NFL: Tom Brady og félagar fóru illa með Tim Tebow Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2012 11:30 Tom Brady. Mynd/Nordic Photos/Getty Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld. NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld.
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira