 17 stiga mun. Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki en Snæfellsliðið var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum. Snæfellingum tókst hinsvegar að redda sér í framlengingunni og það var nýliðinn Óskar Hjartarson sem var hetja liðsins í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni en Óskar kom frá Mostra á dögunum. Justin Shouse skoraði sigurkörfu Stjörnunnar á móti Fjölni í Grafarvogi eftir að Stjörnumönnum höfðu unnið lokakafla leiksins 18-6. Fjölnir náði 11 stiga forskoti, 71-60, þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka en það nægði samt ekki til að landa sigrinum. Grindavík vann síðan 73-65 sigur á Njarðvíkingum í Grindavík. Grindavík náði góðri forystu í leiknum en frábær þriðji leikhluti kom Njarðvíkingum inn í leikinn. Grindvíkingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum.Úrslit og stigaskor í Iceland Express deild karla í kvöld:Fjölnir-Stjarnan 77-78 (15-14, 29-25, 23-21, 10-18)Fjölnir: Nathan Walkup 28/11 fráköst, Calvin O'Neal 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 15/14 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Trausti Eiríksson 4/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3, Hjalti Vilhjálmsson 2/5 stoðsendingar.Stjarnan: Justin Shouse 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 18/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst, Keith Cothran 12/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 5/5 fráköst.Grindavík-Njarðvík 73-65 (24-18, 16-14, 17-24, 16-9)Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Giordan Watson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2/5 fráköst.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4.Tindastóll-Snæfell 99-100 (17-24, 19-18, 23-29, 22-10, 18-19)Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 22/5 fráköst, Maurice Miller 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Curtis Allen 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Svavar Atli Birgisson 10, Myles Luttman 2, Hreinn Gunnar Birgisson 2/7 fráköst.Snæfell: Quincy Hankins-Cole 26/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 24/6 fráköst, Marquis Sheldon Hall 15/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Óskar Hjartarson 9/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/8 fráköst, Ólafur Torfason 7/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 2.Valur-Þór Þorlákshöfn 73-90 (24-18, 12-25, 21-22, 16-25)Valur: Garrison Johnson 23/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 14/8 fráköst, Hamid Dicko 14/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 8, Austin Magnus Bracey 7/4 fráköst, Ragnar Gylfason 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3.Þór Þorlákshöfn: Matthew James Hairston 25/14 fráköst, Darrin Govens 25/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 7/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Darri Hilmarsson 4.Haukar-KR 74-82 (22-21, 19-18, 12-25, 21-18)Haukar: Hayward Fain 18/8 fráköst, Christopher Smith 16/12 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Emil Barja 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 4/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 3, Guðmundur Kári Sævarsson 2/4 fráköst.KR: Joshua Brown 26/4 fráköst/5 stolnir, Emil Þór Jóhannsson 17, Robert Lavon Ferguson 17/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3.ÍR-Keflavík 84-95 (26-31, 14-11, 21-27, 23-26)ÍR: Nemanja Sovic 26/10 fráköst, James Bartolotta 18, Robert Jarvis 16/4 fráköst/8 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 10/5 fráköst, Ellert Arnarson 7, Kristinn Jónasson 3, Eiríkur Önundarson 3, Þorvaldur Hauksson 1. .Keflavík: Charles Michael Parker 34/9 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jarryd Cole 16, Magnús Þór Gunnarsson 10/5 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 6/8 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira